Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 66

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 66
366 LÆKNABLAÐIÐ sem fékk stóra drepbletti framan á bæði læri. Kölkungar voru fjarlægðir og hætti þá drepið að stækka. Tveimur árum seinna var grætt nýra í konuna og var serum og azathioprine beitt til að hindra höfnun. Þremur mánuðum seinna var lagfærð þrenging á slagæð ígrædda nýrans. Eftir þá aðgerð steyptist konan út í hraðstækkandi drepblettum, sem drógu hana að lokum til dauða. Lýst hefur verið nokkrum líkum tilfellum, flestum banvænum. Einkennandi fyrir þau öll virðast kalkútfellingar í veggjum smærri slagæða (arteriola), sem valda stíflu í æðum og drepi. Ofstarf kölkunga virðist oftast undanfari sjúkdómsmyndarinnar, en gjarnan virðast koma til aðrir útleysandi þættir (challengers). Tilfellin líkjast sláandi svökölluðum calciphylaxis, sem Selye kallaði fram í dýrum og lýsti sem nokkurs konar ofnæmi á ónæmisþátta. GARNAMEIN AF VÖLDUM GLUTEINA Nicholas J. Cariglia. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) greindust á árunum 1982 til 1986, átta fullorðnir sjúklingar með »gluten induced enteropathy«. Aldur sjúklinga er frá 23 til 51 árs, meðalaldur 33 ár. Sjö sjúklinganna eru frá Akureyri, einn frá Raufarhöfn. Tveir eru systkin. Fjórir höfðu haft niðurgang (hægðir oftar er þrisvar á dag). Sex reyndust hafa lága serum folinsýru og sjö lágt serum calcium. Aðeins fjórir sjúklinganna leituðu til magasérfræðings með einkenni sín, en hinir höfðu leitað til húðsjúkdómalæknis, kvensjúkdómalæknis, geðlæknis og skurðlæknis. Sjúkdómsgreiningin var í öllum tilfellum byggð á vefjafræðilegum breytingum í sýni frá ásgirni og góðri svörun við meðferð (Gluteinfrítt fæði) bæði klínískt og vefjafræðilega. Þessir átta sjúklingar eru þeir fyrstu, sem greinast með glúteinóþol hér á upptökusvæði FSA. RISTILSPEGLANIR GERÐAR Á FSA Á TÍMABILINU MAÍ 1980 TIL OKTÓBER 1985 Nicholas J. Cariglia, Trausti Valdimarsson. Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á ofangreindu fimm og hálfs árs tímabili voru gerðar 450 ristilspeglanir á FSA. Meðalaldur 62 ár, 238 konur og 212 karlar. Reynt var að komast í botnristil hjá átta af hverjum 10 og tókst það í 76 hundraðshlutum þeirra tilfella þar sem það var reynt. Algengasta ábendingin var blæðing frá meltingarvegi (25%). Mjög oft fengust mikilvægar upplýsingar, auk þess sem 185 separ voru fjarlægðir hjá 126 sjúklingum. Fjögur kirtilæxli (adenoma) voru með staðbundinn krabbameinsvöxt (carcinoma in situ) og var fjarlæging þeirra endanleg meðferð. Tæplega sjö af hverjum tíu sepum voru af þeim gerðum seem hafa tengsl við illkynja vöxt. Krabbamein greindist hjá 18 sjúklingum. Tíðni ristilkrabbameins hjá sjúklingum sem greinst hafa á FSA á tveimur sex ára tímabilum fyrir og eftir að ristilspeglun var gerð, hefur tvöfaldast. Einnig hafa fleiri sjúklingar greinst snemma, með sjúkdóminn á læknanlegu stigi. Dreifing sepa og krabbameina um ýmsa hluta ristilsins reyndist svipuð, það er oftast í endaþarmi og bugaristli, svipuð dreifing og í Bandaríkjunum árin 1969 til 1975 (áður en tíðnin fór að aukast í hægri hluta ristilsins). Alvarlegir fylgikvillar voru engir við sjálfar speglanirnar. Tíðni sepa hjá sjúklingum á upptökusvæði FSA reyndist mjög há og mun tíminn vonandi leiða í ljós gagnið af brottnámi þeirra. BRÁÐAR BLÆÐINGAR FRÁ EFRI HLUTA MELTINGARVEGA. KÖNNUN Á 157 SJÚKLINGUM Á LANDAKOTSSPÍTALA 1980-1984. Stefnir Svan Guðnason, Kjartan B. Örvar, Ólafur Gunnlaugsson, Tómas Árni Jónasson. St. Jósefsspítalinn Landakoti. Unnið er að afturvirkri rannsókn sjúklinga með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á Landakotsspítala 1975-1984. Greint verður frá bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árin 1980-1984. Á þessum fimm árum voru 157 einstaklingar til meðferðar á Landakotsspítala vegna bráðrar blæðingar frá efri hluta meltingarvegar. Þar af komu 12 oftar en einu sinni og voru innlagnir alls 174. Meðalaldur þessa hóps var 61 ár. Karlar voru í meirihluta, 61,5%. Algengustu sjúkdómsgreiningarnar voru: Magasár (31,5%), skeifugarnarsár (17,8%), gastritis erosiva (8,6%), Mallory Weiss syndrome (8,6%) og angiodysplasia (5,7%). Ekki fékkst sjúkdómsgreining í 12,1% tilfella. Magaspeglun var gerð í 93% tilfella, af þeim voru 81% speglaðir innan 24 tíma. Greiningarhæfni magaspeglunar var 87%. Skurðaðgerð var framkvæmd hjá 18,5% þeirra er lögðust inn, helmingur innan þriggja daga frá innlögn eða endurblæðingu. Dánartala var 9,6%. Dánartala þeirra sem fóru í skurðaðgerð var 24,1%. Meðalaldur þeirra sem létust var 76 ár og höfðu flestir annan alvarlegan sjúkdóm sem telja má að stuðlað hafi að dauða. Nánar verður rætt um þessar niðurstöður, greint frá dánarorsökum og gerður samanburður við niðurstöður annarra. BLÓÐHAGUR OG JÁRNBÚSKAPUR HJÁ VÖLDUM HÓPUM ÍSLENDINGA I. Uppbygging rannsóknar og niðurstööur mælinga. Jón Jóhannes Jónsson, Bjarni Þjóðleifsson, Vigfús Þorsteinsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Nikulás Sigfússon, Sigmundur Magnússon. Rannsókna- og lyflækningadeildir Landspítalans, Rannsóknastöð Hjartaverndar. Algengi járnskorts er mælikvarði á næringarástand þjóðar svo og gæði frumheilbrigðisþjónustu. Einnig er nú álitið að tíðni járnofhleðslu hjá Evrópubúum sé hærri en áður hefur verið talið. Því var ákveðið að kanna járnbúskap hjá völdum hópum fullorðinna íslendinga. Úrtakið var þrjú þúsund íslendingar, sem boðaðir voru í skoðun hjá Hjartavernd vegna svokallaðrar »MONICA«-rannsóknar. Þeir voru valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Aldursdreifing var 25-75 ára, 600 einstaklingar í hverjum aldurshópi. Helmingur var búsettur í Reykjavík en hinn í Árnessýslu. Kynjadreifing var jöfn. Þannig voru 750 einstaklingar í hverjum undirhópi hér á eftir:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.