Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 263 hægra greinrofs. Samanburðarhóp mynduðu allir þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar fyrir utan þá sem voru greindir með hægra greinrof. Skilgreining á hægra greinrofi samkvæmt Minnesota lykli (16) var eftirfarandi: Fullkomið hægra greinrof (í fjarvist Wolff- Parkinson-White heilkennis): QRS bilið sé 0,12 sekúndur eða meira í einni af eftirfarandi leiðslum; I, II, III, aVL, aVF einnig að R' (R prime) sé stærri en R, eða að mesta breidd R- takka sé 0.06 sekúndur eða meiri í leiðslum VI eða V2. Wolff-Parkinson-White heilkenni var skilgreint samkvæmt Minnesota lykli (16). Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur jafnan staðist stöðlunarpróf Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á hjartarafritsúrlestri samkvæmt Minnesota lykli (16). Eftirfarandi breytur voru sérstaklega kannaðar og bornar saman hjá greinrofshópi og samanburðarhópi: 1. Reykingar: Reykingamenn töldust þeir sem reyktu þegar þeir komu í skoðun. 2. Notkun digitalis. 3. Notkun kínidíns. 4. Háþrýstingur: Slagþrýstingur mælist 160 mmHg eða hærri eða þanþrýstingur mælist 95 mmHg eða hærri og/eða þátttakendurnir notuðu háþrýstingslyf. 5. Þyngd: Þyngdarstuðull, þyngd/hæð2 (kg/m2). 6. Kransæðasjúkdómur: Þátttakandinn hefur kransæðasjúkdóm. hjartadrep eða hjartaöng. 7. Sykursýki/skert sykurþol: Glúkósi er hæni en 130 mg/100 ml 1,5 klukkustund eftir sykurinngjöf í sykurþolsprófi, eða þátttakandi telur sig hafa sykursýki eða notar sykursýkislyf. 8. Heilablóðfall. 9. Lokusjúkdómar. 10. Aðrir sjúkdómar 11. Heildarkólesteról í sermi. 12. Hematókrít. 13. Þríglýseríðar. 14. Hámarksöndunarhæfni (Forced vital capacity). 15. Hjartastækkun: Hjarta er talið stækkað ef það reiknast á röntgenmynd meira en 550 ml/m2 hjá körlum og 500 ml/m2 hjá konum. 16. Hjartsláttartíðni. 17. Aðrar breytingar en hægra greinrof á hjartarafriti. Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr fyrsta áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar voru fengnar úr sjúkraskýrslum rannsóknarinnar en aðrar upplýsingar fyrir áfanga I-V voru fengnar úr gagnabanka Hjartaverndar. Algengi fékkst með því að leggja saman fjölda allra með hægra greinrof í öllum áföngum karla og kvenna og deila í með heildarfjölda þeirra sem komu til skoðunar (sjá viðauka). Nýgengi var reiknað út frá þeim einstaklingum í hópum B og C sem höfðu hægra greinrof í einhverjum áfanga en höfðu mætt í næsta áfanga á undan og þá ekki haft hægra greinrof. Deilt var í þá tölu með heildarfjölda þeirra er mættu í báða áfangana og árafjölda á milli áfanganna. Nýgengið var reiknað á 100.000 íbúa/ár (sjá viðauka). T-próf, kí-kvaðrat og Fisher’s exact próf voru notuð við tölfræðireikninga. P gildi minna eða jafnt og 0,05 var talið tölfræðilega marktækt. Fisher’s exact próf var notað ef gildin í fjórliðatöflunni voru <10 (17) . Fjölbreytuaðhvarf (stepwise multiple regression) var gert þar sem háða breytan var hægra greinrof en aðrar breytur voru skýribreytur. Notað var BMDP-forritið 2R (18) . Einnig var gerð aðhvarfsgreining með hlutfallsáhættulíkani Cox (19). Notað var BMDP-forritið 2L (18). NIÐURSTÖÐUR Af 197 hjartarafritum sem samkvæmt skráningu úr hóprannsókn Hjartaverndar voru með hægra greinrof reyndust fjögur ekki rétt greind eftir endurskoðun. Eitt af þeim 193 hjartarafritum sem eftir voru sýndi QRS bilið lengra en 0,12 sekúndur en var hvorki með R’ né R meira en 0,06 sekúndur. Um var að ræða leiðslutruflun í hægri grein leiðslukerfis hjartans því að S-takki í VI, V2 og I var stór og breiður. Ekki var hægt að llokka þetta rit í aðra flokka leiðslutruflana og var ritið því talið sýna hægra greinrof. Rangt greind hjartarafrit voru 2,0%. Wolff-Parkinson-White heilkenni fannst ekki í hjartarafriti með hægra greinrof. Af 200

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.