Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 22
274 LÆKNABLAÐIÐ fram að sleglaskiptin eru verulega þykknuð í HVS-hópnunt og mældust að meðaltali 22 mm en um 10 mm í hinum hópnum. Vídd vinstri slegils reyndist greinilega minni hjá HVS- konunum en vídd vinstri gáttar, vöðvamassi og styttingarhlutfall var aukið borið saman við hópa A og B enda hefur því áður verið lýst þannig meðal karla með HVS (1,3). Sautján konur úr hópi A höfðu veggþykkt 13- 14 mm, 12 þeirra reyndust hafa hækkaðan blóðþrýsting, tvær höfðu ósæðarlokuþrengsli en þrjár höfðu hugsanlega vægt form af HVS þótt veggþykkt næði ekki 15 mm. Frá þeim tíma er fyrsta skoðun fór fram og til loka rannsóknar okkar þann 1. desember 1989 höfðu 100 konur af 3922 skoðuðum látist. Þar af höfðu 18 (4,7%) látist úr hópi A með afbrigðilegt hjartarit en 82 (2,3%) úr hópi kvenna með eðlilegt hjartarit (tafla IV). Hlutfallsleg áhættuaukning vegna afbrigðilegs hjartarits reyndist 2,2 (p<0,01). Krufningar voru gerðar í 42 tilvikum. í krufningagögnum fundust fimm konur sem taldar voru með vefjafræðileg merki um HVS (tafla V). Ein þeirra hafði greinst í lifanda lífi með HVS. Tvær höfðu látist skyndilega en þrjár létust hins vegar úr óskyldum (illkynja) sjúkdómi. Dánarvottorð voru skoðuð hjá hinum 58 þar sem krufning hafði ekki verið gerð en ekki fundust fleiri konur með HVS. Reiknað algengi og 95% vikmörk fyrir HVS, sem greindist við ómskoðun hjá fjórum af 273 konum með afbrigðilegt hjartarit, er 1,5% (0,4-3,8%) en reiknast 1,4% (0,5-3,3%) ef miðað er við fimrn af 358 konum með afbrigðilegt hjartarit (ómun og krufninganiðurstöður). Meðal þeirra 76 kvenna með eðlilegt hjartarit fannst engin, það er 0% (0-3,9%) og reiknað heildaralgengi í öllu þýðinu er þá 0,14% (0,04-3,9%). Erfitt er að meta nákvæntlega heildarfjölda kvenna með HVS í öllu þýðinu þar sem einungis lítill hluti kvenna nteð eðlilegt hjartarit var skoðaður, en við reiknuðum lágmarkstíðni ntiðað við þær fjórar sem fundust við krufningu úr hópi 3564 og gefur það tíðnina 0,11% (0,03-0,28%). Með sama hætti verður lágmarksheildartíðni sjúkdómsins meðal miðaldra kvenna á íslandi 9/3922 = 0,2% (0,1-0,6%). Blóðrennslisrannsókn var gerð hjá Table III. Echocardiographic fmdings. Subjects with HCM and without HCM, groups A and B. HCM None HCM Group A Group B Number 4 269 76 PW (mm) 8.6 7.6± 1.6 8.0± 1.7 IVS (mm) 21.9 10.0± 2.0 9.6± 2.3 LVEDD (mm) 39.3 **/++ 48.8± 6.1 47.9± 4.3 LVESD (mm) 18.7 **/++ 30.2± 7.0 29.4± 3.9 SF (%) 51 46 ±11 40 ±11 LA (mm) 40.9 36 ± 7.1 34.5± 5.0 LVMI (g/m:) 161 */+ 95 ±38 97 ±31 (P<0.05*; P<0.0T*; HCM compared to group A) (P<0.05+; P<0.01++; HCM compared to group B) (HCM = hypertrophic cardiomyopathy; ns = not significant; SF = shortening fraction; LA = left atrium) Results of an echocardiographic study of women with HCM compared to none-HCM groups. Group A with an abnormal ECG and group B with a normal ECG. Table IV. HCM diagnosed at autopsy. Case Age Height Weight Cardiac symptoms ECG Cardiac size Blood pressure years cm kg during life (Minnesota code) (x-ray) mm Hg A 1) 63 169 74 angina, dyspnea 100 (normal) normal 160/80 2) 55 163 69 none 530, 810 enlarged 140/90 3) 52 161 56 none 100 (normal) normal 114/80 4) 53 165 62 none 100 (normal) enlarged 140/80 5) 57 166 62 none 100 (normal) normal 122/82 Case Age at death Cause of death Cardiac. wt. Septal thickness Fiber disarray years (autopsy) 9 mm (distribution) B 1) 69 ca. of pancreas 480 23 focal 2) 56 sudden death 395 16 diffuse 3) 57 cancer of lung 360 19 diffuse 4) 61 glioma 400 17 focal 5) 63 sudden death 395 18 focal A Results during cardiovascular survey 1982-’83. (530, 810 = ST-T-changes, premature ventricular beats) B Results at autopsy. Case 1, 2 and 5 had minor non-obstructive coronary atherosclerosis but cases 3 and 4 had none.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.