Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 68

Læknablaðið - 15.12.1986, Side 68
368 LÆKNABLAÐIÐ SJÚKLINGAR ER LEITA TIL BORGARSPÍTALA VEGNA YFIRLIÐS: Kynntar verða niðurstöður ferilrannsóknar á orsökum yfirliða en rannsókn þessi stendur yfir á lyflækningadeiid Borgarspítalans Vilhelmína Haraldsdóttir, Jóhann Ragnarsson. Lyflækningadeild Borgarspítalans. Síðan í október 1985 hefur staðið yfir ferilrannsókn á lyflækningadeild Borgarspítalans á sjúklingum með yfirlið. Hér á eftir verða einungis kynntar niðurstöður fyrir fyrstu fimm mánuðina, sem rannsóknin nær yfir. Yfirlið var skilgreint þannig að um væri að ræða algjört meðvitundarleysi sem varaði í stuttan tíma og að sjúklingurinn fengi meðvitund á ný án sérstakra lífgunaraðgerða. Rétt er að geta þess að allir sem að höfðu þekkta krampa fyrir, voru útilokaðir úr rannsókninni. Nákvæm sjúkrasaga var tekin af öllum sjúklingunum og þeir skoðaðir með sérstöku tilliti til orsaka yfirliðs. Ákveðnar grunnrannsóknir voru gerðar á öllum sjúklingunum (blóðrannsóknir og hjartalínurit). Síðan voru frekari rannsóknir gerðar eftir því sem ástæða þótti til. Á þessu fimm mánaða tímabili (07.10.1985-07.01.1986) voru 50 sjúklingar athugaðir á lyflækningadeild Bsp vegna yfirliðs. Þar af 21 kona (42%) og 29 karlar (58%). Meðalaldur sjúklinganna var 50,8 ár. Sá yngsti var 16 ára og sá elsti 84 ára. Orsakir yfirliða skiptust þannig: Vasovacal yfirlið eða................... 18 Hyperventilation....................... _1_ 19 38% Cardiovasculer orsakir................... 8 16% Ortostatiska hypotensio................. 24 24% Sjúkdómar í miðtauagakerfi............. 3 6% Ýmsar aðrar orsakir...................... 2 4% Óþekkt orsök........................... _6^ 12% 50 Af þeim sjúklingum sem reyndust hafa cardiovasculer yfirlið voru flestir með hjartsláttartruflanir eða sex af átta. Hinir tveir höfðu aorta stenosu og hypertropiska obstruktiva cardiomyopathiu. Þeir sjúklingar sem höfðu orthostatiska hypotensio voru langflestir orthostatiskir vegna lyfja eða átta af tólf. Öll yfirliðin frá miðtaugakerfi reyndust við nánari athugun vera vegna krampa sem ekki var þekktur fyrir. Þessar niðurstöður eru mjög svipaðar og í erlendum rannsóknum. þó virðist orthostatisk hyoptensio og þá sérstaklega vegna lyfja vera algengari orsök hér en annars staðar. Til þess að greina orsök yfirliðs, koma nákvæm sjúkrasaga og nánari skoðun að mestu gagni. Nánari grein verður gerð fyrir rannsókninni. MEINAFRÆÐI ARFGENGS AMYLOID ÆÐASJÚKDÓMS í MIÐTAUGAKERFI ÍSLENSKRAR FJÖLSKYLDU Hannes Blöndal, Leifur Þorsteinsson. Rannsóknastofa Háskólans í líffærafræði, Rannsóknastofa Háskólans, Blóðbankinn. Tuttugu og sjö krufin tilfelli af arfgengum amyloid æðasjúkdómi í miðtaugakerfi voru athuguð. Heilar og aðrir vefir voru hertir í 10% formalíni til ljóssmásjárathugunar og í 2,5% glutaraldehyde til rafeindasmásjárathugunar. Meinvefjafræði var rannsökuð með hematoxylin-eosin litun, Congo red litun, immunofluorescence og í rafeindasmásjá (Philips EM300). Berum augum sáust í öllum heilunum útbreiddar, mismunandi gamlar og mismunandi stórar skemmdir, af völdum blæðinga. Heilastofn, litli heili og mæna voru hins vegar án sjáanlegra skemmda. Ljóssmásjárskoðun sýndi hyalinbreytingu í veggjum flestra smárra slagæða og slagæðlinga í mjúku heilahimnunum og í gráum og hvítum taugavef heila og mænu allra tilfellanna. Bláæðar og háræðar voru eðlilegar. Hyalinbreytingin er yfirleitt í öllum æðaveggnum, mest þó í miðlagi æðarinnar og veldur gjarnan þrengingu eða lokun æðanna. Önnur algeng breyting í sjúkum æðum er klofnun í miðlagi þeirra og/eða aðskilnaður innsta lagsins frá miðlaginu. Breytir þetta víða æðinni í tvöfalda pípu. Einstaka æðar í heilavefnum eru með staðbundið fibrinoid drep ásamt gúlmyndun á æðaveggnum. Afleiðingar æðabreytinganna eru drep- og blæðingarsvæði, af mismunandi stærð og aldri, í heilavefnum ásamt niðurbroti myelins og gliosis. Hyalinefnið í æðaveggjunum geislar sums staðar út í taugavefinn frá æðunum og vottur af því finnst stundum í mjúku heilahimnunum. Litast efnið rautt með Congo red og gefur grænt ljósbrot í poleriseruðu ljósi. Það gefur sterkjákvæða immunofluorescence svörun við kanínu antiserum gegn proteininu cystatin C. f rafeindasmásjá sést að hyalinefnið hefur þráðgerð, sem samrýmist gerð amyloids. Sjúkdómur þessi er frábrugðin amyloid æðasjúkdómi í miðtaugakerfi gamals fólks svo og þeim arfgenga amyloid æðasjúkdómi í miðtaugakerfi sem þekktur er í hollenskri fjölskyldu. EINFALT PRÓF TIL ATHUGUNAR Á GLÖPUM SJÚKLINGA Á LYF- OG ÖLDRUNARLÆKNINGADEILDUM Kristinn Tómasson. Geðdeild Landspítalans. Skýrt verður frá notkun á einföldu prófi til að kanna glöp eða greindarskerðingu (Mini-Mental-State-examination). Þetta próf er framkvæmt með stöðluðum spurningum er lúta að áttun, minni, athygli og málskilningi. Prófið var lagt fyrir 37 sjúklinga á öldrunardeild Borgarspítalans og 56 sjúklinga 60 ára og eldri á lyflækningadeild Landspítalans. Niðurstöður prófsins á öldrunardeild voru bornar saman við vinnugreiningar sérfræðings deildarinnar og í 26 tilvikum við tölvusneiðmyndir af höfði. Niðurstöður á lyflækningadeild voru bornar saman við álit aðstoðarlækna og hjúkrunarfólks. Stöðugleiki prófsins frá einum tíma til annars var jafnframt athugaður. Til samanburðar var prófið lagt fyrir 29 fullorðna vinnandi menn og 23 háaldraða einstaklinga, er búa sjálfstætt. Niðurstöður benda til þess að á öldrunardeild séu allt að 80% sjúklinga með einhver glöp ef miðað er við skilmerki höfunda prófsins. Við samanburð á tölvusneiðmyndum af höfði og prófinu virtist heilarýrnun vera í tengslum við lakari árangur á prófinu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.