Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 49

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 207 og Westem-blot til að Ieita að PrP í heilasýnum úr sauðfé. Tilgangurinn var tvíþættur, annars vegar að bæta greiningaraðferðina og hinsvegar ti! að athuga dreifingu SAF/PrP innan heilans. Allar kindur, sem höfðu dæmigerðar vefjaskemmdir reyndust SAF og PrP jákvæðar og að auki kindur sem höfðu sjúkdómseinkenni en engar vefjaskemmdir. Jafnframt fannst SAF og PrP í nokkrum kindum sem hvorki höfðu sjúkdómseinkenni né vefjaskemmdir. Þessar niðurstöður benda til þess að SAF og PrP séu fyrir hendi áður en vefjaskemmdir og/eða sjúkdómseinkenni koma fram og gætu því komið að haldi við greiningu sýkingar á meðgöngutíma. Rannsóknir okkar leiddu í ljós misdreifingu á PrP í heila. Mest fannst af því í litla heila en mjög lítið í hvítu stóra heila. Þannig skiptir það máli fyrir greiningu úr hvaða hluta heilans sýnið er tekið. SNÍKJUDÝRIÐ CRYPTOSPORIDIUM LANDLÆGT Á ÍSLANDI Höfundar: Matthías Eydal, Karl Skfrnisson, Sigurður H. Richter. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum Gródýrið Ctyptosporidium sp. er einfrumungur sem fer í menn og dýr og sýkir einkum ungviði. Sníkjudýrið fer í þekjufrumur í meltingarvegi, fjölgar sér þar og getur valdið niðurgangi, ógleði, uppköstum, kviðarverkjum, þyngdar- og vökvatapi. Smitun verður með saurmegnuðu vami eða fæðu. Venjulega ganga sjúkdómseinkenni yfir á um það bil viku en í einstaklingum með skertar ónæmisvamir verða sýkingar oft þrálátar. Engin lyf eru þekkt gegn Cryptosporidium. Á tilraunastöðinni að Keldum fara fram greiningar á sníkjudýrum í mönnum og í lok ársins 1985 var farið að Ieita sérstaklega að Cryptosporidium í þeim saursýnum sem berast. Síðan hafa fundist 15 tilfelli í mönnum. Síðastliðið vor hófust rannsóknir á ungviði fjölmargra dýrategunda víða um land. Alls hafa verið rannsökuð um 300 saurýni, mismörg eftir tegundum. Nú þegar hefur Cryptosporidium fundist í kálfum, folöldum, lömbum, hvolpum, kettlingum, minkahvolpum og kjúklingum, en auk þess hafa verið skoðuð sýni úr grísum, landselskópum og dúfnaungum. Fyrirhugað er að rannsaka á næstu mánuðum fleiri sýni og úr fleiri dýrategundum til að fá betra yfirlit yfir tíðni, dreifingu og smitleiðir Cryptosporidium. GREINING Á ARFGENGRI HEILABLÆÐINGU MEÐ DNA FJÖLFÖLDUNARTÆKNI (PCR) Höfundar: Sif Jónsdóttir, Magnus Abrahamson, Ástríður Pálsdóttir, Anders Grubb, Óiafur Jensson. Erfðafræðideild Blóðbankans, Klinisk Kemi deild, Háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, líffræðistofnun H.f. Arfgeng heilablæðing vegna cystatin C mýlildis (amyloid) hefur ríkjandi erfðahátt og einkennist af mýlildisútfellingum í mörgum vefjum líkamans. Alvarlegustu afleiðingamar eru heilblæðingar vegna mýlildisútfellinga í heilaæðum sem leiða í langflestum tilfellum til dauða á aldrinum 20-40 ára. Orsök þessa sjúkdóms má rekja til T-A punktbreytingar í táknröð tvö (exon 2) í cystatin C geni sem staðsett er á litningi nr. 20. Þetta stökkbreytta gen stýrir myndun á afbrigðilegu cystatin C próteini sem hefur amínósýruna glútamín (Gln) í stað leusín (Leu) í stöðu 68. Þetta veldur því að cystatin C fellur út í vefjum í formi mýlildisþráða. Hægt er að nema þessa stökkbreytingu með skerðibútagreiningu, því við hana tapast skerðistaður fyrir ensímið Alu I. Stökkbreytingin hefur nú fundist í níu íslenskum ættum. Fram til þessa höfum við beitt skerðibútagreiningu með »Southem blotting« tækni til greiningar á arfgengri heilabæðingu hjá sjúklingum og arfbemm. Nú höfum við hins vegar þróað fljótvirkari og einfaldari greiningaraðferð þar sem táknröð tvö í cystatin C geni ásamt aðliggjandi svæðum hennar em fjölfölduð með PCR-tækni (polymerase chain reaction) og síðan klippt með ensíminu Álu I. Koma þá fram þrír DNA bútar 29, 70 og 176 bp hjá einstaklingum með eðlileg cystatin C gen en arberar með arfgenga heilabæðingu hafa að auki 205 bp bút. Eitt hundrað og áttatíu einstaklingar hafa nú verið skimaðir fyrir ofangreindri stökkbreytingu í cystatin C geni með »Southem blotting« tækni og/eða PCR-tækni og er þar með talin ein fósturgreining. Tuttugu og fjórir sjúklingar og 10 einkennalausir ættingjar f áhættuhópi reyndust vera með stökkbreytt cystatin C gen en 95 óskyldir einstaklingar, 11 makar og 40 ættingjar reyndust hafa eðlileg cystatin C gen. RANNSÓKN Á ARFGENGUM BLÖÐRUNÝRUM Á ÍSLANDI MEÐ ERFÐATÆKNI Höfundar: Ragnheiður Fossdal, Páll Ásmundsson, Magnús Böðvarsson, Remi Spillaert, Ólafur Jensson. Erfðafræðideild Blóðbankans, blóðskilunardeild Landspítalans, líffræðistofnun H.I. Um 21% sjúklinga hér á landi sem þurfa meðferð í gervinýra em með arfgeng blöðmným (polycystic kidney disease, PKDl). Þetta er ríkjandi erfðasjúkdómur sem hefur breytilega sjúkdómsmynd innan sömu fjölskyldu en flestir greinast með algjöra nýmabilun um 50 ára aldur. Erfðaefnisrannsóknir erlendis hafa sýnt fram á tengsl sjúkdómsins við litning 16, á svæði sem er um 3-4 miljón basapör þráðhaftsmegin við alfa-globin genasvæðið á styttri armi litningsins (16pl3.3). Sjúkdómsgenið er ekki þekkt en með viðeigandi DNA þreifumm og Southem blotting til greiningar á erfðabreytileika nálægt því (RFLP), er hægt að fylgjast með hvemig meingenið og aðliggjandi DNA þess erfist. Rannsókn stendur nú yfir á arfgengum blöðmnýmm á íslandi, þar sem athuguð em tengsl sjúkdómsins við svæði á litningi 16 sem afmarkast af þreifumnum 3’HVR og 3-15. 3’HVR er einangraður af svæði, 8 kb (þúsund basapör) frá alfal-globin geninu, sem hefur mikinn erfðabreytileika vegna mismunandi fjölda endurtekinna basaraða (VNTR). 3-15 þreifarinn þekkir breytileika á DNA bút 4 milljón basabör þráðhafts megin við PKDl- genið. Hann greinir einungis tvær arfgerðir. Sama gildir um flesta aðra þreifara sem við notum og einangraðir hafa verið af svæðinu. DNA var einangrað úr blóði 29 einstaklinga frá tveim fjölskyldum og em í þeim hópi átta sjúklingar. I öllum tilfellum em greinileg tengsl 3’HVR arfgerða við sjúkdóminn. Sama gildir um 2BP5, 218EP6, 41-1 og 3-15 þreifara þar sem arfblendni var til staðar. Engin yfirvíxlun fannst milli arfgerða fyrmefndra þreifara og sjúkdómsins. Af rannsókninni hingað til má draga eftirfarandi álykanir:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.