Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1992, Side 49

Læknablaðið - 15.11.1992, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 393 Menntamálaráðuneytis og hinna ýmsu þátta heilbrigðisþjónustunnar til þess að marka sameiginlega stefnu varðandi fyrirkomulag kennslu, framkvæmd hennar og endurskoðun. 10. Tryggja að aðgengi læknadeildar sé þannig háttað, að nýliðun í læknastétt haldist í hendur við þjóðarþörf. 11. Auka möguleika allra heilbrigðisstétta til samhæfðs náms, rannsókna og þjónustu, þannig að þessir þættir nýtist til þjálfunar fyrir teymisvinnu. 12. Skilgreina ábyrgð og sjá fyrir úrræðum vegna símenntunar heimilislækna. Þessar meginreglur gilda hvar sem er í heiminum og skýra hversu nauðsynlegt er að heimilislækningar standi á föstum grunni innan hvers læknaskóla og hverrar læknadeildar. A síðustu árum hafa sumar læknadeildir tekið upp eftirfarandi: - Heimilislæknar taka þátt í kennslu læknastúdenta á sérdeildum sjúkrahúsa (stundum í formi samþættrar kennslu). - Kennsla fer fram í fræðilegum atriðum, er lúta beint að heimilislækningum. - Kennt er hvernig heimilislæknar geta gegnt hlutverki sínu best. - Kennt er sérstaklega um þau svið sjúkdóma sem snúa að heimilislæknum, og er þetta einn af meginþáttum námsefnisins. - Vandamiðuð kennsla sem byggir á kvörtunum sjúklingsins fremur en gangi hvers sjúkdóms. - Tilraunakennsla fer fram innan heilsugæslu til jafns við sjúkrahúsin. Þannig kynnast stúdentar ýmsum hliðum samfélagsins, svo sem félagslegum og menningarlegum, en auk þess ýmsum öðrum umhverfisþáttum. - Stúdentar gangast undir próf í heilsgæslugreinum, þar sem lagt er mat á hæfni þeirra til að sinna sjúklingum með algeng heilbrigðisvandamál, hvort sem þau eru sálræn eða félagsleg. FRAMHALDSMENNTUN, FAGLEG ÞJÁLFUN Heimilislæknar fást við margskonar áhugaverð og hvetjandi verkefni. Þessi verkefni tengjast miklu frekar umönnunarferli en sjúkdómsferli. Þau spanna meðal annars eftirtalda þætti: Forvamir, heilbrigðisfræðslu, kembirannsóknir, greiningu sjúkdóma á frumstigi, almennt mat heilsufars, meðferð, endurhæfingu, ráðgjöf, þjálfun í að hlusta, svo og að nýta tengslin sem skapast milli læknis og sjúklings. Þannig eru mjög margir þættir, sem heimilislæknar verða að tileinka sér og læra tökin á. Tileinkun þessara þátta mun bæta hefðbundna þekkingu í læknisfræði. Viðurkenningin á núverandi hlutverki og einnig framtíðarhlutverki heinrilislækna hefur gert það að verkum, að ljóslega er þörf fyrir sérstaka skipulagða námsbraut með vel afmörkuðum markmiðum. Rétt eins og aðrir sérfræðingar fá sína kennslu og menntun á viðeigandi sjúkradeildum spítala ættu heimilislæknar að hljóta sína menntun að verulegu leyti á heilsugæslustöðvum. ÞJÁLFUN í NÁMSLEIKNI Læknar verða að leggja meiri áherslu á að þjálfa sig í námsleikni bæði hvað varðar sjálfsmat, gæðatryggingu og símenntun. Unnt er að kenna og tileinka sér gagnrýna sjálfsvitund, meðvitund um eigin takmarkanir, svo og hæfileika til að kalla sér til aðstoðar aðra aðila sem tilheyra heilsgæsluteyminu, aðra aðila í samfélaginu, sérfræðinga og sjúkrahússtarfsfólk. Heimilislæknirinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem hluti yfirgripsmikils heilbrigðiskerfis, en ekki í einangrun. RANNSÓKNIR Vísindarannsóknir hafa ekki enn þróast nægilega innan heilsugæslunnar, en slíkar rannsóknir eru mjög aðkallandi og spennandi. Mörg svið þarfnast könnunar: Menntun: Brýn þörf er að kynna meginatriði heilsugæslunnar í námi læknastúdenta, framhaldsnámi lækna og í námsbrautum annarra heilbrigðisstétta. Má þar nefna heilsufar og heilbrigðisvandamál þjóðar, hegðun sjúkdóma almennt, áhrif áhættuþátta, klíníska ferlið, sambandið milli læknis

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.