Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 64

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 64
364 LÆKNABLAÐIÐ The reduced pupil size in diabetics, recognized manifestation of autonomic (sympathetic) nervous involvement in diabetes, can thus be established in the clinic environment with rather simple apparatus such as that used in the present study. TÍÐNI KRABBAMEINA í INSÚLÍNHÁÐUM SYKURSJÚKUM OG NÁNUSTU ÆTTINGJUM ÞEIRRA Á ÍSLANDI Sveinn Guömundsson, Þórir Helgason, Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason. Göngudeild sykursjúkra Landspítalanum, krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Rannsóknir með markmið að kanna hvort tíðni krabbameina meðal sykursjúkra sé með öðrum hætti en búast má við eru fáar; ekki er tekið mið af ólíkum orsökum insúlínháðrar (IDD, ketosisprone) sykursýki og insúlínóháðrar sykursýki (NIDD, non-ketosis-prone) og niðurstöður stangast á. Spurningin er áhugaverð því í umhverfinu hafa fundist efnasambönd sem eru diabetogen og jafnframt carcinogen, ásamt meintum áhrifaþáttum sem gætu haft áhrif á tilurð insúlínháðrar sykursýki og krabbameina svo sem erfðir og ónæmisþættir. í þessar rannsókn var tíðni krabbameina könnuð hjá: 1. einstaklingum með insúlínháða sykursýki. 2. nánustu (1. gráðu) ættingjum þeirra, þ.e. foreldrum, systkinum og börnum. Upplýsingar um nánustu ættingja var aflað hjá sjúklingum sjálfum en persónuatriði voru síðan staðfest og leiðrétt með aðstoð tölvu og tíðni krabbameina könnuð hjá þessum einstaklingum á tímabilinu 1955 til 1985. Til grundvallar var lagður heildarfjöldi insúlínháðra sykursjúkra á lífi í árslok 1979, alls 266 sykursjúkir og 2017 ættingjar þeirra, alls 2283 einstaklingar. Heildarfjöldi krabbameina greind á árunum 1955 til 1985 var 117 krabbamein í 110 einstaklingum hjá insúlínháðum 15 mein i 14 einstaklingum (5,3%) og hjá ættingjum 102 mein í 96 einstaklingum (4,8%). Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að: 1. tíðni krabbameina hjá insúlínháðum sykursjúkum og nánustu ættingjum þeirra sé ekki önnur en vænta má. 2. ekki sé munur á tíðni krabbameina hjá insúlínháðum sykursjúkum og nánustu ættingjum þeirra. 3. taka þurfi tillit til aldursdreifingar hópanna við samanburð þeirra og íslenska þýðisins. 4. ástæða sé til að fylgja þessum hópi eftir um lengri tíma. FRUMEINKENNI OG FARNAÐUR TUTTUGU KVENNA MEÐ OFGNÓTT MJÓKLURHORMÓNS í BLÓÐI FRÁ 1. APRÍL 1977 TIL 31. MARS 1986 Ingibjörg Hilmarsdóttir, Sigurður Þ. Guömundsson. Lyflækningadeild Landspítalans. Tuttugu konur með hyperprolactinemiu hafa verið til umfjöllunar höfunda í níu ár hið lengsta og eitt ár hið skemmsta. Allar hafa verið meðhöndlaðar með dópamín móttækja ergjum (agónistum) í mánuði til ár og verið í sértæku eftirliti frá einu upp í níu ár. Aldursdreifing kvennanna var 22-50 ár við fyrstu fundi. Ástæður til mælingar mjólkurhormóns í blóði voru ein eða fleiri neðantaldra: 1° ófrjósemi................................ 5 tilvik 2° ófrjósemi................................ 6 tilvik 2° tíðaleysi................................ 5 tilvik Galactorrhea................................ 3 tilvik Heilaæxlisteikn............................. 1 tilvik Orsakir mjólkurhormónsaukans teljast vera: 1. Afleiðing p-pillu/hormónmeðferðar ... 8 tilvik 2. Prolactinoma skv. TS-mynd............ 9 tilvik 3. Erfið fæðing og eftirblæðing......... 1 tilvik 4. 1° Hypothyroidismus.................. 1 tilvik 5. Meningeoma suprasellaris op. seq..... 1 tilvik Hæsta gildi prolactins mældist í 51 árs konu með 32ja ára tíðaleysis-sögu, eða 580mcg/l. Meðalgildi alls hópsins reyndist 118,2 ng/ml, 86,8 í lyfjatengda hópnum og 102,1 ng/ml í sjúklingum með prolactinoma. Famaður 11 kvenna með 1° eða 2° ófrjósemi á Parlódel/Methergólin/l-thyroxinmeðferð. 24 þunganir............................. 11 kvenna 15 lifandi börn (17)..................... 9 kvenna 2 fyrirburðir vanskapaðir............... 2 kvenna*) 3 fósturlát............................. 2 kvenna*) 1 utanlegsþykkt ......................... 1 konu*) 1 fóstureyðing........................... 1 konu *) sömu konurnar. Tíðartruflanir hvers konar bötnuðu á meðferð utan í einu tilviki. Galactroeehea minnkaði og hvarf í meirihluta tilvika á meðferð. Tumor-einkenni hurfu undra fljótt á médferð. Gerð verður grein fyrir meðferð einstakra kvenna, um magn og lengd meðferðar, sem og aukaverkana. SAMANBURÐUR MILLI EINSTAKRA SKJALDKIRTILSMÆLINGA Kristinn Tómasson, Leifur Franzson, Gunnar Sigurðsson. Lyflækninga- og rannsóknadeildir Borgarspitalans. í dag eru um sex hormónapróf sem mæla starfsemi skjaldkirtils og eru notuð í einhverjum mæli (T4, T3, FríttT4, FríttT4-index, FríttT3 og THS). Notkun þeirra virðist oft ráðast af handahófi fremur en með tilliti til þess hvers vegna rannsóknin er gerð. Athugun þessari er fyrst og fremst ætlað að leiða í ljós vísbendingar um innbyrðis tengsl mælinga á einstökum þáttum skjaldkirtilshormóna og að athuga þau tilfelli með TRH-prófi (TSH-örvunarpróO þar sem beinar mælingar ná ekki að skýra starfsemi kirtilsins nægjanlega. í þessu skyni voru athugaðar í fyrsta lagi allar skjaldkirtilsmælingar sem gerðar voru á rannsóknarstofu Borgarspítalans um nokkurra vikna skeið (alls 127). Þetta voru rannsóknir af sjúklingum þar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.