Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1993, Page 30

Læknablaðið - 15.09.1993, Page 30
282 LÆKNABLAÐIÐ Safnað var upplýsingum um sjúklingana með aðstoð tölvudeildar spítalans. Athugaður var heildarfjöldi þessara sjúklinga og hlutfall miðað við aðra aldurshópa, skipting þeirra milli kynja og aldursdreifing. Til þess að meta alvarleika heilaáverka var athuguð skipting sjúklinga rnilli deilda, þar sem alvarlegustu tilfellin eru lögð inn á gjörgæsludeild, en þau vægustu á gæsludeild. Legutími á gæsludeild er sjaldnast umfram sólarhring. A heila- og taugaskurðlækningadeild koma að jafnaði sjúklingar sem þarfnast innlagnar umfram einn til tvo sólarhringa, en ekki gjörgæslu. Leitast var við að meta alvarleika áverka nánar með því að afla nákvæmari upplýsinga um sjúkdómsgreiningu. ICD númerin 851-854 þýða að um alvarlegri áverka en heilahristing (ICD númer 850) sé að ræða. ICD 851 er notað um heilamar eða tættan heila, ICD 852 blæðingu í heilahimnum, ICD 853 aðra óskilgreinda blæðingu innan höfuðkúpu af völdum áverka, og ICD 854 annan áverka innan höfuðkúpu, sem ekki er skilgreindur nánar. Einnig var aflað upplýsinga um fjölda barna með heilaáverka sem hlutu greiningu, þjálfun eða endurhæfingu á árunum 1987-1991. Þetta var meðal annars gert með því að kanna lengd innlagnar sjúklinga með heilaáverka á barnadeildum Landakots og Landspítala, fjölda innlagðra barna með heilaáverka á Grensásdeild og Reykjalund, og fjölda þeirra sem komu til greiningar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þessara upplýsinga var aflað með aðstoð tölvudeilda viðkomandi stofnana og með viðtölum við yfirlækna þeirra. Þau börn sem lögð voru inn á barnadeildir Landakots og Landspítala voru ekki talin með við útreikninga á nýgengi. NIÐURSTÖÐUR Á árunum 1987-1991 voru alls 824 einstaklingar lagðir inn á gæsludeild, gjörgæsludeild og heila- og taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans með höfuðáverka (ICD 850-854), að meðaltali um 165 á ári. Börn 14 ára og yngri voru 297 (36%), um 59 á ári að meðaltali, nýgengi um 1.40/1000. Tafla I sýnir aldurs- og kyndreifingu í þessum hópi barna yngri en 15 ára. Aldurshópurinn fimrn til níu ára var fjölmennastur allra aldurshópa barna og fullorðinna. Tafla II sýnir skiptingu barnanna 297 milli deilda spítalans. Það er eftirtektarvert hve lítill kynjamunur er milli barna á gjörgæsludeild, þar dvöldu níu piltar og átta stúlkur. Einnig er eftirtektarvert hátt hlutfall ungra barna á gjörgæsludeild, sex voru undir fimm ára aldri og 14 yngri en 10 ára. Tafla III sýnir flokkun barnanna 297 eftir sjúkdómsgreiningu (ICD 850-854). Þrjátíu og átta (13%) barnanna hlutu ICD greiningu 851-854. Nýgengi alvarlegra áverka reyndist 0.08/1000 þegar miðað var við fjölda innlagna á Tafla I. Fjöldi, aldurs- og kynjaskipting barna 14 ára og yngri, sem iögð voru inn á deildir Borgarspítalans með heilaáverka (ICD 850-854) um fimm ára skeið, 1987-1991. Aldur Piltar (%) Stúlkur (%) Alls (%) 0- 4 ára 54 (18) 26 0) 80 (27) 5- 9 ára 67 (23) 54 (18) 121 (41) 10-14 ára 65 (22) 31 (10) 96 (32) Alls 186 (63) 111 (37) 297 (100) Tafla n. Fjöldi, aldurs- og kynjaskipting bariui 14 ára og yngri með lieilaáverka (ICD 850-854) á gceshideild, gjörgœshideild og heila- og taugaskurðlcekningadeild Borgarspítalans árin 1987-1991. Aldur 0-4 ára 5-9 ára 10-14 ára Kyn Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Deildir Alls (%) Gæsludeild 16 14 31 33 34 19 147 (49) Gjörgæsludeild Heila- og tauga- 2 4 5 3 2 1 17 (6) skurölækningadeild 36 8 31 18 29 11 133 (45) Alls 54(18%) 26(9%) 67(23%) 54(18%) 65(22%) 31(10%) 297 (100)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.