Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 42

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 42
282 LÆKNABLAÐIÐ Óljóst er hvort sýni eru send úr öllum konum, sem fæða vanheil börn. Ekki eru heldur neinar fastar reglur um sendingu sýna úr nýburum eða eldri börnum, heldur farið eftir ýmsum einkennum. Af svörum við sýnum úr börnum fundust aðeins um 70%. Af þessari athugun er því ekki heldur hægt að draga tölfræðilega ályktun um algengi bogfrymlasóttar í nýburum hér á landi. Hins vegar má teljast líklegt, að hún sé sjaldgæf, þar sem ekkert barn fannst sýkt af henni í þessum hópi. 3. Leit að bogfrymlasótt í sjúkraskrám Landspítalans Leitað var í sjúkdómaskrám lyflækningadeilda Landspítalans árin 1970-1986 og fannst enginn sjúklingur með greininguna bogfrymlasótt. Hins vegar hafa tveir sjúklingar legið á Borgarspítalanum eftir 1980 vegna þess sjúkdóms (7). Varðandi sjúklinga á kvennadeild kom í ljós, að kona, sem lág mótefni mældust hjá 1985, hafði samkvæmt læknabréfi frá Sankti Jósefsspítala, Landakoti legið þar á árinu 1980 vegna sjónhimnubólgu. Bogfrymlamótefni mældust þá lágjákvæð og var því talið mögulegt, að sjónhimnubólgan væri af völdum Tafla III. Niðurstöður bogfrymlamótefnamœlinga I sermi 108 fslendinga 1956 og aldursskipting þeirra. Sjá texta. Aldurshópar Fjöldi Jákvæð svör Hlutfal! 0-39 ..................... 84 6 7,1 40 ....................... 24 6 25,0 Alls 108 12 11,1 bogfrymlasýkingar. Ennfremur lá kona á kvennadeild 1978 vegna nýrnasýkingar í þungun og fékk auk þess sjúkdómsgreininguna: Obs. toxoplasmosis antea. Hún hafði verið búsett í Þýskalandi um tíma og 1975 eignaðist hún þar barn, sem tekið var með keisaraskurði vegna minnkandi fósturhreyfinga. Barnið dó 8 daga gamalt. Samkvæmt krufningarskýrslu frá Þýskalandi dó það úr bogfrymlasótt og fundust útbreiddar skemmdir i heila, hjarta og lifur. Tekið var fram, að konan hefði verið töluvert veik á meðgöngutímanum. Við leit í sjúkdómaskrám barnadeilda Landspítalans árin 1958-1986 fannst eitt barn með greininguna bogfrymlasótt, fætt i októberlok 1979. Barnið og móðir þess höfðu bogfrymlamótefni í þynningu 1:6.250 samkvæmt SF litarprófi og bæði höfðu IgM mótefni í þynningu 1:10. Þetta barn dafnaði vel og voru ekki finnanleg nein sjúkleg einkenni á fyrsta aldursári þess. Móðirin hafði verið lasin í tvær vikur á 7. mánuði meðgöngu. 4. Áður birtar niðurstöður úr mælingum á bogfrymlamótefnum í blóðsýnum frá islensku fólki 1. Mcelingar í Bandaríkjunum. Árið 1956 birtist grein eftir Feldman og Miller um mótefnamælingar gegn bogfrymlum í fólki frá ýmsum löndum, þar á meðal íslandi (8). Höfundar höfðu fengið 108 íslensk blóðsýni frá veirurannsóknastofu læknaskólans við Yale háskóla (J. R. Paul og D. Horstmann), en þangað hafa sýnin að öllum líkindum verið send til mælinga á mótefnum gegn mænusóttarveirum. Yfirlit yfir skráðar mcelingar bogfrymlamótefna í nokkrum hópum íslendinga. Ár Mælistaöur Fjöldi Hlut- Höfundur Aðferö Hópur jákv./alls fall heimild 1956 Bandaríkin Sabin-Feldman litarpróf börn og fullorðnir 12/108 n,i Feldman Miller (8) 1964 Danmörk Sabin-Feldman börn og fullorðnir 14/118 11,9 K.E.J. Siim (9) litarpróf með hita í Bæjarsp. starfsm. sláturhúsa 8/22 36,4 K.E.J. Siim (9) 1981 England Sabin-Feldman litarpróf blóðgjafar 38/208 18,3 Woodruff (10) 1981-1987 Danmörk Sabin-Feldman konur af kvennadeild 20/279 7,1 K.E.J. litarpróf og börn af barnadeild 5/73 6,8 núverandi rannsókn Komplímentbinding IFAT, ELISA Landspitala 1984-85 ísland ELISA konur (sýnasafn 13/276 4,7 K.E.J.ogÓ.Á. frá 1979) núverandi rannsókn

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.