Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 38
288 LÆKNABLAÐIÐ klukkan 8.00 næsta morgun. Frá haustinu 1989 hefur vaktlæknir haft aðstöðu til að taka á móti sjúklingum á Heilsugæslustöðinni Sólvangi (nokkurs konar bráðamóttaka) frá klukkan 17.00 til 20.00 á virkum dögum. A þeim tíma geta sjúkir og slasaðir komið þangað beint til viðtals við lækninn, sem nýtur þar aðstoðar hjúkrunarfræðings og símavarðar. A öðrum tímum hefur vaktlæknirinn aðsetur á Slökkvistöðinni Hafnarfirði. Þangað hringja þeir sem þurfa á læknishjálp að halda. Ef læknirinn er í vitjun eða upptekinn á annan hátt taka staifsmenn Slökkvistöðvarinnar niður srmanúmer. Vaktlæknirinn er ávallt í talstöðvarsambandi við Slökkvistöðina, þegar hann er staddur fjarri henni, þeir læknar vaktarinnar sem búa á upptökusvæðinu geta líka valið að dvelja heima hjá sér og er þá símtölum vísað þangað. íbúafjöldi svæðisins þann 1. desember 1990 var 23.187. Á tímabilinu 1.-30. nóvember 1990 voru öll samskipti við læknavaktina skráð á samskiptaseðla sem síðan voru tölvukeyrðir. Á hvem seðil voru eftirfarandi upplýsingar skráðar. a) Nafn og fæðingardagur sjúklings. b) Heimilisfang. c) Heimilislæknir sjúklings. d) Tími og dagsetning samskiptanna. e) Samskiptaform. f) Vandamál (tilefni) ásamt stuttri sjúkrasögu og aðalatriðum skoðunar. g) Sjúkdómsgreining/heilsuvandi. h) Urlausn. Tilefni, greiningar og úrlausnir af hverjum seðli voru síðan lyklaðar og upplýsingar tölvuskráðar. Sjúkdómsgreiningar voru llokkaðar samkvæmt 1CHPPC-2 (International Classification of Health Probeims in Primary Care) (1). Á rannsóknartímabilinu skiptu 11 læknar með sér vökturn á HGB- svæðinu. Flestir þessara lækna voru starfandi heimilislæknar á Heilsugæslustöðinni Sólvangi annars vegar og Heilsugæslunni í Garðabæ hins vegar. Að mati vaktlækna þótti þessi nóvembermánuður vera »venjulegur« vetrarmánuður hvað vinnuálag varðaði. Tölfrœði: Við samanburð á milli hópa var notuð kí-kvaðrat prófun og núlltilgátan var að enginn munur væri á milli hópanna. Þegar Phone consultations House calls Office visits 22% Fig. I. Tlie forms of contacls witli tlie doctors. bornir voru saman hópar með mismunandi aldursflokka, til dæmis við samanburð á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar, var gert Mantel- Haenszel próf. I öllum tilvikum var p gildi fengið með tvíhliða prófun. Munur var talinn tölfræðilega marktækur ef p gildið var <0,05. NIÐURSTÖÐUR Samskipti og samskiptaform: A rannsóknartímanum leituð 536 einstaklingar til lækna vaktarinnar, sumir oftar en einu sinni. Alls voru samskiptin 627 talsins. Rúmur helmingur (51,2%) þessara samskipta var við karlmenn en um 48,8% við konur (p=0,639, N.S.). Af þessum samskiptum var drjúgur þriðjungur símtöl við sjúklinga eða milligöngumann (mynd 1). Eins og við er að búast eru vitjanir allstór þáttur í starfseminni og voru farnar 265 vitjanir sem er rúmlega 40% af öllum samskiptunum. Á rannsóknartímanum var vaktin starfrækt í 522 klukkustundir og samsvarar það því að læknir fari að meðaltali í eina vitjun annan hvern klukkutíma. Um fimmtungur samskiptanna (22%) voru viðtöl á bráðamóttökunni á Sólvangi. Á virkunt dögum voru flestar vitjanir og símtöl á tímabilinu 19.00 til 24.00, en um helgar voru flestar vitjanir frá 10.00 til 21.00 og símtöl dreifðust nokkuð jafnt yiir sólarhringinn (myndir 2 og 3). Vitjanir að næturlagi (klukkan 24.00-8.00) voru að jafnaði tæpar tvær (1,8) og símtöl sem ekki leiddu til vitjunar einnig tæplega tvö (1,7). Aldursdreifing, kynskipting og búseta: Mynd 4 sýnir aldursleiðrétta dreifingu og kynskiptingu sjúklinganna. Stærstur hluti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.