Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 28
190 LÆKNABLAÐIÐ Valgarður Egilsson. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, frumulíffræðideild Rannsóknir á brjóstakrabbameinsæxlum hafa leitt í ljós miklar breytingar á erfðaefninu. Litningar hafa brenglast, sum gen stökkbreyst, tapast eða magnast upp (margfaldast) og tjáning annarra breyst. Rannsóknir beinast einkum að svonefndum onkógenum og anti- onkógenum (æxlisbæligenum) sem hvort tveggja eru talin vera einskonar stýrigen í frumuvexti. í æxlisfrumum brjóstakrabbameina hefur komið fram mögnun á genunum c-myc, erbB-2, int-2 og EGFR. Fylgni hefur fundist milli mögnunar á þessum genum og framvindu sjúkdómsins. I æxlisfrumunum finnast líka tíðar úrfellingar á æxlisbæligeninu RB á litningi 13 og á svæðum eins og 1 lp og 17p. Mjög áhugavert er að skoða þessa litningshluta nánar með tilliti til æxlisbæligena, til dæmis finnst æxlisbæligenið p53 á 17p bæði stökkbreytt og í óeðlilega miklu magni í brjóstakrabbameinsæxlum. A frumulíffræðideild RH í meinafræði hefur verið unnið að rannsóknum á æxlis- og blóðsýnum úr brjóstakrabbameinssjúklingum. Kynntar verða niðurstöður rannsókna á genabreytingum í æxlisfrumunum og hugsanleg tengsl þeirra breytinga við framvindu sjúkdómsins. ERFÐARANNSÓKNIR Á SYSTRUM MEÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN Höfundaix Aðalgeir Arason, Rósa Björk Barkardóttir, Óskar Þ. Jóhannsson, Nigel K. Spurr, Valgarður Egilsson. Frumulíffræðideild rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Imperial Cancer Research Fund, Clare Hall, UK Á frumulíffræðideild fer fram Ieit að genum sem orsaka arfgenga áhættu brjóstakrabbameins. Slík leit byggir á tengslaprófum (linkage analysis) í fjölskyldum, það er gen á hverjum litningi eru athuguð með tilliti til fylgni arfgerða við sjúkdóminn. Finnist tengsl má búast við að áhættugen sé staðsett á viðkomandi litningshluta. Til ákvörðunar arfgerða þarf hreinsað erfðaefni úr blóði. Vegna þess hve brjóstakrabbamein kemur tiltölulega seint fram á lífsferli er oft erfitt að ná blóðsýnum úr lykilpersónum hverrar fjölskyldu, svo sem foreldrum sjúklinga. Af þessum sökum og öðrum hentar hér sérstakt afbrigði tengslaprófa, þar sem einungis eru skoðaðir þeir fjölskyldumeðlimir sem fengið hafa sjúkdóminn (oftast systur). Þetta fækkar þeim sýnum sem skoða þarf úr hverri fjölskyldu og þýðir að fleiri fjölskyldur eru rannsakaðar samtímis. Rannsóknin tekur til 65 kvenna úr 29 fjölskyldum. Könnuð hafa verið tengsl gena á eftirfarandi litningssetum: Iq21-q23 (MUCl), 11 p 15.5 (HRAS) og Xp22.32-pter/Ypl 1.3 (DXYS75). Verið er að skoða langa arm 11. litnings. NÆM DNA TIL AÐ FINNA HVÍTBLÆÐISFRUMUR Höfundar: Ólafur Gísli Jónsson, R. Graham Smith. St. Jósefsspítali, Landakoti, University of Texas Southwestem Medical Center, Dallas, Texas, USA Til að bæta meðferð bráðahvítblæðis af eitilfmmuuppruna (acute lymphoblastic leukemia (ALL)) er meðal annars þörf á áreiðanlegum aðferðum til að finna fáar illkynja frumur á meðal mikils fjölda eðlilegra frumna. Venjulegar aðferðir í þessu skyni greina hvítblæðisfmmur ef þær eru 1-5% af heildarfrumufjölda sýnis. Við höfum því þróað aðferð, þar sem hlutar immunoglobulin gena eru notaðir til að aðgreina slíkar illkynja frumur frá heilbrigðum. Polymerase chain reaction (PCR) var notuð til að einangra endurröðun immunoglobulin gen hvítblæðisfmmna við greiningu sjúkdóms, og DNA basaröð þessara gena ákvörðuð. Stuttar DNA sameindir, svarandi til þessarar basaraðar, og því einkennandi fyrir hinar illkynja frumur, vom smíðaðar. Þessar stuttu DNA sameindir vom notaðar í endurtekinni PCR til að greina viðkomandi hvítblæðisfrumur innan um mikinn fjölda heilbrigðra fmmna. Var þannig með vissu unnt að finna 10 illkynja frumur í einni milljón heilbrigðra, það er 0.001% af heildarfrumufjölda. Engin PCR mögnun fékkst fram, ef eingöngu eðlilegar eitilfrumur eða óskyldar hvítblæðisfmmur voru í sýni. Þessi aðferð er því nothæf til að fylgja eftir sjúklingum með ALL, meðal annars til að greina relapse á byrjunarstigi og hugsanlega til að meta árangur meðferðar fyrr en ella og þannig gera meðferð markvissari. LÍÐAN FÓLKS INNANHÚSS EÐA HÚSASÓTT (SICK BUILDING SYNDROME) Höfundar: Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir, Soffía G. Jóhannesdóttir. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík Inngangur: Hér er sagt frá spumingalistakönnun sem gerð var til þess að athuga útbreiðslu og eðli kvartana fólks í húsunt þar sem ekki er iðnaðarstarfsemi. Efni og aðferðir: Spurt var um einkenni frá augum, nefi og öndunarfæmm, höfuðverk, hita, hroll, þreytu og húðeinkenni. Athugunin fór fram í tíu húsum. Spurt var hvort óþægindin kæmu fram í vinnunni. I niðurstöðum er greint frá tíðni slíkra einkenna sem bundin em við vinnustaðinn. Tilefni þess að spumingamar vom lagðar fyrir var stundum, að fólk hafði kvartað um óþægindi, en einnig var það gert að frumkvæði rannsakenda sjálfra án þess að vitað væri af vandamálum í húsunum. Niðurstöður: Húsin skiptust í þau sem vom gluggaloftræst og hús með vélrænni loftræstingu. I þeim fyrmefndu byggðist loftræstingin á opnanlegum gluggum og ekki var um að ræða rakagjöf eða vélræna endumýtingu loftsins. f húsunum með vélrænni loftræstingu var loft sogað úr herbergjum húsanna og leitt eftir stokkum til loftræstimiðstöðvar þar sem það var látið fara í gegnum ryksíur og nýju lofti að utan bætt við. Loftblandan var síðan hituð og eftir atvikum leidd gegnum rakagjafa og áfram í stokkum inn í vistarverur hússins á ný. Kvartanir frá húsum með vélrænni loftræstingu vom um tvisvar til tíu sinnum meiri en í gluggaloftræstu húsunum, nokkuð mismunandi eftir eðli kvartana. Umrœða: Niðurstöður þessarar rannsóknar em samhljóða erlendum rannsóknum. Hollustu húsin virðast vera þau, sem eru einfaldlega loftræst með opnanlegum gluggum og eru ekki með rakagjöfum. VILSANDI SJÓNULOS OG ÆTTGENGUR LUNGNAHÁÞRÝSTINGUR Höfundar: Ingimundur Gíslason, Einar Stefánsson, Friðbert Jónasson. Augnsjúkdómadeild, Háskóli íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.