Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 261-70 261 Inga S. Þráinsdóttir1), Þórður Harðarson2’3), Guðmundur Þorgeirsson23), Erla G.Sveinsdóttir1), Helgi Sigvaldason3), Nikulás Sigfússon3) TENGLS HÆGRA GREINROFS VIÐ HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA OG ÁHÆTTUÞÆTTI ÞEIRRA ÁGRIP Hægra greinrof var fyrst skilgreint árið 1909 og var það lengi vel talið endurspegla alvarlegan lfkamlegan sjúkdóm. Á fimmta áratugnum voru samt flestir komnir á þá skoðun að hægra greinrof væri meinlaust fyrirbæri. Fjölmennt almennt þýði úr hóprannsókn Hjartaverndar gerði okkur kleift að kanna algengi og nýgengi hægra greinrofs, meta áhrif þess á dánartíðni og athuga tengsl þess við aðra sjúkdóma og áhættuþætti. Hóprannsókn Hjartaverndar er framsýn faraldsfræðileg rannsókn. Þátttakendur, sem voru á aldrinum 33-79 ára, voru valdir úr almennu þýði og mættu 9.135 karlar og 9.627 konur í rannsóknina. Á öllum rannsóknartímanum fundust 126 karlar og 68 konur með hægra greinrof. Algengið jókst með auknum aldri frá 0% meðal karla og kvenna í aldurshópnum 30- 39 ára upp í 4,1% meðal karla og 1,6% meðal kvenna í aldurshópnum 75-79 ára. Nýgengi jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Marktæk fylgni fékkst við háþrýsting (p<0,05), háan blóðsykur (p=0,05) og hjartastækkun (p<0,05) í körlum yngri en 60 ára með hægra greinrof. í heildarhópi karla með hægra greinrof var marktæk fylgni við aðrar hjartsláttartruflanir (p<0,001) og hægan hjartslátt (p<0,01). Marktækur munur reyndist á dánartíðni karla með hægra greinrof úr hjartasjúkdómum (p<0,01) en munurinn varð ómarktækur þegar tekið var tillit til annarra áhættuþátta hjartasjúkdóma með fjölþáttagreiningu Cox. Niðurstaða okkar er því sú að meðal yngri karla og kvenna tengist hægra greinrof oft grunnsjúkdómum í hjarta og blóðrás. Frá læknadeild Háskóla íslands1), lyflækningadeild Landspítalans2), Rannsóknarstöð Hjartaverndar3). Fyrirspurnir, bréfaskipti: Nikulás Sigfússon, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lágmúla 9, 108 Reykjavík. INNGANGUR Árið 1909 var hægra greinrof fyrst skilgreint af Eppinger og Rothberger (1). í kjölfarið fylgdu endurbætur annarra á hugtakinu og 1932 settu Wilson og félagar fram nýja skilgreiningu sem notuð var í ýmsum formum áratugina á eftir (2). I upphafi voru viðhorf til hægra greinrofs á þá lund að tilvist þess endurspeglaði næstum alltaf alvarlegan líkamlegan sjúkdóm. Með auknum rannsóknum komust flestir á þá skoðun að hægra greinrof væri afmarkað fyrirbæri á hjartarafriti og þyrfti ekki að benda til hjartasjúkdóms ef viðkomandi hefði engin einkenni um slíkan sjúkdóm (3-7). Frá 1909 hafa fáar rannsóknir verið gerðar á hægra greinrofi sem bæði eru umfangsmiklar og hafa almenna skírskotun. Þær rannsóknir einskorðast ekki við hægra greinrof en ber þó saman um að tíðni þess eða leiðslutruflana almennt aukist með aldri og þessar breytingar séu um það bil helmingi algengari í körlum en konum (8-10). Hóprannsókn Hjartaverndar var gerð með sérstöku tilliti til snemmkominna einkenna kransæðasjúkdóms og áhættuþátta með forvarnaraðgerðir í huga og einnig til að afla upplýsinga um faraldsfræði hjartasjúkdóma og margra annarra þrálátra sjúkdóma með skoðun og ýmsum rannsóknum. Rannsóknin gerir kleift að kanna hægra greinrof í fjölmennu almennu þýði á 24 ára tímabili. I þessari grein skýrum við frá algengi og nýgengi hægra greinrofs, svo og dánartíðni og dánarorsök fólks með slíka leiðslutruflun og athugum tengsl þess við aðra sjúkdóma og áhættuþætti. Áður hefur svipuð rannsókn beinst að vinstra greinrofi (11-13). EFNI OG AÐFERÐIR Hóprannsókn Hjartaverndar, sem er framsýn hjarta- og æðarannsókn hófst árið 1967. Boðið var til hennar öllum körlum fæddum 1907-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.