Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 60

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 60
362 LÆKNABLAÐIÐ Nýleg rannsókn á meðgöngu sýndi verulega fjölgun á monocytum í blóði. Þessi fjölgun var mest um 14. viku en færðist síðan smám saman í eðlilegt horf fyrir fæðingu (1). Frekari rannsóknir hafa nú sýnt að þessi monocyta aukning verður mjög snemma í þungun. Þær konur sem styst voru gengnar i athugunarhópnum, um sjö vikur, reyndust hafa mestan fjölda af monocytum í blóði, 45% fleiri en óþungaðar konur. Ekki reyndist marktækur munur milli hópanna í HLA-DR tjáningu monocyta eða í undirflokkum T-eitilfruma (TH, Ts). Athuganir með einstofna mótefnum sýndu að í decidua eru margar frumur sem tjá HLA-DR og monocyta einkennandi antigen (Leu-M3). í heilbrigðri legslímhúð úr miðjum tíðahring sáust aftur á móti aðeins örfáar slíkar frumur. Ræktanir decidua og legslímhúðar innihéldu PGE2 í magni sem vitað er að getur bælt ónæmisvarnir in vitro. Monocytar geta örvað ónæmisviðbrögð en einnig bælt þau m.a. með PGE2 myndun. Dæmi um slíkt in vivo eru ónæmisbælandi monocytar í Hodgkin’s sjúkdómi og við viss krabbamein. Niðurstöður okkar samræmast þeirri tilgátu að monocytar í þungun geti verið ónæmisbælandi, en fylgni er milli uppvakningu polyomaveiru í þungun og mikillar monocyta fjölgunar snemma á meðgöngu (2). íferð monocyta í decidua getur því haft þann tilgang að vernda fóstur gegn ónæmishöfnun móður. 1. Valdimarsson et al. Clin Exp Immunol 1983; 53: 437 2. Coleman DV et al. Clin Exp Immunol 1983; 53: 289 SAMABAND UNDIRFLOKKA GIGTARÞÁTTAR OG BEINÁTU í GIGTSJÚKDÓMUM Jón Atli Árnason, Þorbjörn Jónsson, Ásmundur Brekkan, Kristján Sigurjónsson, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, geislagreiningardeildir Landspítalans og Borgarspítalans. Heildarvirkni gigtarþáttar (RF) og virkni einstakra undirflokka (IgA RF, IgG RF og IgM RF) var mæld í sermi 62 gigtarsjúklinga með ELISA aðferð. Mælingaraðferðin byggðist á notkun einvirkra mótefna og er bæði næmari og nákvæmari en aðferðir sem byggjast á kekkjun IgG klæddra agna. Góð fylgni kom fram milli virkni allra undirflokka RF í sermi og liðvökva sem tekin var á sama tíma. Allar fáanlegar rtg-myndir af liðum þessara sjúklinga voru metnar af tveimur rtg-læknum m.t.t. beinúrátu. í ljós kom marktæk fylgni milli beinúrátu í höndum og hækkunar á IgA RF umfram viðmiðunarmörk heilbrigðra. Hins vegar fannst engin marktæk fylgni milli beinúrátu og IgG RF eða IgM RF. Þessar niðurstöður styðja enn frekar fyrri rannsóknir á sambandi IgA RF og slæmrar útkomu í iktsýki (Teitsson I, et al. Ann Rheum Dis 1984,43:673-8). IgA RF gæti verið merki um mikla þátttöku T-fruma í meingerð iktsýki en einnig gæti IgA átt hlutverki að gegna í atburðarás sem leiðir til beinúrátu. Mikil virkni IgA RF getur þannig verið slæmur fyrirboði og e.t.v. ýtt undir að róttækari meðferð sé flýtt. NÝTT ELISA SKIMPRÓF FYRIR RHEUMATOID FACTOR Þorbjörn Jónsson, Jón Atli Árnason, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði. Til þessa hefur rheumatoid factor (RF) aðallega verið greindur með prófum, er byggjast á kekkjun agna, sem eru þaktar IgG mótefnum. Slík próf eru næmari á IgM-RF heldur en IgG-RF. Vitað er að iktarsjúklingar geta greinst neikvæðir í kekkjunarprófum, þótt þeir hafi nokkra hækkun RF ef notaðar eru aðferðir sem eru næmari til greiningar á IgG- og IgA-RF. Þá hafa nýlegar rannsóknir bent til þess að greining á mismunandi tegundum RF geti gefið vísbendingu um horfur sjúklinga með byrjandi iktsýki (1). Reynslan hefur sýnt að minna en þriðjungur af innsendum blóðsýnum eru RF jákvæður jafnvel þótt næmum aðferðum sé beitt til greiningar. Það yrði því verulegur sparnaður af skimprófi, sem er nógu næmt til að greina einangraða hækkun á einni RF tegund. Með því móti má komast af með eitt próf í stað þriggja á meirihluta innsendra sýna. Slíkt skimpróf hefur verið útbúið. Notuð var ELISA tækni með ensímtengdu einvirku mótefni gegn kappakeðjum mótefna. Prófinu verður lýst í stórum dráttum og niðurstöður kynntar, sem sýna að það er mun næmara til að greina hækkun á einstökum RF tegundum heldur en hin hefðbundnu kekkjunarpróf. 1. Teitsson I, Withrington RH, Seifert MH, Valdimarsson H: Prospective study of early arthritis: prognostic value of IgA RF. Ann Rheum Dis 1984; 43: 673-8. RAUÐIR ÚLFAR Á ÍSLANDI 1975 TIL 1984 Sveinn Guðmundsson, Kristján Steinsson, Atli Ámason, Vigdís Hansdóttir, Jón Þorsteinsson. Lyflækningadeild Landspítalans. Rannsakað var nýgengi og algengi rauðra úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) á íslandi með því að fara yfir skýrslur íslenskra sjúkrahúsa. Athuguð voru klínísk einkenni og rannsóknarniðurstöður sjúklinganna og síðan skráður fjöldi skilmerkja (criteria) ARA frá 1983. Algengi SLE í desember 1984 var 26,2 tilfelli á hverja 100.000 íbúa, alls 63 sjúklingar, 57 konur og sex karlar. Hlutfallið karlar:konur er 1:9,5. Meðalaldur sjúklinganna í desember 1984 var 49,7 ár. Meðalaldur þessa hóps við greiningu var 43,1 ár. Að meðaltali var fjöldi skilmerkja ARA 5,2 ef skilmerki frá 1971 eru lögð til grundvallar en 5,6 ef notuð voru skilmerki frá 1982. 41 sjúklingur af 63 höfðu sjúkdóm í innri líffærum, þ.e. gollurshúsi, brjósthimnu eða miðtaugakerfi. Á árunum 1975 til 1984 greindust 56 sjúklingar með SLE á íslandi. Úr þessum hópi voru sjö dauðsföll á árunum 1975 til 1984, og meðalaldur sjúklinganna við dauða var 64,7 ár. Meðalaldur þess hóps sem dó var 62,1 ár við greiningu sjúkdómsins. Þessi hópur hafði að meðaltali gengið með sjúkdóminn í 2,6 ár við dauða. Fyrri rannsókn á tíðni SLE á íslandi leiddi í ljós 19 tilfelli SLE í desember 1975, og jafngildir það 8,7 tilfellum á hverja 100.000 íbúa.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.