Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 70
370 LÆKNABLAÐIÐ Einstaklingar sem voru sólgnir í nikótín (>5 á Fagerström skala) og fengu Nicorette B höfðu 54,2% líkur á að vera í reykbindindi eftir þrjá mánuði og eftir sex mánuði 33,3% líkur. Ef þeir fengu Nicorette A voru líkurnar 29,7% og 20,8%. Meðal þeirra sem fengu minna en sex stig á nikótínskala, var enginn munur milli og hópa. Niðurstöðurnar benda til að í hópi, sem valinn er á þann hátt, sem að ofan greinir, má með hópfræðslu, meðferðarsambandi og tyggjónotkun ná um 45% meðferðarárangri á tóbaksreykingum. Nicorette B sé virkt og gætir áhrifanna a.m.k. svo lengi sem lyfið er tekið. Athyglisvert er að þeim sem eru sólgnir í nikótín verður meira gagn af Nicorette B en þeim sem fá lága nikótínstigatölu. Eftir sex, níu og tólf mánuði var ekki marktækur munur milli og hópa að því er varðar reykbindindi í þessu hlutauppgjöri, en aðeins var mælt með eins til þriggja mánaða notkun á tyggjó. Mögulegt er að rétti notkunartíminn sé lengri og er þörf frekari athugunar með tilliti til þess hvort notkun lyfsins geti bætt langtíma árangur við meðferð reykinga. ERFÐAMÖRK í HVÍTBLÆÐI OG MERGÞURRÐ Á ÍSLANDI. Fylgni milli arfhreins HLA-B7, HLA-B40 og hvítblæðis og mergþurrðar Alfreð Árnason, Guðmundur K. Jónmundsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Inga Skaftadóttir, Leifur Þorsteinsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Guðmundur Eyjólfsson, Ragnheiður Fossdal, Ingibjörg Pétursdóttir, Ólafur Jensson. Erfðarannsóknadeild Blóðbankans, barnadeild Landspítalans, rannsóknadeild Landspítalans, lyflækningadeild Borgarspítalans. Rannsökuð voru 24 erfðamarkakerfi hjá 60 sjúklingum með hvítblæði, fimm sjúklingum með mergþurrð (aplastica anemia) og 158 af nánustu ættingjum. Sjúklingar skiptust þannig: 22 ALL, 21 AML, 10 CML, CLL og aplastisk anaemia. Fjörutíu og fimm sjúklingar voru greindir til arfðgerðar (genotypes) og 20 til svipgerða (phenotypes). Taflan sýnir tíðni HLA-B gerða, sem marktæk eru: Fylgni er ,á milli ofangreindra sjúkdóma og HLA-B7, B40, BF og GLO-l'. Auk þess er aukning í HLA-B62 í ALL. Tveir sjúklingar höfðu rauðkornahvítblæði og höfðu báðir HLA-B27. Það athyglisverðasta í þessum niðurstöðum er hið háa hlutfall B7/B7, B40/B40 og B7/B40 meðal sjúklinga. Er munurinn á sjúklingum og viðmiðunarhópi mjög marktækur í þessu tilliti. Ályktunin verður sú, að það sé »eitthvað« nátengt HLA-B7 og HLA-B40 sem stuðlar að hvitblæði og mergþurrð í hreinræktuðu formi. INTERFERON VIÐ LOÐFRUMU LEUKEMI. (HAIRY CELL LEUKEMI HCL) Guðmundur I. Eyjólfsson, Leifur Þorsteinsson, Ólafur Jensson. Lyflækningadeild Borgarspítalans, Blóðbankinn. Sjúklingur greindist með HCL í janúar 1984. Greining var gerð með phase microskopy, litun fyrir tartrat resistant súrum phosphatasa og með electromicroskopy á frumum. I upphafi var hann með blóðleysi 110 g/1, neutropeni 1,1 x 10’ í líter, thrombocytopeni 63.000, monocytopeni og mikið af HC frumum í blóði 9,6 x 10’ /líter. Splenectomia var gerð í febrúar 1984, miltað vó 2600 g. í nóvember 1985 var hafin Interferon meðferð, en þá voru hvít blóðkorn 31,2x lO’/líter og HC 23,5 x 10’ /líter. Hann fékk þrjár milljónir eininga af Interferon á dag, alls 140 skammta. Við Interferon meðferð hurfu loðfrumur úr blóði og merg, neutropenia og monocytopenia hvarf. Phenotypiskir eiginleikar frumanna koma heim og saman við lýsingar í litteratúrnum, að frumurnar hafi svipgerðar eiginleika B-lymphocyta og monocyta. Við Interferon meðferð hurfu þessar breytingar en umsnúið hlutfall THj./TBæ helst áfram eftir meðferðina. MYELOMA MULTIPLEX Á ÍSLANDI 1971-1985 Jón Baldursson, Guðmundur I. Eyjólfsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Sigmundur Magnússon, Sigurður Björnsson. Lyflækningadcild Borgarspítalans, rannsóknadeild Landspitalans, lyflækningadeild Landakots. Unnið er að rannsókn á tíðni myeloma multiplex hér á landi síðustu 15 ár. Stuðst er við krabbameinsskrána og farið yfir öll sjúkratilfelli, sem uppfylla skilmerki (criteria). Á tímabilinu hafa greinst 130 sjúklingar með Associations between HLA-B genotypes and leukemias and aplastic anemia in icelanders Leukemia + ALL AML CML CLL Apl. anemia Apl. anemia Control HLA-B antigcns no °7o no °7o no °7o no °7o no °7o no °7o no °7o 7/7................. 4 18.2 2 9.5 0 0.0 1 14.3 0 0.0 7 10.8 10 3.3 7/40................ 2 9.1 1 4.8 2 20.0 1 14.3 0 0.0 6 9.2 20 6.7 7/62................ 3 13.6 0 0.0 1 10.0 1 14.3 1 20.0 6 9.2 16 5.3 7/X................. 1 4.5 4 19.0 3 30.0 1 14.3 1 20.0 10 15.4 68 22.7 40/40............... 1 4.5 1 4.8 1 10.0 0 0.0 1 20.0 4 6.2 1 0.3 40/X................ 3 13.6 3 14.3 0 0.0 0 0.0 1 20.0 7 10.8 43 14.3 X/X ................ 8 36.5 10 47.6 3 30.0 3 42.8 1 20.0 25 38.4 142 47.4 Total 22 21 10 7 5 65 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.