Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 365 sem beðið hafði verið um þessar mælingar af einhverjum ástæðum (skimleit, eftirlit með skjaldkirtilsjúklingi o.fl.). Vensl einstakra niðurstaðna í þessum hópi voru síðan athuguð án þess að þau væru valin eitthvað frekar. Síðan voru rannsökuð 112 sýni þar sem einhver athugun hafði verið í efri kantinum (T4> 130 nmol/1, T3>2,9 nmol/1, TSH>5 m U/l). Niðurstöður benda til þess að í fyrri hópnum sé samband FríttT3 og T3 gott R= .668 og sömuleiðis samband FríttT4 og T4 R = .798. TSH hafði hins vegar öfugt samband við T4R= .215 en samband TSH við aðrar mælingar var veikara. FríttT3 og T3 var lítillega tengt aldri. í seinni hópnum sem er meira valinn þá er samband FríttT3 og T3 mun veikara R = .239. FríttT4 og T4 eru enn í góðum tengslum og tengsl T4 og FríttT4 við FríttT4-index er af svipaðri styrkleikagráðu (R = .8). TSH virðist hins vegar hafa misst tengsl sín við T4 R = -.063. Vensl TSH við aðrar mælingar voru enn minni. Fjöldi tilfella þar sem gera þurfti TRH próf til frekari ákvörðunar á skjaldkirtilsstarfsemi var lítill. Niðurstöður þeirra prófa verða kynntar á þinginu. Niðurstöður þessar benda til að T4 og T3 mælingar séu fullnægjandi við skimleit á ofstarfsemi skjaldkirtils nema þegar sjúklingurinn hefur skýranlega ástæðu fyrir hækkun á bindipróteini t.d. hormónalyf, í þeim tilvikum er FríttT4-index næmara. Rannsóknin náði ekki að svara hverju FríttT3 bætir við. Næmi TSH mælinga virðist lítið í lægri gildunum í þeirri athugun sem hér var gerð en TSH mæling ásamt T4 mælingu er gagnleg við greiningu á vanstarfsemi kirtilsins. MÆLING Á TSI (THYROID STIMULATING IMMUNOGLOBULINS) í GRAVES SJÚKLINGUM. Leifur Franzson, Gunnar Sigurðsson. Rannsókna- og lyflækningadeildir Borgarspítalans. Allar líkur benda til þess að sjálfsónæmi sé helsta orsök á ofstarfsemi skjaldkirtils, (Graves sjúkdómur), þar sem líkaminn myndar mótefni af IgG gerð gegn TSH móttaka (receptor), á yfirborði skjaldkirtilsfruma og örvi á þann hátt starfsemi hans. Vitað er að mörg mótefni myndast í þessum tilvikum. Þau virka ýmist hvetjandi eða letjandi á móttakann. Önnur örva vöxt skjaldkirtilsins. Helsti myndunarstaður mótefnanna er að öllum líkindum í sjálfum skjaldkirtlinum. Ýmsar mæliaðferðir hafa verið þróaðar til mælinga á TSI. Þeim er það sameiginlegt að vera seinvirkar og vandasamar, þar sem unnið er með skjaldkirtilssneiðar eða frumur úr ýmsum dýrum. Við þessar mælingar var notuð RIA-aðferð, (radioimmuno assay), þar sem geislamerkt TSH er látið keppa um bindistaðina á uppleystum TSH móttaka við TSI úr sermi sjúklinganna. Tilgangur mælinga á TSI er að hjálpa til við greiningu og meðhöndlun á Graves sjúkdómi. Talið er að hár TSI títer fyrir lyfjameðferð og í lok hennar auki líkurnar á að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. TSI var mælt í sermi Graves sjúklinga er höfðu fengið geislavirkt joð annars vegar og lyfjameðferð hins vegar og þeim fylgt eftir. Verulegur munur kom fram í breytingum á TSI hjá fyrrgreinda hópnum. Magn TSI hélst næsta óbreytt hjá þeim er fengu geislavirkt joð, gagnstætt þeim er voru á lyfjameðferð, en þar féll magn TSI verulega, sem gæti samrýmst því að lyfin dragi úr framleiðslu á TSI. Af 14 sjúklingum með klínískan Graves sjúkdóm voru 12 með hækkað TSI. Það mældist ekki hjá þeim er höfðu aðra skjaldkirtilssjúkdóma. Frekari niðurstöður verða kynntar á fundinum. FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Á KRABBAMEINI í SKJALDKIRTLI Á ÍSLANDI 1955-1984 Jón Hrafnkelsson. Félag um innkirtlafræði og krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Á rannsóknartímabilinu voru skráð 526 krabbameinstilfelli í skjaldkirtli á íslandi. Af þeim greindust 98 (19%) fyrst við krufningu. Nýgengi þeirra 426 (81%) sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein út frá einkennum eða skoðun á rannsóknartímabilinu var 10,0 fyrir konur og 3,5 fyrir karla miðað við 100.000 á ári, sem er 2-3svar sinnum hærra en í nágrannalöndum okkar og með því hæsta sem gerist í heiminum. Vefjagreining lá fyrir hjá tæplega 99% tilfellanna. Algengasta vefjagerðin var papilliferum krabbamein (70,4%) síðan folliculare (16,0%), þá anaplastica (7,8%) og loks medullaris (3,0%) og óflokkaðir (1,7%). Ekki fundust tilfelli af arfgenga forminu af medullaris krabbameini hér á landi. Kringum 1965 kom fram veruleg auking á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hér á landi. Um svipað leyti bötnuðu lífslíkur verulega, æxlin greindust minni en áður og fleiri fundust við almenna læknisskoðun. Þessi aukining á nýgengi átti að verulegu Ieyti rætur að rekja til aukins fjölda greindra tilfella með papilliferum vefjagerð. Á síðustu árum hefur nýgengi aftur lækkað aðallega meðal kvenna. Krabbamein í skjaldkirtli á íslandi er algengara meðal kvenna en karla. Hlutfallið var 2,9/1 fyrir allt tímabilið en hlutur karla varð meiri eftir því sem á leið og síðustu fimm árin var hlutfallið 1,7/1. Þrátt fyrir aukinn fjölda greindra tilfella hefur dánartíðni af völdum skjaldkirtilskrabbameins lítið breyst á síðustu 30 árum. Tíu ára lífslíkur kvenna voru bestar við papilliferum vefjagerð 78%, síðan folliculare 69%, þá medullaris 67% og 0% við anaplastica vefjagerð. Meðal karla voru 10 ára lífslíkur bestar við folliculare vefjagerð 94%, síðan papilliferum 52%, medullaris 33% og með anaplastica vefjagerð 0%. Aldur við greiningu hefur áhrif á afdrif sjúklinganna. Nálægt 1% þeirra sem greindust fyrir 40 ára aldur hafa látist úr skjaldkirtilskrabbameini, 8% þeirra sem greindust á aldrinum 40-50 ára en 33% ef sjúkdómurinn greindist eftir 50 ára aldur. Beitt var tölfræðilíkani (»Cox proportional hazards analysis program«) til að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á lífslíkur sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein. Niðurstöður verða kynntar. BLÓÐSKILUNARSJÚKLINGUR MEÐ CALCIPHYLAXIS Páll Asmundsson, Guðmundur J. Elíasson, Hrafnkell Þórðarson. Lyflækningadeild Landspítalans. Lýst er ungri konu í blóðskilun (hemodialysis) með »tertier« kölkunarofstarfsemi (hyperparathyroidismus),
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.