Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 65

Læknablaðið - 15.12.1986, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 365 sem beðið hafði verið um þessar mælingar af einhverjum ástæðum (skimleit, eftirlit með skjaldkirtilsjúklingi o.fl.). Vensl einstakra niðurstaðna í þessum hópi voru síðan athuguð án þess að þau væru valin eitthvað frekar. Síðan voru rannsökuð 112 sýni þar sem einhver athugun hafði verið í efri kantinum (T4> 130 nmol/1, T3>2,9 nmol/1, TSH>5 m U/l). Niðurstöður benda til þess að í fyrri hópnum sé samband FríttT3 og T3 gott R= .668 og sömuleiðis samband FríttT4 og T4 R = .798. TSH hafði hins vegar öfugt samband við T4R= .215 en samband TSH við aðrar mælingar var veikara. FríttT3 og T3 var lítillega tengt aldri. í seinni hópnum sem er meira valinn þá er samband FríttT3 og T3 mun veikara R = .239. FríttT4 og T4 eru enn í góðum tengslum og tengsl T4 og FríttT4 við FríttT4-index er af svipaðri styrkleikagráðu (R = .8). TSH virðist hins vegar hafa misst tengsl sín við T4 R = -.063. Vensl TSH við aðrar mælingar voru enn minni. Fjöldi tilfella þar sem gera þurfti TRH próf til frekari ákvörðunar á skjaldkirtilsstarfsemi var lítill. Niðurstöður þeirra prófa verða kynntar á þinginu. Niðurstöður þessar benda til að T4 og T3 mælingar séu fullnægjandi við skimleit á ofstarfsemi skjaldkirtils nema þegar sjúklingurinn hefur skýranlega ástæðu fyrir hækkun á bindipróteini t.d. hormónalyf, í þeim tilvikum er FríttT4-index næmara. Rannsóknin náði ekki að svara hverju FríttT3 bætir við. Næmi TSH mælinga virðist lítið í lægri gildunum í þeirri athugun sem hér var gerð en TSH mæling ásamt T4 mælingu er gagnleg við greiningu á vanstarfsemi kirtilsins. MÆLING Á TSI (THYROID STIMULATING IMMUNOGLOBULINS) í GRAVES SJÚKLINGUM. Leifur Franzson, Gunnar Sigurðsson. Rannsókna- og lyflækningadeildir Borgarspítalans. Allar líkur benda til þess að sjálfsónæmi sé helsta orsök á ofstarfsemi skjaldkirtils, (Graves sjúkdómur), þar sem líkaminn myndar mótefni af IgG gerð gegn TSH móttaka (receptor), á yfirborði skjaldkirtilsfruma og örvi á þann hátt starfsemi hans. Vitað er að mörg mótefni myndast í þessum tilvikum. Þau virka ýmist hvetjandi eða letjandi á móttakann. Önnur örva vöxt skjaldkirtilsins. Helsti myndunarstaður mótefnanna er að öllum líkindum í sjálfum skjaldkirtlinum. Ýmsar mæliaðferðir hafa verið þróaðar til mælinga á TSI. Þeim er það sameiginlegt að vera seinvirkar og vandasamar, þar sem unnið er með skjaldkirtilssneiðar eða frumur úr ýmsum dýrum. Við þessar mælingar var notuð RIA-aðferð, (radioimmuno assay), þar sem geislamerkt TSH er látið keppa um bindistaðina á uppleystum TSH móttaka við TSI úr sermi sjúklinganna. Tilgangur mælinga á TSI er að hjálpa til við greiningu og meðhöndlun á Graves sjúkdómi. Talið er að hár TSI títer fyrir lyfjameðferð og í lok hennar auki líkurnar á að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. TSI var mælt í sermi Graves sjúklinga er höfðu fengið geislavirkt joð annars vegar og lyfjameðferð hins vegar og þeim fylgt eftir. Verulegur munur kom fram í breytingum á TSI hjá fyrrgreinda hópnum. Magn TSI hélst næsta óbreytt hjá þeim er fengu geislavirkt joð, gagnstætt þeim er voru á lyfjameðferð, en þar féll magn TSI verulega, sem gæti samrýmst því að lyfin dragi úr framleiðslu á TSI. Af 14 sjúklingum með klínískan Graves sjúkdóm voru 12 með hækkað TSI. Það mældist ekki hjá þeim er höfðu aðra skjaldkirtilssjúkdóma. Frekari niðurstöður verða kynntar á fundinum. FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Á KRABBAMEINI í SKJALDKIRTLI Á ÍSLANDI 1955-1984 Jón Hrafnkelsson. Félag um innkirtlafræði og krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Á rannsóknartímabilinu voru skráð 526 krabbameinstilfelli í skjaldkirtli á íslandi. Af þeim greindust 98 (19%) fyrst við krufningu. Nýgengi þeirra 426 (81%) sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein út frá einkennum eða skoðun á rannsóknartímabilinu var 10,0 fyrir konur og 3,5 fyrir karla miðað við 100.000 á ári, sem er 2-3svar sinnum hærra en í nágrannalöndum okkar og með því hæsta sem gerist í heiminum. Vefjagreining lá fyrir hjá tæplega 99% tilfellanna. Algengasta vefjagerðin var papilliferum krabbamein (70,4%) síðan folliculare (16,0%), þá anaplastica (7,8%) og loks medullaris (3,0%) og óflokkaðir (1,7%). Ekki fundust tilfelli af arfgenga forminu af medullaris krabbameini hér á landi. Kringum 1965 kom fram veruleg auking á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hér á landi. Um svipað leyti bötnuðu lífslíkur verulega, æxlin greindust minni en áður og fleiri fundust við almenna læknisskoðun. Þessi aukining á nýgengi átti að verulegu Ieyti rætur að rekja til aukins fjölda greindra tilfella með papilliferum vefjagerð. Á síðustu árum hefur nýgengi aftur lækkað aðallega meðal kvenna. Krabbamein í skjaldkirtli á íslandi er algengara meðal kvenna en karla. Hlutfallið var 2,9/1 fyrir allt tímabilið en hlutur karla varð meiri eftir því sem á leið og síðustu fimm árin var hlutfallið 1,7/1. Þrátt fyrir aukinn fjölda greindra tilfella hefur dánartíðni af völdum skjaldkirtilskrabbameins lítið breyst á síðustu 30 árum. Tíu ára lífslíkur kvenna voru bestar við papilliferum vefjagerð 78%, síðan folliculare 69%, þá medullaris 67% og 0% við anaplastica vefjagerð. Meðal karla voru 10 ára lífslíkur bestar við folliculare vefjagerð 94%, síðan papilliferum 52%, medullaris 33% og með anaplastica vefjagerð 0%. Aldur við greiningu hefur áhrif á afdrif sjúklinganna. Nálægt 1% þeirra sem greindust fyrir 40 ára aldur hafa látist úr skjaldkirtilskrabbameini, 8% þeirra sem greindust á aldrinum 40-50 ára en 33% ef sjúkdómurinn greindist eftir 50 ára aldur. Beitt var tölfræðilíkani (»Cox proportional hazards analysis program«) til að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á lífslíkur sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein. Niðurstöður verða kynntar. BLÓÐSKILUNARSJÚKLINGUR MEÐ CALCIPHYLAXIS Páll Asmundsson, Guðmundur J. Elíasson, Hrafnkell Þórðarson. Lyflækningadeild Landspítalans. Lýst er ungri konu í blóðskilun (hemodialysis) með »tertier« kölkunarofstarfsemi (hyperparathyroidismus),

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.