Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 40

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 40
280 LÆKNABLAÐIÐ Niðurstöður gleypnimælinga er svo hægt að reikna yfir í einingar (enzyme immunoassay units: EIU) eftir formúlu, sem tekur tillit til gleypnigilda prófsýnis og viðmiðunarsýna. Túlkun á fjölda eininga er sem hér segir: Undir 10 einingum...................neikvætt sýni 10-20 einingar.....................vafasvar 21-60 einingar....................lágjákvætt sýni 61-130 einingar......................jákvætt sýni Yfir 130 einingar............hájákvætt sýni. Öflun sýna. Sýni voru fengin úr blóðsýnasafni, sem til var á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði frá því 1979-1980, þegar miklu af sýnum var safnað úr konum til mælinga á mótefnum gegn rauðum hundum. Valin voru blóðsýni úr tveimur aldurshópum kvenna, 139 úr aldurshópi 27-32 ára og 137 úr aldurshópi 17-22 ára. Ekki var reynt að kanna búsetu- eða atvinnusögu kvennanna. Niðurstöður. Útkomur úr mælingum voru skýrar, ekkert sýni mældist milli 10 og 20 eininga, þ.e. vafasvar. Þrettán konur af 276 höfðu mótefni eða 4,7%. Tafla I sýnir útkomu úr hvorum aldurshópi fyrir sig. Tafla I. Niðurstöður úr mœlingum bogfrymlamótefna l sermi 276 kvenna. Aldurshópar Fjöldi Jákvæð svör Hlutfall 17-22 ................... 137 6 4,4 27-32 ................... 139 7 5,0 Alls 276 13 4,7 Ályktað var, að aðferðin væri auðveld í framkvæmd en efnið var hins vegar fulldýrt bæði vegna þáverandi hárra tolla á rannsóknavörum og lítilla möguleika á magnafslætti, þar sem endingartími efnisins leyfði ekki kaup til prófa í mörg ár. Nú hefur sýklarannsóknadeild Landspítala hins vegar samið um kaup á efni í sams konar próf frá öðru fyrirtæki á hagkvæmari kjörum og eignast ljósgleypnimæli. Er deildinni því ekkert að vanbúnaði lengur að mæla bogfrymlamótefni í serum með ELISA-aðferð. 2. Mælingar í sýnum frá Landspítala á Statens Seruminstitut 1981-1987 Efniviður. Á árunum 1981-1987 bárust tæplega 450 blóðsýni frá Landspítala til sýkladeildar með beiðni um mælingar á mótefnum gegn bogfrymlum. Á sýklarannsóknadeild voru sýnin útbúin til sendingar á Statens Seruminstitut en svarmiðar þaðan bárust viðkomandi sjúkradeildum. Flest sýnanna (325) voru frá kvennadeild og næstflest (103) frá barnadeildum. Frá öðrum deildum Landspítala bárust 14 sýni, svör fundust aðeins við átta þeirra og sýndu tvö lág mótefni, hin engin. Verða engar ályktanir dregnar af þeim sýnum og því ekki fjallað nánar um þau. Á kvennadeild gilda vinnureglur um það, úr hvaða konum blóðsýni skuli send til mælinga á mótefnum gegn bogfrymlum og eru þessar helstar (5): 1. Úr konum, sem misst hafa fóstur tvisvar til þrisvar eða oftar. 2. Úr konum, sem missa fóstur eftir 16. viku meðgöngu. 3. Úr konum, sem fæða andvana barn. Auk þess eru stundum send sýni úr konum, sem fæða veikt eða vanskapað barn eða fæða fyrir tímann. Þá kemur og fyrir, að send eru sýni úr konum, sem bogfrymlamótefni hafa fundist hjá áður. Á barnadeildum eru ekki fastar reglur um sýnatökur til mælinga á bogfrymlamótefnum, heldur er tekið sýni ef læknir telur barn hafa einkenni, sem gætu bent til bogfrymlasóttar (5). Með leyfi yfirlækna kvennadeildar og barnadeilda fletti annar höfunda (K.E.J.) sjúkraskrám sjúklinga, sem þessar deildir höfðu sent sýni úr. Af 325 sýnum frá kvennadeild fundust svör við 279 (86%) og af 103 sýnum frá barnadeildum fundust svör við 73 (71%). Frá kvennadeild var mestur hluti þeirra sýna, sem svör fundust við, úr konum sem misst höfðu fóstur (um 73%), nokkur hluti úr konum, sem fæddu andvana, vanheilt eða skammlíft barn (um 18%) og úr nokkrum voru sýni send af öðrum eða ótilgreindum ástæðum (um 9%). Þessar konur voru á aldrinum 16-43 ára, flestar 20-35 ára. Frá barnadeildum voru um 60% sýna úr nýburum með einhver veikindi, vanþrif eða vansköpun og um 40% úr eldri börnum, flestum á fyrsta ári, sem lögð voru inn vegna líkamlegs og/eða andlegs vanþroska. Flest sýnanna voru mæld með Sabin Feldman litarprófi (SF) og mörg einnig með komplímentbindiprófi (Kb) og/eða glitmótefnaprófi (IFAT). Jákvæð voru talin sýni, sem sýndu svörun í serumþynningu 1:10 eða meira í Iitar- og glitmótefnaprófum og í þynningu 1:2 eða meira í komplímentbindiprófi. Hvatatengt mótefnapróf (ELISA) hefur nýlega

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.