Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 273 áherslu á slagbilsrennsli (9,11). Engar tilraunir voru gerðar til að framkalla flæðistruflun í útstreymi blóðs frá vinstri slegli. Farið var yfir krufningaskýrslur og dánarvottorð þeirra 100 kvenna, sem höfðu látist fram til 1. desember 1989, úr hópi þeirra 3922 kvenna er mætt höfðu til upphafsrannsóknar. Krufninganiðurstöður lágu fyrir meðal 42 en í 58 tilvikum var ekki krufið og voru þar notaðar upplýsingar úr dánarvottorðum og sjúkrahússkýrslum. HVS var talinn staðfestur ef veggþykkt vinstri slegils var yfir 15 mm við krufningu og heildarmassi hjartans meiri en tvö staðalfrávik yfir meðaltali, án líklegra orsaka samanber ofanritað (venjuleg þyngd 258 ± 30g). Það þótti styðja greininguna, væri hægt að sýna fram á, að vöðvafasar hefðu riðlast óeðlilega í hjartavöðvasýnum teknum við krufningu (18,19). Niðurstöður eru birtar með einu staðalfráviki. Breytur með normaldreifingu milli hópa eru bornar saman með T-aðferð Stúdents en Mann-Whitney U-próf var notað við samanburð á fámennum hópum. Kí-kvaðrat- próf var notað til að bera saman hlutföll milli hópa. Ovissumörk eru reiknuð eftir töflum Haenzsels (20). NIÐURSTÖÐUR Af 3922 konunt sem tekið höfðu þátt í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1981- 1983 reyndust 358 (9%) hafa afbrigðilegt hjartarit samkvæmt skilgreiningu okkar, en 3564 (91%) höfðu eðlilegt hjartarit. Af fyrrnefndum 358 konum reyndust 18 látnar en 273 (77%) komu til þessarar rannsóknar (hópur A) en af 89 konum völdum í viðmiðunarhóp úr hópi kvenna með eðlilegt hjartarit reyndist engin látin, 76 (85%) mættu til þátttöku (hópur B). Tafla 1 sýnir samsetningu hópanna. Ekki reyndist unnt að gera fullkomna ómskoðun á öllurn þátttakendum og vantaði nokkrar ómbreytur hjá 11 konum úr hópi A og einni úr hópi B. Hins vegar reyndist unnt að ganga úr skugga um hverjar hefðu ofþykknun á hjartavöðva. Við hjartaómun reyndust fjórar af 274 konum úr hópi A hafa ótvíræð nterki um HVS en engin fannst í hópi B með merki um þennan sjúkdóm. I töflu II koma fram nánari upplýsingar um þessar fjórar konur. Tvær höfðu greinileg einkenni og kvörtuðu urn áreynslumæði og brjóstverki, sú þriðja hafði fundið fyrir hjartsláttarköstum og Holter rannsókn staðfesti stuttar (fjögur til fimm slög) sleglahrinur en fjórða konan virtist án allra einkenna. Fram kom greinileg ættarsaga um HVS hjá tveimur kvennanna, önnur (nr. tvö) átti þrjú systkini með HVS og hin (nr. þrjú) tilgreindi sex nána ættingja, þann yngsta 12 ára dreng. Tafla III sýnir niðurstöður og samanburð á ómbreytum kvenna með greindan HVS og annarra kvenna í hópum A og B. Þar kemur Table I. Group comparison. Group A Group B Number 358 89 Attendance (%) 273 (77) 76 (85) ns Age (years) 59 ±11 61 ± 9 ns Weight (kg) 70 ± 11 68 ± 10 ns Height (cm) 165 ± 6 164 ± 6 ns BSA (m2) 1.77± 0.17 1.71 ± 0.14 ns SBP (mm Hg) 139 + 22 135 + 17 ns DBP (mm Hg) 84 + 11 82 + 11 ns (ns = not significant; (by Student’s T-test) SBP = systolic blood pressure; DBP = diastolic blood pressure; BSA = body surface area) Table II. Hypertrophic carcliomyopathy diagnosed by ECHO. Case Age years BSA rrr SBP mmHg DBP mmHg M IVS mm PW mm LVEDD mm LVESD mm LVMI g/m2 SAM 1) 64 1.63 150 82 + 27.2 8.9 41.1 16.7 243 + 2) 54 1.94 140 90 + 22.0 8.0 40.0 25.0 143.5 - 3) 49 1.96 160 92 + 22.0 9.0 42.0 18 162.0 + 4) 39 1.69 110 70 + 16.5 8.5 34.0 16.0 95.2 + Mean 51.5 1.80 140 88 21.9 8.6 39.3 18.7 161 (M = systolic murmur; IVS = interventricular septum; PW = posterior wall; LVEDD = left ventricular enddiastolic dimension; LVESD = left ventricular endsystolic dimension; LVMI = left ventricular mass index; SAM = systolic anterior motion of the mitral valve)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.