Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 373-8 373 Jakob Kristinssonl), Þorkell Jóhannesson, Ólafur Bjarnason2) DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM KOLOXÍÐEITRANA AF ÚTBLÁSTURSLOFTI BIFREIÐA 1971-1990 INNGANGUR Dauðsföll af völdum útblásturslofts bifreiða eru velþekkt víða um heim. A þetta ekki síst við í löndum, þar sem bílar eru almenningseign (1-4). Heilbrigðisskýrslur sýna, að hér á landi varð þessara dauðsfalla ekki vart að neinu marki fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn. I ritgerð, sem birtist í Læknablaðinu 1971 (5), var gerð grein fyrir átta dauðsföllum sem urðu með þessum hætti á árunum 1966-1970. I ritgerð þeirri, sem hér fer á eftir, verður sagt frá 94 dauðsföllum til viðbótar, sem urðu á tímabilinu 1971-1990. Þar eð dauðsföllum af þessu tagi hefur fjölgað mjög á undanfömum árum, þótti rétt að gera grein fyrir þeim á þessum vettvangi. EFNIVIÐUR Efniviður rannsóknarinnar eru 94 einstaklingar, 85 karlar og níu konur, sem létust á ámnum 1971-1990 úr koloxíðeitrun, eftir að hafa andað að sér útblásturslofti bifreiða. Fimmtíu og þrír þeirra fundust í bifreið, þar sem útblásturinn hafði verið leiddur inn í farþegarýmið gegnum slöngu en fjörtíu í lokuðum bílskúr eða öðru húsnæði, þar sem bifreið hafði verið skilin eftir í gangi. Einn fannst í tjaldi, en útblástur frá bifreið hafði verið leiddur inn í tjaldið gegnum slöngu. Tveir þessara einstaklinga voru með lífsmarki þegar að var komið. Voru þeir fluttir í spítala, en létust þar skömmu síðar. í 90 tilvikum var talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða, en óljóst var um fjögur. Meðalaldur hópsins var 40,6 ár. Yngstur var 16 ára piltur og elst 75 ára gömul kona. Málum þessum var öllum vísað af lögregluyfirvöldum til réttarlæknisfræðilegra og réttarefnafræðilegra rannsókna í rannsóknastofum í réttarlæknisfræði og lyfjafræði við Háskóla íslands. Frá 1)rannsóknastofu í lyfjafræöi, Háskóla íslands og 2)Ffannsóknastofu Háskólans viö Barónsstíg. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jakob Kristinsson. Fjöldi dauösfalla Mynd 1. Dauðsföll af völdum koloxíðeitrana af útblœstri bifreiða á Islandi á ttmabilinu 1971-1990. Svörtu súlurnar sýna dauðsföll, sem komu til rannsóknar í rannsóknastofu í réttarlœknisfrœði og rannsóknastofu í lyfjafrœði við Háskóla Islands. Hvítu súlurnar sýna dauðsföll (fimm talsins), sem voru af völdum koloxíðeitrunar samkvœmt dánarvottorðum, en komu ekki til rannsóknar. Ur dánarvottorðum (6) fengust upplýsingar um aldur, kyn og dánarár fimm einstaklinga til viðbótar, sem talið var að hefðu látist úr koloxíðeitrun af útblásturslofti bifreiða. Eru dauðsföll þessi sýnd á mynd 1 og tekin með efniviðnum í töflum I og II. Að öðru leyti er ekki um þau fjallað í þessari grein. AÐFERÐIR Koloxíðmettun blóðrauða var ákvörðuð í öllum tilvikum. Var það gert með ljósfallsmælingu í útfjólubláu ljósi (7). Einnig var ákvörðuð þéttni etanóls í blóði og þvagi, ef þvag var fyrir hendi. I málum, sem komu til rannsóknar 1973 og síðar, var etanól ákvarðað með gasgreiningu á súlu (8). I eldri málum (fimm talsins) var það gert með ADH- aðferð (9). í 27 tilvikum þótti ástæða til þess að leita að öðrum lyfjum eða eiturefnum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.