Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 36
198 LÆKNABLAÐIÐ Fyrir alla bakteríustofna samanlagt var r=0.930. Munurinn á aðferðunum var lítill, um 0.1 klst. að meðaltali (<5=0.4). Þessar niðurstöður benda til þess að unnt sé að meta eftirhrif sýklalyfja á einfaldari og fljótlegri hátt en hefur verið gert með mælingum á C02-myndun baktería. RAUÐMUNNAVEIKI í LAXFISKI - FYRSTA GREINING Á ÍSLANDI Höfundar: Bernharð Laxdal, Herdís Sigurjónsdóttir. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, rannsóknadeild fisksjúkdóma, Keldunt I júlí 1990 greindist rauðmunnaveiki í fyrsta skipti á íslandi, á rannsóknadeild fisksjúkdóma að Keldum. Rauðmunnaveiki, sem á ensku er nefnd Enteric Redmouth Disease (ERM), er af völdum bakteríunnar Yersinia ruckeri. Sýkillinn Yersinia ruckeri, sem er af ætt iðrabaktería, veldur sjúkdómi meðal laxfiska í eldi og er hann talinn vera landlægur í Norður Ameríku auk þess sem rauðmunnaveikin hefur greinst víða í Evrópu, Suður Ameríku, Afríku og Ástralíu. Sjúkdómseinkennum verður lýst auk þess sem lífefna- og lífeðlisfræðilegir eiginleikar bakteríunnar verða kynntir og þeir bomir saman við erlenda Y. ruckeri stofna. EINANGRUN APIGENÍN-7-0-GLÚKÓSÍÐS ÚR ÍSLENSKUM VALLHUMLI (ACHILLEA MILLEFOLIUM L.) MEÐ MEDIUM PRESSURE LIQUID CHROMATOGRAPHY Höfundar: Sigurlaug Einarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands Rannsókn var gerð á efnasamsetningu fslensks vallhumals, Achillea millefolium L., einkum með tilliti til terpen sambanda í rokfimu olíunni og flavonóíð sambanda. Flavonóíð sambönd em útbreidd innan jurtaríkisins og hafa verið hagnýtt sem litarefni í matvæla- og lyfjaiðnaði og sem skordýraeitur. Rannsóknir hafa sýnt að sum flavonóíð geta haft krampalosandi verkun in vivo og á síðustu ámm hafa rannsóknir sýnt athyglisverðar æxlishemjandi verkanir flavonóíð sambanda. Frumathuganir sem gerðar voru á efnainnihaldi vallhumals með þunnlagsgreiningu (TLC) bentu til að flavonóíð sambönd væm til staðar í plöntunni. Við einangrun þessara efna var útdráttur (extraction) gerður á blómum (600 g) með metanóli í Soxhlet búnaði. Metanól lausnin var hreinsuð og síðan skilin með Medium Pressure Liquid Chromatography (MPLC). Kíselgel var notað sem burðarefni og skriðvökvi var blanda af klóróformi og metanóli (65:35). Mörgum fraktionum var safnað og úr tveimur þeirra var einangrað efni (30 mg) sem var endurkristallað í metanóli og þurrkað. Til að ákvarða efnabyggingu efnisins voru gerðar kjamarófsmælingar (Nuclear Magnetic Resonance; NMR). Tekin vom vetnisróf ('H NMR) og kolefnisróf (13C NMR). Einnig var tekið tvívíddarróf (two dimensional NMR) og sýndu niðurstöður að um apigenín-7-0-glúkósíð var að ræða. GREINING INNIHALDSEFNA í ÍSLENSKRI PURPURAHIMNU OG NYTJAÞÖRUNGI (NORI) FRÁJAPAN Höfundar: Guðhorg A. Guðjónsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla Íslands Rauðþörungar af Porphyra ættkvísl em mikið nýttir til manneldis í Japan og em seldir á Vesturlöndum, meðal annars hér á landi, undir heitinu »nori«. Við íslandsstrendur