Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 5

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 255-63 255 Þorsteinn Njálsson SKRÁNING OG VINNSLA SAMSKIPTA Á HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI Á HÓLMAVÍK 1. JÚLÍ 1985 TIL 30. JÚNÍ 1986 ÚTDRÁTTUR Grein þessi nær til eins árs skráningar á Heilsugæslustöðinni á Hólmavík frá 1.7. 1985 til 30. 6. 1986. íbúar eru 983 og samskipti áttu 89,2% á þessum tíma, alls í 4974 skipti, eða 5,1 samskipti á íbúa. Lýst er aðferðum við skráningu og uppsetningu Egilsstaðakerfisins (1) við heilsugæslustöðina. Hiklaust er hægt að segja, að Egilsstaðakerfið hafi sannað gildi sitt. Það gefur kost á skemmtilegri og aðgengilegri vandamiðaðri sjúkraskrá ásamt möguleika á tölvufærslu. Víða um land er nú þegar byrjað að safna upplýsingum af samskiptaseðlum í tölvur og vonar greinarhöfundur að þessi skrif verði læknum hvatning til að skoða upplýsingasafn sitt og jafnvel að koma því á framfæri. INNGANGUR í þessari grein er lýst hvernig komið er á vandamiðaðri og tölvutækri skráningu samskipta við sjúkraskýrslugerð á heilsugæslustöð, svokölluðu Egilsstaðakerfi (1). Starf þetta var unnið á heilsugæslustöðinni á Hólmavík í Strandasýslu, sem er starfssvæði eins læknis með tæplega 1000 íbúum. Skoðað er tólf mánaða tímabil skráningar, mynstur samskipta, tilefna, greininga og úrlausna. Notkun lyfja er skoðuð sérstaklega. Viðfangsefnið gefur ótal möguleika til að skoða og skilgreina starf á heilsugæslustöð. Góð útfylling samskiptaseðla og síðan úrvinnsla gefur lækni tækifæri til að meta starf sitt, gefur færi á sjálfsgagnrýni og umræðum milli samstarfsmanna, sem síðan hlýtur að koma fram í betra og ánægjulegra starfi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR I. Heilsugœsluumdœmið á Hólmavík tekur til Strandasýslu norðan Bæjarhrepps, sem er syðsti hreppur sýslunnar en vegna betri samgangna kjósa íbúar hans að tilheyra Hvammstangalæknishéraði. íbúar læknishéraðsins 1. desember 1985 voru 983 (2). Barst 25/04/1988. Samþykkt 01/07/1988. Greinarhöfundur starfaði á Hólmavík frá október 1984 til ágúst 1986. Þéttbýliskjarnar eru tveir í héraðinu, Hólmavík með 428 íbúa og Drangsnes með 111 íbúa. Heilsugæslustöðin er á Hólmavík. Frá henni eru um 70 km í syðstu byggð héraðsins en um 140 í nyrstu byggð. í héraðinu eru þrjár móttökur utan heilsugæslustöðvarinnar. Fyrst er að nefna heilsugæsluselið í Norðurfirði í Árneshreppi, en þar var opnuð aðstaða fyrir lækni sumarið 1985. Þjónar selið íbúum hreppsins, sem eru 145. Farið er á þriggja vikna fresti og dvalið einn til tvo daga eftir veðráttu. Þá er móttaka í Drangsnesi að ósk íbúanna en um 40 km eru milli Hólmavíkur og Drangsness. Farið er á tveggja vikna fresti og dvalið einn eftirmiðdag. íbúar Kaldrananeshrepps, sem sækja þessa móttöku, eru 186. Veturinn 1985-86 var byrjað með móttöku í Broddanesskóla að ósk tveggja syðstu hreppanna, en þangað eru ríflega 40 km. Farið er þangað mánaðarlega yfir vetrartímann. íbúar þessara tveggja hreppa eru 129. Á Hólmavík er stofumóttaka fjóra daga í viku, en fimmta daginn er farið á fyrrnefndar heilsugæslumóttökur. Þá er rétt að nefna að á Hólmavík er sjúkraskýli með tólf rúmum, sem fyrst og fremst eru notuð til aðhlynningar fyrir gamalt fólk, en gefa samt tækifæri á innlögnum til minniháttar aðhlynningar eða eftirlits, sem er einkar hagkvæmt í svo stóru héraði. Sumarið 1985 var tekin í notkun ný heilsugæslustöð á Hólmavík og varð þá öll aðstaða til fyrirmyndar og starfið léttist til muna. II. Skráning. Á Hólmavík hafði skráning samskipta verið í molum, vegna tíðra mannaskipta um árabil, þar sem sumir reyndu að skrá samskipti, en aðrir ekki. Fór greinarhöfundur til Hólmavíkur með því hugarfari, að koma lagi á skráningu og taka upp svokallað Egilsstaðakerfi (1) við skráningu samskipta, sem reynst hefur mjög vel víða um land. Egilsstaðakerfið er vandamiðuð

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.