Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 285 sumum þeirra barna sem lögð voru inn á barnadeildirnar hafi verið vísað þangað frá deildum Borgarspítalans, en ekki er vitað um hlutfall þeirra. Þegar litið er á þann hóp barna sem lagður var inn á barnadeildimar, er athyglisvert hátt hlutfall yngstu bamanna. Hlutfall kynja, 37% stúlkur og 63% piltar, er sambærilegt við það sem lýst var í fyrri rannsókn (3). Þetta hlutfall kynjanna er alþekkt úr rannsóknum á slysum bæði hérlendis og erlendis (1,6,12). Rétt er þó að benda á að í aldursflokknum fimm til níu ára er áberandi minnstur kynjamunur. Og kynjamunur er alls ekki augljós þegar litið er til alvarlegustu áverkanna. Fleiri stúlkur en piltar reyndust í yngsta aldurshópnum á Landspítalanum, piltar og stúlkur voru álíka mörg á gjörgæsludeild Borgarspítalans og fleiri stúlkur en piltar létust á tímabilinu af völdum heilaáverka. Hvað alvarleika áverka varðar kom í ljós að um helmingur barnanna sem lagður var inn á Borgarspítalann var talinn með það vægan áverka að hann gisti gæsludeild um sólarhring. Gera má ráð fyrir að börn með alvarlegustu áverkana séu lögð inn á gjörgæsludeild. Hlutfall þessara barna er nú aðeins 6% og hefur lækkað úr 20% 1973-1980. Þessi niðurstaða ásamt flokkun eftir ICD númerum gefur til kynna að alvarlegum heilaáverkum meðal barna hafi fækkað. Hátt hlutfall yngri barna á gjörgæsludeild er eftirtektarvert, og einnig það að sé miðað við lengd innlagnar og ICD númer koma hlutfallslega mörg ung börn á Landspítalann með alvarlega heilaáverka. Að meðaltali komu aðeins eitt til tvö börn til greiningar, þjálfunar og endurhæfingar á ári hverju. Endurhæfing beindist aðallega að þeim börnum sem slasast höfðu alvarlega og sýndu merki líkamlegrar og vitrænnar skerðingar. Það voru fyrst og fremst Landspítalinn og Reykjalundur sem sinntu endurhæfingu þessara barna. Niðurstöður rannsókna í Danmörku (13) benda til þess að mun fleiri böm gætu þarfnast aðstoðar eða endurhæfingar vegna vitrænnar skerðingar af völdum heilaáverka. Ekki er vitað hver þörfin er hérlendis, en rannsókn, sem nú stendur yfir á heila- og taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans og nefnd var áður, beinist meðal annars að þessu atriði. Spyrja má hvort fækkun innlagna stafi af raunverulegri fækkun höfuðáverka eða hvort viðmið varðandi innlögn á spítala eða deildir hafi breyst. Breytt viðmið kunna að ráða einhverju, en engu að síður bendir ofangreind athugun til þess að höfuðáverkum bama, sem leiða til innlagna, hafi fækkað umtalsvert hérlendis og að minna sé nú um alvarlega áverka en áður. Leiða má líkum að því að hér megi merkja áhrif fyrirbyggjandi aðgerða og slysavama, svo sem aukinnar notkunar bflstóla og belta, endurskinsmerkja og hjálma. Hér má trúlega einnig þakka aukinni aðgát uppalenda, umferðarfræðslu í skólum, áróðri og fræðslu í fjölmiðlum og bættri umferðarmenningu. Þessar aðgerðir virðast sérstaklega hafa dregið úr slysatíðni meðal eldri barna. Hins vegar vekur nú athygli tiltölulega hátt hlutfall höfuðáverka barna undir fimm ára aldri. Einnig er hátt hlutfall alvarlegra áverka meðal yngri barnanna eftirtektarvert og áhyggjuefni. Heilaáverkar eru allt of tíður örlagavaldur í lífi barna og framhald og þróun fyrirbyggjandi starfs er því nauðsyn. Nú er ekki hvað síst þörf á markvissu fyrirbyggjandi starfi til að draga úr höfuðáverkum meðal ungra barna. Beina þarf fræðslu til uppalenda, auka eftirlit með ungum börnum og kenna þeim að varast hættur umhverfisins eftir því sem þau hafa þroska til. ÞAKKIR Höfundar þakka Rúnari Sigfússyni forstöðumanni og Ingibjörgu Richter á tölvudeild Borgarspítalans fyrir veitta aðstoð, svo og Láru Alexandersdóttur á tölvudeild Landspítalans og Þómnni Bergþórsdóttur ritara á Landakoti. Höfundar þakka einnig Bjarna Hannessyni yfirlækni á heila- og taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans, Brynjólfi Mogensen yfirlækni og Önnu Stefánsdóttur lækni á slysadeild, Ólafi Jónssyni yfirlækni á gjörgæsludeild og Asgeiri B. Ellertssyni yfirlækni Grensásdeildar. Ennfremur em þakkir færðar Víkingi Arnórssyni prófessor, bamadeild Landspítalans, og Ama V. Þórssyni yfirlækni og Sævari Halldórssyni barnalækni, bamadeild Landakots. Að síðustu em þakkir til Hauks Þórðarsonar yfirlæknis Reykjalundi og Stefáns J. Hreiðarssonar forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rfldsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.