vex þömngur af Porphyra ættkvísl, svokölluð purpurahimna (P. umbilicalis). Kynnt verður aðferð sem þróuð hefur verið til að mæla askorbínsým í íslenskri purpurahimnu og japönsku »nori« með háþrýstivökvagreiningu (HPLC). Greining innihaldsefna í þörungum með háþrýstivökvagreiningu er vandasöm því í þörungunum er urmull efna sem hafa truflandi áhrif. Niðurstöður mælinganna sýna að mikil sveifla er á askorbínsýru innihaldi eftir því hvenær þömngurinn er tíndur. Purpurahimna sem tínd var í júlí inniheldur um 10 mg/100 g en septembersýni inniheldur 170 mg/100 g. Askorbínsýruinnihald í japönsku »nori« sem selt er hér á landi virðist breytilegt eftir sendingum, í einu sýni mældust til dæmis 16 mg/100 g, en í öðru sýni frá sama framleiðanda mældust 137 mg/100 g. »Nori« sem okkur barst beint frá Japan inniheldur álíka mikið og íslenska septembersýnið, eða 170 mg/100 g. Kynntar verða niðurstöður fmmefnamælinga á japönsku »nori« og íslenskri purpurahimnu. Talsverður munur er á frumefnainnihaldi þömnganna tveggja. Til að mynda er arsen innihald japanska þömngsins (33 ppm) margfalt meira en í þeim íslenska (6 ppm) og langt yfir þeim mörkum sem almennt gilda um hámarks leyfilegt magn arsens í fæðu. RANNSÓKNIR Á MJÚKRI AFLEIÐU STERA (STABILITY AND PHARMACOKINETICS OF A NOVEL SOFT CORTICOSTEROID) Höfundar: Þorsteinn Loftsson, Whei-Mei Wu, Jöm Dmstmp Larsen, Nicholas Bodor. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla Islands, Center for Drug Design and Delivery, University of Florida, USA Mjúk lyf eru líffræðilega virk efnasambönd sem brotna niður í líkamanum, gjaman í einu skrefi, í óvirk umbrotsefni, eftir að þau hafa haft tilætluð áhrif. Við hönnun mjúkra lyfja er leitast við að einfalda umbrotsferla þeirra og forðast myndun líffræðilegra virkra milli- og umbrotsefna. Þannig er reynt að skilja lyfhrifin frá eiturhrifunum og auka lækningastuðulinn (therapeutic index). Ein aðferðin við hönnun á mjúkum lyfjum er að samtengja afleiður af óvirkum (óeitmðum) umbrotsefnum þekktra lyfja sem hafa svipaða byggingu og þau (isosteric og isoelectronic). Þannig var óvirkt umbrotsefni prednisólóns notað sem kjami við samtengingu á mjúkri afleiðu barkstera (SC). Hópum var bætt á þennan kjama þannig að bygging hans líktist lyfjum í flokki barkstera. Jafnframt var veikbyggðu tengi komið fyrir í byggingunni þannig að aðalniðurbrotsefni SC var hinn upphaflegi kjami. Dreifing og útskilnaður (pharmacokinetic) SC vom rannsökuð í rottum og kanínum. Auk þess var flutningur SC í gegnum húð hárlausra músa mældur. Niðurstöður rannsóknanna sýna að bólgueyðandi áhrif SC eru sambærileg áhrifum betametasóns, en SC veldur minni aukaverkunum en betametasón. Unnt er að auka leysanleika SC í vatni með myndun SC-sýklódextrín- komplexa. Stöðugleiki SC í vatnslausn er viðunandi. í rottum er SC aðallega brotið niður í hinn upphaflega kjama. Þessi óvirki kjami er mjög vatnssækinn og skilst hratt út úr líkamanum. SC frásogast vel í gegnum lífrænar himnur.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.