Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 38
382 LÆKNABLAÐIÐ á ári, sem er tvöfalt hærra en búast mætti við, miðað við aldur og kyn án hálsæðasjúkdóms (14). Arið 1991 birtust tvær tímamótagreinar, sem sýna fram á góðan árangur við aðgerðir vegna svæsinna (meira en 70%) þrengsla í hálsslagæð samfara einkennum sömu megin. Um er að ræða European Carotid Surgery Trialists’ Collaborative Group (ECST) (15) og North American Symptomatic Carotid Endarterectomy Trial Collaborators (NASCET) (16). I báðum rannsóknunum voru áhrif skurðaðgerðar könnuð; hjá sjúklingum sem höfðu fengið skammvinnt blóðþurrðarkast sömu megin og hálsæðaþrengslin voru, heilablóðfall sömu megin án eftirstöðva eða sjónudrep sömu megin, innan sex mánaða í evrópsku rannsókninni og innan þriggja mánaða í bandarísku rannsókninni. Samanburðarhópurinn fékk gott lækniseftirlit og aspirínmeðferð. Evrópska rannsóknin sýndi að aðgerðarhópurinn hafði 12% þriggja ára áhættu á heilablóðfalli, en samanburðarhópurinn 22% áhættu. Bandaríska rannsóknin sýndi að eftir tveggja ára eftirlit væri áhættan á heilablóðföllum 26% hjá samanburðarhópnum, en einungis 9% hjá aðgerðarhópnum. Rannsóknirnar sýna því ótvíræðan ávinning, þegar um meira en 70% þrengsli er að ræða, en enn er óljóst hvort ávinningur er að því að beita aðgerðum við 30% til 69% þrengsli og einkenni sömu megin, en báðar rannsóknirnar halda áfram með tilliti til þessa hóps. Ennfremur er mikilvægt að leggja áherslu á að niðurstöðurnar eiga ekki við einkennalausa sjúklinga. Skurðlæknir verður að sýna fram á lága dánartíðni og tíðni fylgikvilla til að geta gert kröfu til þess að ofanskráðar niðurstöður gildi fyrir sjúklinga hans. NIÐURSTAÐA Heilablóðföll voru á öldum áður talin koma frá æðri máttarvöldum og gegn þeim voru menn varnarlausir (17). Á síðustu árum hafa hins vegar komið fram mjög dýrmætar upplýsingar varðandi vamir gegn heilablóðföllum. Mikilvægastar eru upplýsingarnar um þýðingu þess að meðhöndla aldraða með slagbilsháþrýsting og/eða blandaðan háþrýsting, svo og upplýsingar um gildi léttrar warfarínlíkrar blóðþynningar í gáttaflökti. Aðgerð á sjúklingum með einkenni og meira en 70% hálsslagæðaþrengsli er árangursrík. Aspirín hefur verulegan ávinning í för með sér eftir blóðþurrðarköst, en ticlopidín er mikilvæg nýjung. Heilavemd er hugtak sem rís nú undir nafni. Pálmi V. Jónsson lyf- og öldrunarlœknir, Borgarspítala og Hrafnistu HEIMILDIR 1. Bonita R: Epidemiology of stroke. Lancet 1992; 339: 342-4. 2. SHEP Cooperative Research Group: Prevention of stroke by antihpypertensive drug treatment in older persons with isolated systolic hypertension. Final results of the Systolic Hypertension in the Elderly Program (SHEP). JAMA 1991; 265; 3255-64. 3. Dahlöf B, Lindholm LH, Hansson L, et al. Morbidity and mortality in the Swedish Trial in Old Patients with Hypertension (STOP-Hypertension). Lancet 1991; 338: 1281-5. 4. Chesebro JH, Fuster V, Halperin JL. Atrial fibrillation - risk maker for stroke. N Engl J Med 1990; 323: 1556-8. 5. Petersen P, Kastrup J, Helweg-Larse S, et al. Risk factors for thromboembolic complications in chronic atrial fibrillation: The Copenhagen AFASAK study. Arch Intem Med 1990; 150: 819-21. 6. The Stroke Prevention in Atrial Fibrillation Investigators. Stroke prevention in atrial fibrillation study: final results. Circulation 1991: 84: 527-39. 7. The Boston Area Anticoagulalion Trial for Atrial Fibrillation Investigators. The effect of low-dose warfarin on the risk of stroke in patients with nonrheumatic atrial fibrillation. N Engl J Med 1990: 323: 1505-11. 8. Conolly SJ, Laupacis A, Gent M, et al. Canadian atrial fibrillation anticoagulation (CAFA) study. J Am Coll Cardiol 1991; 18: 349-55. 9. Hirsh J. Low-dose oral anticoagulants. In: Alberst C, moderator. Stroke prevention in nonvalvular atrial fibrillation. Ann Intem Med 1991; 115: 728-9. 10. Rothrock JF. Hart RG. Antithrombotic Therapy in Cerebrovascular Disease. Ann Intem Med 1991; 115: 885-95. 11. Hass WK, Easton JD, Adams HP, et al. A randomized trial comparing ticlopidine hydrochloride with aspirin for the prevention of stroke in high-risk patients. Ticlopidine Aspirin Study Group. N Engl J Med 1989; 321: 501-7. 12. Gent M, Blakely JA, Easton JD. et al. The Canadian American Ticlopidine Study (CATS) in thromboembolic stroke. Lancet 1989; 336: 1215-20. 13. Grotta JC. Norris MD, Kamm MA, and the TASS Baseline and Angiographic Data Subgroup. Prevention of stroke with ticlopidine: Who benefits most? Neurology 1991; 42: 111-5. 14. Handelsman H. Carotid Endarterectomy (revised). Health Technology Assessment Reprots 1990; 5R: 1-13. July 1991, DHHS Publication No. AHCPR 91- 0029. 15. European Carotid Surgery Trialists’ Collaborative Group. MRC European Carotid Surgery Trial: interim

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.