Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Síða 28

Læknablaðið - 15.09.1993, Síða 28
280 LÆKNABLAÐIÐ minna og sjúklingur fer oftast að nærast að kvöldi aðgerðardags, legutími styttist í einn sólarhring, borið saman við þriggja til sex daga legu eins og almennt tíðkast, til dæmis eftir gallblöðrutöku. Ekki er ávallt auðvelt að komast að gallblöðrum. Samvextir eftir fyrri aðgerðir geta að sönnu torveldað aðgerð, en yfirleitt næst gallblaðra út án teljandi erfiðleika, ef unnt er að komast í frítt kviðarhol með loftnál. I upphafi var aðgerð bundin við óbólgnar blöðrur, en með vaxandi reynslu hafa einnig bráðabólgnar blöðrur verið teknar, en þær eru tímafrekari. Reynslan hefur sýnt að af ýmsum ástæðum þarf að gera holskurð í þremur til fimm af hverjum eitt hundrað aðgerðum. Slys við kögunaraðgerðir verða oftast af takmörkuðu aðgengi og yfirsýn. Omarkviss beiting hefta eða brennslutækis getur orðið þessum mikilvægu líffærum skeinuhætt. Algengustu áverkar eru sköddun eða jafnvel skerðing á gallpípu, blæðing frá eða lokun lifrarslagæðar. Skurðlæknum er hættast við að skadda gallpípuna við fyrstu aðgerðir þessarar tegundar. Enn er ekki vitað til að nein gallpípa hafi laskast við aðgerðir á Islandi. Mikilvægi röntgenmyndar af gallvegum er umdeilt við kögunaraðgerðir. Röntgenmynd er gagnleg við að fá yfirsýn yfir gallvegi og vísar þannig veginn. Hún sýnir frávik venjulegra staðhátta og afstöðu líffæra svo sem stuttan gallblöðrugang, auk þess að gefa til kynna steina eða stíflur af völdum æxla. Sumir skurðlæknar er reynslu hafa taka ávallt gallvegamynd, en aðrir aðeins að gefnu tilefni, svo sem vegna víkkunar á gallgöngum, sögu um gulu eða vegna annarra merkja um gallstíflu. Ókostir gallvegamyndar eru að hún er tímafrek, hún lengir aðgerðir um 20 til 30 mínútur og kostnaður er talsverður. Þræðing á gallgangi getur einnig valdið sköddun. Þá ber þess að gæta að steinar án vísbendinga eru sjaldgæfir (2,6% í einu uppgjöri en hafa verið 3-7%), ennfremur er hugsanleg villandi mynd sem kann að leiða til holskurðar eða röntgenmyndunar gallganga með hjálp holsjár (endoscopic retrograde cholangiography, ERC) að óþörfu, en þetta eru ekki með öllu hættulausar aðgerðir. Ef gallstífla eða steinn í gallgangi eru staðfest fyrir aðgerð ber að framkvæma röntgenmyndun gallganga með hjálp holsjár fyrir aðgerð og á sama hátt er sú rannsókn vel möguleg ef í Ijós koma steinar í gallgangi eða totuþrengsli eftir kviðsjáraðgerð. Sú tækni að opna gallpípuna og taka burt steina með holsjártækni hefur þróast hratt að undanförnu. Með holsjártækni er því hægt að framkvæma allar gallaðgerðir sem áður voru framkvæmdar með opinni aðgerð. Líkt og við holskurð eru hættur við holsjáraðgerðir ávallt á næsta leiti. Blæðingar og gallleka má oftast stöðva með nokkurri þolinmæði og skipulegum viðbrögðum. Beri það ekki árangur er gerður holskurður. Með því er sjúkrahúsvist að sönnu lengd um tvo til sjö daga. Með tilkomu þessarar nýju tækni hefur sú spurning vaknað í röðum lækna, hverjum eigi að fela þessar aðgerðir. Vegna þjálfunar og reynslu hafa þær yfirleitt fallið skurðlæknum í hlut. I Bandaríkjunum hafa í flestum ríkjum verið settar reglur varandi þjálfun. Efnt er til námskeiða þar sem kennd eru grundvallaratriði holsjártækni á tilraunadýrum, en síðan hafa þeir skurðlæknar hlotið réttindi til aðgerða sem að auki hafa framkvæmt sjö til 10 aðgerðir (yfirleitt gallblöðruaðgerðir) undir eftirliti reyndra skurðlækna. Þessi tæknibylting í skurðlækningum mun í framtíðinni valda straumhvörfum í sjúkrahúsrekstri, ekki aðeins hvað varðar holskurði heldur og aðrar greinar. Holsjártækni gerir sjúklingum aðgerðir rnun léttbærari en áður og stytting legutíma er ánægjuleg þróun. Sigurgeir Kjartansson Landakotsspítala Jónas Magnússon Landspítala

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.