Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 48
NÚ HAFA ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA FENGIÐ LOSEC VIÐ SÁRSJÚKDÓMUM I MELTINGARRERUM ár gróa og verkurinn hverfur á stuttum tíma hjá flesturh sjúklingum. Stuttur meðferðartími og góð svörun gerir Losec ódýrara en í fljótu bragði virðist. STUNGULYFSSTOFN iv; Hvert hettuglas inniheldur: Omeprazolum natríumsalt, samsvarandi Omeprazolum INN 40 mg. SÝRUHJÚPHYLKI; Hvert sýruhjúphylki inniheldur: Omeprazolum INN 20 mg. Eiginleikar: Lyfið blokkar prótónupumpuna (K+, H+-ATPasa) í parietalfrumum magans. Lyfið dregur þannig úr framleiðslu magasýru, bæði hvildarframleiðslu og við hvers kyns örvun. Lyfið frásogast frá þörmum á 3-6 klst. og er aðgengi nálasgt 35% eftir einstakan skammt, en eykst i 60% við stöðuga notkun. Hvorki matur né sýrubindandi lyf hafa áhrif á aðgengi lyfsins. Próteinbinding í blóði er um 95%. Helmingunartimi lyfsins f blóði er u.þ.b. 40 mínútur, en áhrif lyfsins standa mun lengur en þvi samsvarar og er talið, að verkunin hverfi á 3-4 dögum. Lyfið umbrotnar algerlega aðallega í lifur og skiljast umbrotsefni að mestu út með þvagi. Ábendingar: Sársjúkdómur i skeifugörn og maga. Bólga i vélinda vegna bakflæðis. Zollinger-Ellison heilkenni (syndrome). Æskilegt er. að þessar greiningar séu stað- festar með speglun. Frábendingar: Engar þekktar. Aukaverkanir: Ógleði, niðurgangur, hægðatregða, vindgapgur. Höfuðverkur. Fáeinir sjúklingar hafa fengið útbrot. Milliverkanir: Ómeprazól getur minnkað umbrotshraða díazepams, warfarins og fenýtóíns í lifur. Fylgjast skal með sjúklingum, sem fá warfarin eða fenýtóin og getur verið nauðsynlegt að minnka skammta. Eiturverkanir: Einstakir skammtar, sem nema 160 mg (inntöku eða 80 mg í æð. þolast vel. Athugið: Vegna takmarkaðrar reynslu af notkun lyfsins er einungis mælt með skammtimanotkun. ekki langtímanotkun. Ekki er ráðlegt að gefa lyfið á meðgöngutima og við brjóstagjöf nema brýn ástæða sé til. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylki: Skeifuqamarsár: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag i 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið. má halda meðferð áfram í 2 vikur i viðbót. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð. hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og sárið gróið, oftast innan 4 vikna. Maqasár Venjulegur skammtur er 20 mg á dag i 4 vikur. Hafi sárið ekki gróið, má halda meðferð áfram i 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og sárið gróið, oftast innan 8 vikna. Bólqa i vólinda veqna bakflæóis: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag i 4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast, má halda meðferð áfram i 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og bólgan læknast. venjulega innan 8 vikna. Zollinqer-Ellison heilkenni (syndrome): Venjulegur skammtur er 60 mg einu sinni á dag. Finna þarf hæfilega skammta hverju sinni, en þeir geta verið á bilinu 20-120 mg á dag. Fari dagsskammtur yfir 80 mg þarf að skipta honum i tvær lyfjagjafir. Stungulyfsstofn: I upphafi meðferðar má nota stungulyfið handa sjúklingum, sem eiga erfitt með að taka lyfið inn. Venjulegur skammtur er 40 mg i æð einu sinni á dag. Ekki skal blanda lyfinu saman við innrennslislausnir. Lyfið skal gefa rólega i æð og á gjöf lyfsins að taka a.m.k. 2V$ minútu. Leysir fylgir stungulyfsstofninum og má ekki nota annan leysi. Tilbúna lausn skal nota innan 4 klst. frá blöndun. Skammtastærðir handa börnum: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum. Pakkningar: Stungulyfsstofn iv: (hgl. 40 mg + leysir) x 1. Sýruhjúphylki: 14 stk; 28 stk. Framleióandi: Hássle. Umboósaðlli: Pharmaco. *Meöalnotkun ágúst-nóvember 1990: 14.070 DDD (20 mg) á mánuði. ASTIM IASTRA ÍSLAND I

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.