Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993 ; 79: 257-9 257 Hörður Snævar Harðarson2), Einar Stefánsson1’ 2), Ingimundur Gíslason1), Friðbert Jónasson1) MIÐLÆG VESSANDI SJÓNULOS ÁGRIP Miðlægt vessandi sjónulos (central serous retinopathy) er augnsjúkdómur einkum í ungu og miðaldra fólki, er veldur sjóntapi sem yfirleitt gengur til baka. Við könnuðum nýgengi sjúkdómsins, einkenni, sjón, kyndreifingu og fleira hér á landi á 11 ára tímabili. Nýgengi sjúkdómsins er 0,6/100.000 íbúar/ár og hefur nýgengi ekki fyrr verið reiknað hjá heilli þjóð. Sjúkdómurinn er sjö sinnum algengari hjá körlum en konum. Sjúkdómurinn gengur yfirleitt til baka á tveimur mánuðum, en einn af fjórum fær hann aftur. Marktækt samhengi er milli slæmrar sjónskerpu í upphafi sjúkdóms og þess að fá sjúkdóminn aftur. INNGANGUR Miðlægt vessandi sjónulos (central serous retinopathy) er augnsjúkdómur, sem einkurn sést í ungu og miðaldra fólki (20-55 ára), sérstaklega karlmönnum. Sjónhimnulosið verður með vökvasöfnun undir sjónhintnu (1-7) á makúlusvæði og truflar sjón og sjónskerpu. Yfirleitt gengur sjónulosið til baka innan þriggja mánaða (1). Þó getur sjúkdómurinn tekið sig upp aftur (mynd la- c). Orsök sjúkdómsins er ókunn en getum hefur verið leitt að því að vökvasöfnunin verði vegna truflunar í frumum litþekju (einni eða fleiri), og vökvi leki frá æðahimnu (choroidea), gegnum litþekju (retinal pigment epithelium) inn undir sjónu (1). Einkenni eru bjöguð sjón og smækkuð sjóníntynd (metamorphopsia, micropsia) og skuggi í miðju sjónsviði. Skoðun augnbotna sýnir miðlægt sjónulos í makúlu, og æðamyndataka (fluoresceinangiography) (mynd la-c) sýnir leka í litþekju (1,2,5). Frá 1)augndeild Landakotsspítala og 2)læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfskipti Einar Stefánsson, augndeild Landakotsspítala, 101 Reykjavík. Meðferð er oftast óþörf enda gengur sjúkdómurinn yfirleitt sjálfkrafa til baka. I þrálátum tilfellum hafa barksterar verið reyndir, en nteð litlum árangri (4). Leysinteðferð hefur verið notuð í slíkum tilfellum og virðist flýta bata (3,5,6). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi, aldursdreifingu, kyndreifingu, meðferð og horfur í miðlægum vessandi sjónulosum á Islandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Úr gögnum augndeildar Landakotsspítala voru sóttar upplýsingar um þá einstaklinga, sem fengið höfðu miðlægt vessandi sjónulos á tímabilinu 1981-1991. Greiningin var staðfest með skoðun flúóresín-æðamynda sem sýndu dæmigerða mynd, það er punktleka flúóresíns undir sjónhimnu (1) (mynd lb-c). Skráður var aldur við komu, einkenni, sjónskerpa á mismunandi tímum og kyndreifing. Einnig var skráð hvort viðkomandi fékk meðferð og þá hvaða, og hvort sjúkdómurinn tók sig upp aftur (sjá Mynd la. Litmynd af augnbotni í sjúklingi með miðlœgt vessandi sjónulos. Disklaga sjómdos í makúlu er auðkennt með örvum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.