Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 279-80
279
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL
l.æknafclag íslands og
Læknafélag Rcykjavikur
LLfa
79. ARG. - SEPTEMBER 1993
Holsjáraðgerðir
Holsjáraðgerðir (öðru nafni kögunaraðgerðir)
eru afsprengi þróunar síðustu áratuga á sviði
sjóntækja og myndvörpunar. Með tilkomu
þessarar tækni hafa fjarlægar vonir ræst, sem
blundað hafa með athafnamönnum, en aðeins
birst í ævintýrum og lygisögum genginna
kynslóða hér og erlendis. Sá hæfileiki að sjá
í gegnum holt og hæðir, eða líkamshluta,
var aðeins léður fjölkunnugum. Að fjarlægja
líffæri úr djúpum líkamans um op á stærð við
skráargat minnir óneitanlega á söguna um
Jóhann Fást úti í Þýskalandi, en hann hafði
gert samning við þann í neðra og var um síðir
soginn út um skráragat á hurð þess herbergis
er hann ætlaði að leynast í.
Aðgerðir um holsjá hafa verið iðkaðar í
vaxandi mæli síðustu tvo áratugi, en not
þeirra hafa að mestu verið bundin við skoðun
og aðgerðir í liðholum og í grindarholi
kvenna. Lengst af hefur verið notast við
beina speglun, þar sem læknirinn grúfir sig
yfir sjúklinginn og gægist gegnum holsjána.
Þannig hafa læknar náð undraverðum árangri
með einföldum tækjabúnaði.
Myndvörpun hefur verið beitt í vaxandi
mæli við holspeglanir. Kviðsjáraðgerðir
innan almennra skurðlækninga hófust þó
ekki að marki fyrr en 1987, er Frakkinn
Philippe Mouret í Lyon tók gallblöðru um
kviðsjá. Arið eftir greindu þeir Dubois í París,
Reddic í Nashville og Cushier í Dundee
frá reynslu sinni. Hér á landi var gallblaðra
fyrst tekin með kviðsjá á Landakotsspítala
í september 1991. Skömmu síðar hófust
þessar aðgerðir á Borgarspítala, Landspítala
og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Langalgengust holsjáraðgerða hefur til þessa
verið brottnám gallblöðru en auk þess hefur
henni verið beitt við miðlungs og minni háttar
aðgerðir, botnlangatökur, þindarslitsaðgerðir,
skreyjutaugarrof vegna magasára, sýnistökur
í brjóst- og kviðarholi og á síðustu misserum
hafa skerðingar garna, lungnaskurðir, brottnám
taugahnoðna og vélindisskurðir bæst í hópinn.
Nú þróast tæknin svo hratt að áköfustu
fylgismennirnir halda því fram að allt sem
nú er gert opið megi framkvæma með lokaðri
tækni.
Kostir holsjáraðgerða eru ótvíræðir. Þær
valda ekki raski í brjóst- eða kviðarholi neitt
í líkingu við holskurði. í stað skurðar um 7
til 15 cm að lengd er kviðsjáraðgerð unnin
um þrjú til fjögur stungugöt, þar af eitt í
nafla, hvert um 1 cm að lengd, sem ekki
skilja eftir ör svo talist geti. Með því minnkar
sársauki frá kviðvegg og notkun verkjalyfja
minnkar að mun, þarmar verða síður fyrir
hnjaski, truflunar á meltingu og öndun gætir
Djöfullinn sýgur Fást út í gegnum skráargatiö. Teikning
eftir Halldór Pélursson. Úr bókinni Sagnakver Skúla
Gíslasonar, Sigurðiir Nordal gaf út. Reykjavík: Helgafell,
1947: 21.