Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Síða 47

Læknablaðið - 15.11.1992, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 391 ekki aðeins stutt tímaskeið heilsubrests heldur fela þau einnig í sér langtímameðferð, endurhæfingu, forvamir og eflingu heilbrigði. Heimilislæknir lætur sér jafnannt um heilbrigði sjúklingsins í víðustu merkingu og að greina og meðhöndla tiltekna sjúkdóma. B. Samþœtting við aðrar þjónustugreinar. Heimilislæknir tekur á sig persónulega ábyrgð á því, að sjúklingar hans og fjölskyldur þeirra fái notið margháttaðra úrræða heilbrigðiskerfisins og ryður tálmum úr vegi. Þetta hlutverk er samræmanlegt þátttöku annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem geta átt beina aðild að meðferð sjúklingsins. Starf og starfsvettvangur heimilislækna verða að falla vel að heilbrigðiskerfinu í heild, þar með talið að eiga nánar skilgreint samstarf við allar aðrar heilbrigðisstéttir, bæði utan og innan sjúkrahúsa, svo og samvinnu við viðkomandi sveitarstjómir og heilbrigðisyfirvöld. C. Umbjóðandahlutverkið. Heimilislæknirinn er talsmaður sjúklingsins gagnvart heilbrigðiskerfinu á hvaða stigi þjónustu sem er. Slíkt umbjóðandahlutverk felur í sér að heimilislæknirinn aðstoðar sjúklinginn og fjölskyldu hans við að eiga virka aðild að klínískri ákvarðanatöku. Meðferðaráætlun er borin undir sjúklinginn, og ber að taka fullt tillit til hagkvæmnisjónarmiða. Umbjóðandahlutverkið tekur einnig til samvinnu við stjómvöld og aðra ráðamenn til að tryggja að þegnar þjóðfélagsins geti átt sem jafnastan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. D. Upplýsingaforði. Heimilislæknirinn þarf að þekkja vel til sjúklinga sinna bæði að því er varðar læknisfræðileg og persónuleg atriði, þar sem þessar upplýsingar skipta jafnmiklu máli fyrir störf heimilislæknis. E. Samband lœknis og sjúklings. Sambandið milli læknis og sjúklings byggir á því að milli þeirra þróist gagnkvæmt traust. (Önnur hugtök, sem notuð eru til að tákna slíkt traust eru: Samningur, sáttmáli, gagnkvæmar skuldbindingar.) F. Aðgengileiki. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn skulu á öllum tímum eiga greiðan en tillitssaman aðgang að heimilislækni eða staðgengli hans.] G. Nýting heilbrigðisþjónustu. Vegna mikilvægis stöðu sinnar innan heilbrigðiskerfisins gegnir heimilislæknir lykilhlutverki í nýtingu á úrræðum heilbrigðisþjónustunnar, sem eru takmörkunum háð. H. Klínísk ákvarðanataka. Heimilislækningar greina sig frá öðrum sérgreinum í eftirfarandi atriðum: I. Heimilislæknir fæst oft við óskilgreind vandamál, sem ekki hafa verið greind áður, og annar eða aðrir læknar hafa ekki glímt við fyrst. 2. í mörgum tilvikum eru vandamál sjúklings þess eðlis að leggja má á það fullnægjandi mat án þess að gera nákvæma sjúkdómsgreiningu, eins og það orð er venjulega skilgreint, enda ekki nauðsynlegt í öllum tilvikum. Margar klínískar ákvarðanir verður því að taka án þess að nákvæm sjúkdómsgreining liggi fyrir. Þekking læknisins á sjúklingi á oft ríkan þátt í ákvarðanatökunni. Mjög oft skiptir mestu máli að útiloka alvarlegan sjúkdóm. 3. Algengi þeirra sjúkdóma, sem heimilislæknar fást við, er mjög frábrugðið því, sem sjúkrahúslæknar eiga við að glíma, hvort sem er inni á sjúkradeildum eða á göngudeildunt. Klínískar upplýsingar og einkenni hafa breytilegt forspárgildi eftir algengi sjúkdóma í samfélaginu. Þess vegna geta bæði sjúkdómseinkenni og rannsóknamiðurstöður haft annað forspárgildi í heimilislækningum en í spítalalækningum. 4. Heimilislæknar sjá oft sjúkdóma á byrjunarstigi áður en þeir taka á sig fullkomna ntynd. Þess vegna geta rannsóknir sem gagnast heimilislæknum, verið frábrugðnar þeim sem best koma að gagni á sjúkrahúsum. Þetta er vegna þess, að sértæki og næmi rannsóknanna breytist eftir því á hvaða stigi viðkomandi sjúkdómur er. í ljósi þessara hugleiðinga virðist frekar vafasamt að krefjast hefðbundinna hárnákvæmra sjúkdómsgreininga, sem nauðsynlegrar undirstöðu fyrir meðferð. Skylda heimilislæknisins er að forða skjólstæðingum sínum frá áhættu og lina þjáningar, og þetta útheimtir oftlega að nteðferð verður að hefjast áður en hárnákvæm

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.