Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 6
258 LÆKNABLAÐIÐ Mynd lb. Flúóresín-œðamynd, sem sýnir flúoresín-leka gegnum liíþekju auga fljótlega eftir að litarefninu hefur verið dœlt í œð. Mynd lc. Flúóresín-œðamynd nokkrum mínútum eftir að litarefninu hefur verið dœlt í œð. Litarefnið tekur á sig dœmigert reykjar- eða sveppmynstur. töflu). Sjúklingum var fylgt mislangt eftir (0-33 mánuði), að meðaltali í 8,6 rnánuði. Reiknaður var út meðalaldur þeirra sem fengu sjúkdóminn og nýgengi reiknað á hverja 100.000 íbúa á ári. Einnig var nýgengi reiknað út á sama hátt fyrir karlmenn á aldrinum 20- 55 ára. T-próf stúdents var notað til að bera saman sjónskerpu þegar sjónin var verst og svo sex mánuðum eftir komu. Þá vai' kannað hvort samhengi (simple regression) væri milli sjóntaps og þess að fá sjúkdóminn aftur. NIÐURSTÖÐUR Alls fundust 16 tilfelli. Meðalaldur sjúklinga var 40 ár (25-53 ára) og voru karhnenn í miklum meirihluta (7:1). Einkenni voru fyrst og fremst bjöguð eða skert sjón (hjá 14), skuggi í miðju sjónsviði (hjá fimm), náttblinda (hjá einum) og höfuðverkur (hjá tveimur). Nýgengi reiknast 0,6/100.000/ár þegar allur hópurinn var skoðaður, en þegar eingöngu er litið á áhœttuhópinn, karlmenn á aldrinum 20- 55 ára, reiknast nýgengið 2,2/100.000/ár. Sjónskerpan er verst snemma í sjúkdómnum, en batnar síðan (tafla). Sjónskerpa er 0,68 að meðaltali við fyrstu komu, verður verst 0,55 að meðaltali og batnar upp í 0,84 að meðaltali eftir að sjúkdómskastinu lýkur. Marktækur munur (p=0,017, t-próf stúdents) var á verstu sjónskerpu og sjón sex mánuðum eftir komu. Sjö sjúklingar fengu meðferð, fimm leysimeðferð og tveir meðferð með barksterum. Sjúkdómurinn tók sig upp aftur hjá fjórum einstaklingum (25%) og var marktækt samhengi milli slæmrar sjónar í upphafi og þess að fá sjúkdóminn aftur (simple regression, p=0,015). UMRÆÐA Nýgengitölurnar eru þær fyrstu sem birtast nokkurs staðar um miðlæg vessandi sjónulos. Þess skal þó getið, að ekki var kannað sérstaklega, hvort einhverjir sjúklingar kunni að hafa verið til eftirlits hjá augnlæknum, án þess að koma til rannsóknar á Landakotsspítala. Nokkur breytileiki er á horfum sjúklinga með þennan sjúkdóm. Flestir sleppa vel, en hluti sjúklinga hlýtur skaða af sjúkdóntnum. Þannig er marktækt samhengi milli þess að sjón sé léleg í upphafi sjúkdóms og þess að fá sjúkdóminn aftur. Sömuleiðis versnar sjónin við endurtekið sjónhimnulos og þekkt er að taki sjúkdómurinn sig upp aftur geti slíkt skilið eftir sig varanlegt, en mismikið sjóntap (9,11). Yngstu einstaklingarnir sem fengu sjúkdóminn virtust heldur líklegri til að fá hann aftur. Þannig voru þrír af fjórurn sem fengu sjúkdóminn aftur í yngsta hluta hópsins, tveir 31 árs og einn 25 ára. Hér var þó ekki um marktækan mun að ræða (p= 0,06) enda sjúklingarnir fáir. Eldri rannsóknir benda til að í þrálátum tilfellum stytti leysimeðferð þann tírna sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.