Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 64

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 64
300 LÆKNABLAÐIÐ árin verði ekki leyfilegt að fjölga læknum á sjúkrahúsum í þéttbýli. Á sama tímabili verði ekki heldur leyft að setja upp nýjar læknastofur. Með þessu á að reyna að fá lækna á þá staði í strjálbýli sem erfitt hefur reynst að manna. (Ath.: Þessi tillaga hefur nú verið samþykkt í Stórþinginu. -bþ-). LANGUR BIÐTÍMI Lbl.: Er nægt framboð af sjúkrarúmum? T.M.: Árið 1975 voru rúmlega 20 þúsund rúm á sjúkrahúsum í Noregi, það samsvaraði 5,6 rúmum á 1.000 íbúa. Nú eru 16-17 þúsund sjúkrarúm í landinu eða um 4,2 á hverja 1.000 íbúa. Af þessum sjúkrarúmum eru eitt til tvö þúsund ónýtt og stafar það bæði af starfsmannaskorti og fjárhagsvanda viðkomandi sveitarfélaga. Rétt er að taka fram að hér er einungis um sjúkrahúsin að ræða, hjúkrunarheimili, endurhæfingarheimili eða önnur eru ekki talin með. Biðtími eftir sjúkrahúsvist er langur eins og víða annarstaðar og hefur það sett svip á stjórnmálabaráttuna í Noregi að undanförnu. Nú er reynt að skipuleggja betur það starf sem fram fer á sjúkrahúsunum með það fyrir augum að gera það skilvirkara. Fyrirhugað er að auka göngudeildarþjónustu frá því sem nú er. Enda hefur þróunin verið sú að þótt sjúkrarúmum hafi fækkað þá eru fleiri sjúklingar meðhöndlaðir á sjúkrahúsum. Legutími hefur styst og stöðugt fleiri njóta þjónustu á göngudeildum. Lbl.: Er nœgilegt framboð af hjúkrunar- og endurhœfingarstofnunum? T.M.: Hjúkrunar- og endurhæfingarplássum hefur fjölgað síðustu árin og eru nú milli 30 og 35 þúsund. Það eru um 6,5 hjúkrunarpláss á hverja 1.000 íbúa. Sveitarfélögin reka hjúkrunarheimilin og er samstarf á milli hjúkrunarheimilanna, heimahjúkrunar og félagsmálastofnana sveitarfélaganna. í mörgum sveitarfélögum sérstaklega í þéttbýli eru of fá hjúkrunarpláss. Það leiðir til þess, að eldri sjúklingar fylla æ fleiri rúm á sjúkrahúsunum vegna þess að í önnur hús er ekki að venda. Ástandið er verra í bæjum vegna þess að úti í sveitum er fremur reynt að leysa vandamálin innan fjölskyldunnar, þar eru fleiri konur heimavinnandi en í bæjum og leysa að hluta þörfina fyrir hjúkrunarheimili. í Noregi vinna 70-80% giftra kvenna úti þannig að ekki má búast við að þær leysi hjúkrunarvandamálið nema að litlum hluta. Lbl.: Hvernig er búið að geðlækningum i bæjum og sveitum? T.M.: Þar eins og annarstaðar hefur þróunin verið í átt til valddreifingar. í Stórþinginu er nú verið að ræða um aukna valddreifingu innan heilbrigðisþjónustunnar, þar er m.a. gert ráð fyrir að geðlækningar flytjist æ meir yfir á sveitarfélögin og verði alfarið komnar á þeirra ábyrgð 1. janúar 1991. Síðustu 10-15 árin hefur hjúkrunarheimilum fyrir geðsjúklinga fjölgað. Fylkissjúkrahúsin taka ekki við sjúklingum með langvinna geðsjúkdóma. Geðlækningum er nú mun meira sinnt en áður á göngudeildum. í nokkrum stærri héruðum er geðhjúkrun innan heimahjúkrunar. Þannig er reynt að gefa sjúklingum færi á að dvelja utan stofnana og njóta hjúkrunar heima. Þetta á ekki síst við um gamalt fólk sem þjáist af elliglöpum. EINKAVÆÐING Lbl.: Einkavæðing í lœknisþjónustu hefur verið nokkur í Noregi að undanförnu; er reiknað með að hún aukist? T.M.: Þróun einkavæðingar verður að skoða í ljósi stjórnmálaástandsins í Noregi. Frá 1981-83 og aftur 1983-86 voru ríkisstjórnir hægri og miðflokka við völd. Þær voru fylgjandi einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og gengið var frá áætlun þar að lútandi. í og við stærri borgir var mikill áhugi fyrir einkastofnunum, enda ganga einkasjúkrahús ekki nema þar sem íbúar eru margir. Krafan um einkavæðingu varð hávær ekki síst vegna óánægju með langa biðlista á sjúkrahúsunum. Raunar er aðeins um það að ræða, að sjúklingar sem tök hafa á, kaupa sig framhjá biðröðunum. í Noregi er pólitísk samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og einkavæðingin stríðir gegn þeim grundvallarhugmyndum. Það má segja að fremur sé deilt um hugmyndafræði en framkvæmd ákveðinnar stefnu. Fyrsta einkastofnunin sem komið var á fót var Ringcentret í Oslo, síðar bættist Klinik 8 við. Einnig var byrjað með röntgenstofu í einkaeign. Á Ringcentret eru engin sjúkrarúm þannig að sjúklingar liggja þar ekki, þar eru starfandi 20-30 sérfræðingar. Á Klinik 8 eru tvö sjúkrarúm. Vinnufyrirkomulag Iækna í Noregi er þannig að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.