Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 281-6
281
Jónas G. Halldórsson1), Eiríkur Örn Arnarson2), Kristinn Guðmundsson3)
HÖFUÐÁVERKUM BARNA HEFUR FÆKKAÐ
ÁGRIP
Könnuð var tíðni höfuðáverka barna 14 ára
og yngri um fimm ára skeið, 1987-1991. Á
tímabilinu voru 297 börn lögð inn á deildir
Borgarspítalans vegna höfuðáverka (ICD 850-
854). Niðurstöður benda til þess að dregið hafi
úr nýgengi innlagðra heilaáverka og nýgengi
alvarlegs heilaskaða meðal barna frá því sem
var á áttunda áratugnum. Innlögnum fækkaði
mest meðal fimm til níu ára barna, en minnst
meðal barna undir fimm ára aldri. í ljós kom
tiltölulega hátt hlutfall alvarlegra höfuðáverka
í yngri aldurshópunum. Á tímabilinu voru 62
börn með heilaáverka lögð inn á barnadeildir
Landakots og Landspítala. Meirihluti þessara
barna var undir fimrn ára aldri. Að meðaltali
hlutu eitt til tvö heilasköðuð börn þjálfun eða
endurhæfingu á ári.
INNGANGUR
Höfuðáverkar eru ein algengasta orsök
alvarlegs sjúkleika og dauða meðal barna
á Vesturlöndum (1). I Bandaríkjunum er
áætlað að um 200-300 af hverjum 100.000
börnum yngri en 15 ára verði fyrir heilaáverka
árlega og að liðlega 10% þessara áverka
séu alvarlegir (2). Talið er að um 10 börn
af hverjum 100.000 Iátist þar á hverju ári af
völdum heilaskaða. Þetta eru fimmfalt fleiri
börn en þau sem deyja úr hvítblæði, annarri
algengustu dánarorsök barna (1).
Rannsókn hefur gefið til kynna að Island
sé engin undantekning þegar skoðuð er
tíðni höfuðáverka meðal barna og unglinga
(3). Þar kom fram að á átta ára tímabili
1973-1980 voru að meðaltali 84 börn lögð
inn á Borgarspítalann á hverju ári vegna
höfuðáverka (ICD 850-854). Gefur það til
kynna árlegt nýgengi kringum 2,0/1000.
Frá 1)Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 2)geðdeild
Landspítalans, 3)heila- og taugaskurðlækningadeild
Borgarspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jónas
G. Halidórsson, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins,
Digranesvegi 5, 200 Kópauogur.
Það vakti athygli að ung börn á aldrinum
fimm til níu ára voru í mestri áhættu, í þeim
aldursflokki voru 44% barnanna. í næst
fjölmennasta aldurshópnum, níu til 14 ára,
voru 32% barnanna. Einnig kom í Ijós að
umferðarslys, þar sem oft verða alvarlegri
áverkar en við önnur slys, voru tiltölulega
algeng. Tuttugu af hundraði bamanna voru
lögð inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans með
alvarlega heilaáverka, í meirihluta tilfella var
orsökin umferðarslys. Níu (1,3%) barnanna
létust og fimm (0,7%) börn áttu við mjög
alvarlegar afleiðingar heilaáverka að stríða.
Þar sem margt í umhverfinu tekur örum
breytingum og untræða og áhugi á
slysavörnum hefur aukist, var álitið áhugavert
að kanna ástand mála nú. Auk þess birtast
hér upplýsingar sem eru grundvöllur
taugasálfræðilegrar langtímarannsóknar á
alvarleika og afleiðingum höfuðáverka barna
og unglinga, sem nú stendur yfir á heila- og
taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans.
Hluti þeirra einstaklinga sem greindir eru með
höfuðáverka á slysadeild Borgarspítalans er
lagður inn á deildir sjúkrahússins. Sú athugun
sem hér er lýst beinist að þeim einstaklingum
yngri en 15 ára, sem lagðir voru inn á deildir
Borgarspítalans með höfuðáverka á árunum
1987-1991.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Könnunin nær til 297 sjúklinga fjórtán
ára eða yngri, sem lagðir voru inn á
gæsludeild, gjörgæsludeild og heila- og
taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans
vegna heilaáverka án höfuðkúpubrots
(greiningarnúmer 850-854 samkvæmt
níundu útgáfu Hinnar alþjóðlegu
sjúkdóma- og dánarmeinaskrár, ICD9
(4)) um fimin ára skeið, 1987-1991.
Sérfræðingar Borgarspítalans í heila-
og taugaskurðlækningum greindu og
meðhöndluðu sjúklingana.