Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 6

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 6
256 LÆKNABLAÐIÐ sjúkraskýrsla, sem notast við samskiptaseðla til skráningar og er á tölvutæku formi. Var unnið að þessu með góðri aðstoð Péturs Péturssonar á Bolungarvík, sem þá var héraðslæknir á Vestfjörðum. Samskiptaseðlar, mynd 1, voru strax teknir í notkun og vinna hófst við að semja heilsuvandaskrár, sem eru efnisyfirlit sjúkraskrárinnar og skráir heilsuvandamál íbúans, gömul sem ný. Heilsuvandaskrár voru unnar upp úr upplýsingum, sem fyrir lágu, þ.e. læknabréfum og samskiptum, sem skráð höfðu verið. Að kvöldi hvers starfsdags var farið yfir sjúkraskýrslur þeirra, sem höfðu leitað til læknis þann daginn og teknar saman heilsuvandaskrár. SAMSKIPTASEÐILL FÆÐINGARNÚMER NAFN HEIMILI □ RAÐAÐUR TlMI □ SKYNDIKOMA □ VAKT □ SlMTAL VIÐ □ SlMTAL VID □ VIÐTAL □ VIÐTAL VIÐ SJ MILLIG MANN ASTOFU MILLIG MANN □ VITJUN TIL SJ. □ SAMA VITJUN □ VITJUN A ANNARS SJ SJÚKRAHÚS □ SAMRAÐS- KVAÐNING □ FÆRSLA AN SAMSKIPTA DAGUR MAN AR KL HEILBRIGÐISSTARFSMAÐUR TILEFNI FLOKKUN 1 1 1 1 LÝSING HEILBRIGÐISSTARFSMANNS □ FRAMHALD A BAKHLIO □ FARSOTT □ ATVSJD □ AUKAV.LYFS GREINING RADNUMER U J FLOKKUN I l-l II I l-l I ÚRLAUSNIR 1. FLOKKUN I l-l I I I I I I 2. I l-l I I I I I I 3 ll-l I I I I I I 4. .. I l-l I I I I I I Fig. 1. Communication note (1). Að lokum voru allar skýrslur íbúa, sem ekki höfðu komið, tíndar út og yfirfarnar á sama hátt. Tók þetta starf ríflega þrjá mánuði. Á samskiptaseðlunum er gert ráð fyrir að settir séu kódar (1, 3) fyrir tölvufærslu tilefna, greininga og úrlausna. Var tekin upp sú regla að læknir setti kóda fyrir greiningar, en ritari fyrir tilefni og úrlausnir. Gekk þetta starf mjög vel, en mikill tími fór samt í þetta, sérstaklega að kynna sér innihald og möguleika mismunandi kódunar (1, 3). Tímann frá því að notkun samskiptaseðla hófst, þ.e. frá október 1984, til 1. júlí 1985 var ákveðið að telja aðlögunartíma. Skilgreint úrtak þessarar greinar nær til tólf mánaða, 1.7.85-30.6.86. Rétt er að undanskilja fyrstu mánuðina, því þann tíma tók að vinna upp skýrslur og mynda heilsuvandaskrár. Síðan tók við þjálfun starfsfólks, þar sem smám saman var bætt inn fleiri atriðum, eftir því sem þessu fleytti fram. Öll skráning fór fram á þann veg að samskiptaseðill, mynd 1, var útfylltur fyrir hvert erindi við starfsmann heilsugæslunnar, sem hafði vægi (minniháttar erindi, sem nefnd voru samhliða öðrum féllu framhjá skráningu). Mikilvægustu liðir samskiptaseðils eru tilefni samskipta (íbúa), greining (læknis) og úrlausnir (rannsókn og meðferð). Innihald seðilsins var svo vélritað á dagbókarblöð og seðlar geymdir til síðari tölvufærslu. Allar rannnsókir og upplýsingar af læknabréfum voru færðar á samskiptaseðla. Sérstaklega var gætt að því, að öll símtöl væru færð á samskiptaseðla, hvort heldur var á símatíma eða vakt. Það verður að teljast kostur við þessa upplýsingasöfnun, að 86,5170 samskipta voru í höndum eins aðila (greinarhöfundar). III. Vinnsla. Vinnsla fór fram á einkatölvu af gerðinni Tandon PCX með tuttugu megabyta hörðum diski. Landlæknisembættið útvegaði Heilsugæsluforrit Egilsstaðakerfisins (1). Greinarhöfundur og eiginkona hans slógu af samskiptaseðlum inn í tölvuna. IV. íbúar. Einstaklingar, sem féllu undir skoðunarhópinn, voru allir þeir, sem skráðir voru til heimilis á starfssvæðinu, en þar bjuggu, 1. desember 1985, 983 einstaklingar í sjö hreppum (2). í töflu I er sýnd skipting íbúa eftir kyni og aldri til enda þess tíma, sem úrtak þessarar greinar nær til. Þá er hlutfallsleg skipting milli aldurshópa sýnd ásamt skiptingu landsmanna 1. desember 1985 (2). Aldursskipting í héraðinu og á landinu í heild er samkvæmt töflu I mjög áþekk.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.