Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 54

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 54
210 LÆKNABLAÐIÐ PTHrP: PEPTÍÐ SEM VELDUR HYPERKALSEMÍU Höfundar: Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Elín Ólafsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Rannsóknadeild Landspítalans, lífefnafræðistofa Háskóla fslands Parathyroid Hormone related Peptide (PTHrP) líkist parathyroid hormóni að virkni og að hluta tii byggingu og dregur nafn sitt af því. Það er talið vera einn aðalvaldur að HHM (humoral hypercalcemia of malignancy) og hefur það verið einangrað úr nokkrum tegundum krabbameina. Hjá heilbrigðum finnst það í húðfrumum (hlutverk óþekkt), í fylgju og/eða fóstri, þar sem það er talið auka kalsíum streymi til fósturs á meðgöngu. Einnig finnst það í mjólk í miklu magni (/rM). Hér er greint frá ákvörðun á PTHrP í mjólk, sermi og legvatnssýnum. Notaður var pakki frá Peninsula Laboratories og fengust svipaðar niðurstöður og aðrir hafa greint frá. Við höfum fengið mótefni frá þremur erlendum rannsóknastofum gegn mismunandi hlutum PTHrP og hafa þau verið notuð til uppsetningar á RIA og Delfia mæliaðferðum. 1 RIA er peptíðið merkt I125 en sú aðferð reyndist illa, þar sem peptíðið virðist missa bindigetu við merkingu. Delfia mæliaðferðin byggir á merkingu mótefnis með europium (Eu) og tókst sú merking vel. Er nú unnið að útfærslu þeirrar mæliaðferðar. SAMANBURÐUR Á MÓTEFNUM í HEILBRIGÐUM LÖXUM OG í LÖXUM SÝKTUM AF KÝLAVEIKI (.AEROMONAS SALMONICIDA UNDIRTEGUND ACHROMOGENES Höfundar: Bergljót Magnadóttir, Bjamheiður K. Guðmundsdóttir Bakterían Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes veldur kýlaveiki í Iaxfiski og er vandamál í íslensku fiskeldi eins og víða erlendis. Laxfiskar mynda sérvirk mótefni gegn mótefnavökum kýlaveikibakteríunnar en ónæmissvarið er veikara en til dæmis ónæmissvar spendýra. Ástæðan er talin vera að hluta til vegna þess hve ónæmiskerfi fiska er fmmstætt en einnig hefur verið sýnt fram á að vissir mótefnavakar Aeromonas salmonicida hafa bælandi áhrif á ónæmiskerfi fiska. Sem liður í rannsóknum á ónæmissvari laxa gegn mótefnavökum kýlaveikibakteríunnar var ákveðið að bera saman heildarmagn mótefna, heildarmagn sermispróteina og sérvirk mótefni tveggja sambærilegra hópa. Annar hópurinn var heilbrigður en hinn hópurinn var frá stöð þar sem kýlaveiki hafði verið viðloðandi vandamál um árabil og fiskamir greinilega sýktir. í ljós kom tölfræðilega marktæk hækkun á heildarmagni mótefna og sermispróteins í sýktum laxi miðað við ósýktan. Sérvirk mótefni gegn bakteríunni voru ekki mælanleg í ósýkta hópnum en tæplega 50% af sýkta hópnum hafði mælanleg sérvirk mótefni. Virknin var hinsvegar í öllu tilfellum lág. Yfirleitt voru þau sermi sem höfðu mælanlega sérvirkni, jákvæð gegn bæði frumubundnum og utanfrumu mótefnavökum. I einstökum fiskum var lítil tölfræðileg fylgni á milli heildarmagns mótefnis og sérvirkni gegn mótefnavökum bakteríunnar. Líkum er leitt að því að ósérvirk örvun á IgM framleiðslu, sennilega af völdum bakteríunnar, geti átt þátt í að bæla sérvirkt ónæmissvar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.