Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 63

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 363 EINKENNI SJÖGREN SYNDROMS HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ RAUÐA ÚLFA (SLE) Helgi Jónsson, Ola Nived, Gunnar Sturfeldt. Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóö. Frá 1980 hefur verið rekin sérstök göngudeild fyrir SLE sjúklinga á gigtardeildinni í Lundi. Síðan þá hefur öllum sjúklingum, búsettum á afmörkuðu svæði, verið fylgt »prospektivt«. í árslok 1985 voru 66 sjúklingar í þessum hópi. f þessari könnun voru einkenni Sjögren syndroms í þessum hópi athuguð. Fyrri kannanir hafa gefið mismunandi niðurstöður, sumir telja einkennin sjaldgæf (1), en aðrir telja að með ýtarlegum rannsóknum megi finna merki um Sjögren syndrom hjá nánast öllum SLE sjúklingum (2). Þetta er í fyrsta skipti sem þessi einkenni eru könnuð hjá »óútvöldum« (unselected) SLE sjúklingum. Sjúklingarnir voru spurðir um einkenni augn- eða munnþurrks fyrr eða síðar. Einnig var sérstaklega spurt eftir skjaldkirtilssjúkdómum, nýrnasteinum, sykursýki eða sjúkdómum í meltingarfærum. Hjá öllum sjúklingum með einkenni var gerð tilraun til að staðfesta Sjögren syndrom með Rose-Bengal augnlitun og/eða sýnistöku frá vör. Niöurstöður: Alls höfðu 39 sjúklingar (59%) einhvern tíma haft einkenni um augn- eða munnþurrk sem ekki var hægt að skýra með öðru. Einkenni virtust almennt fremur væg, því einungis sjö sjúklingar notuðu augndropa og enginn gervimunnvatn. f flestum tilfellum virtust einkennin vera breytileg og oft háð virkni SLE sjúkdómsins, en hjá vissum hópi sjúklinga (13) virtust einkennin vera stöðug. Þessi hópur virtist vera sérstakur undirhópur, með sterka fylgni við skjaldkirtilssjúkdóm og möguleg tengsl við nýrnasteina. Engin tengsl fundust við sykursýki, sjúkdóma í meítingarfærum, liðskemmdir eða önnur sjúkdómseinkenni. Einnig verður skýrt frá fylgni SS-A og SS-B mótefna við augn- og munnþurrk. 1. Dubois E: Lupus erythematous. 2nd ed. University og South Caroline, 1976. 2. Alarcon-Segovia et al.: Sjögren’s syndrome in systemic lupus erythematosus. Ann Intern Med 1974; 81: 577-83. ÓNÆMISERFÐAFRÆÐI OG GIGT. -HLA-komplement setraðir með C4BQ0 í íslenskri gigtarætt. Alfreð Árnason, Ragnheiður Fossdal, Ástríður Pálsdóttir, Jón Þorstcinsson, Ingvar Teitsson, Leifur Þorsteinsson, Inga Skaftadóttir, Ólafur Jensson. Erfðarannsóknadeild Blóðbankans, lyflækningadeild Landspítalans. Við höfum vefja- og komplementflokkað 115 einstaklinga úr fimm ættliðum stórrar skyldleikaræktaðrar ættar, þannig að arfgerðir (genotypes) urðu ljósar. í ættinni eru gigtsjúkdómar tíðir. Þegar rannsókn fór fram höfðu 10 dæmigerða liðagigt (RA), níu líklega liðagigt, þrír dæmigerða hrygggigt (AS) og Fimm höfðu Reiter’s sjúkdóm. Auk þess hafa mörg ættmenni ýmis gigtareinkenni. Rannsókn leiddi í ljós aðeins ellefu gerðir HLA-komplement setraða (haplotypes) hjá 131 ættmenni af 136 og sýnir þetta skyldleikaræktun. Fimm höfðu aðrar setraðir. 77/115 eða 67% ættmenna hafa eina eða tvær af eftirfarandi setröðum sem ekki tjá C4B prótín þ.e. eru C4BQ0: HLA Setröð Fjöldi A - HLA- CW HLA B C4 Bf C4A C4B DRGLO-a I.... 41 9 2 27 C F A3A2BQ0 2 1 II... 8 11 4 35 C S A3 BQ0 2 2 III .. 28 2 - 44 C S A3 BQ0 4 2 Þegar Southern-þerrun (Southern blot) og C4 þreifarar (probes) voru notuð til að kanna DNA í C4 svæðinu kom eftirfarandi í ljós: Setröð hafði C4B gen, en setröð III hafði ekki C4B gen. Setröð II hefur ekki verið athuguð enn. Níu af tíu sjúklingum með dæmigerða liðagigt höfðu setröð III, sem hefur líka DR4. C4A setið (locus) í setröð sýnir tvöföldun í prótínmyndinni C4A3A2. Hjá öllum af ættinni, sem voru með C4BQO, var styrkur C4 prótín í sermi og komplement virknipróf (CH50) innan eðlilegra marka. Hins vegar var styrkur C4 prótína lækkaður hjá þeim einstaklingum í viðmiðunarhópi, sem höfðu C4BQO gerð. Af framangreindu má draga þessar ályktanir: 1. Að baki skorts á C4B prótíni (C4BQO) er ýmist genumbreyting (gene-conversion) eins og í setröð eöa gen-brottfall (gene-deletion) eins og í setröð III. 2. Óeðlileg framleiðsla er á C4 prótíni í ættinni. 3. Sjúkdómsmynd ættarinnar er að líkindum að stórum hluta afleiðing af hinni »óeðlilegu« komplementgerð. PUPIL SIZE IN DARKNESS - an indicatior of autonomic nervous dysfunction in diabetes measured with simple technique Sveinn Guömundsson, Einar Erlendsson, Ástráður B. Hreiðarsson. Göngudeild sykursjúkra, lyflækningadeild Landspítala. The dark-adapted pupil size was measured in 18 insulin-dependent diabetics, aged 23-44 years, diabetes duration 14-35 years and in 11 control subjects, aged 25-38 years, by photographing the eyes with an ordinary 35mm SLR camera using infrared flash and an infrared-sensitive film. The diabetics had 17% smaller pupil-diameter in darkenss than the controls (2p = 0,0011) and this parameter was inversely correlated with HbAl (r = 0,51, 2p = 0,030). In this small material there was no significant correlation between pupil size and test of cardiovascular autonomic nervous function. The diabetics had greater blood preassure fall on standing than the controls (2p = 0,010) but the differences in immediate heart-rate response to standing (30:15 ratio) and in heart-rate response to the Valsalva-manouvre between the two groups did not reach statisitcal significance.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.