Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 40
290 LÆKNABLAÐIÐ Table I. Number (%) of inhabitants in each of the three communities, 01.12.90 and the number (%) of those who consulted the doctors. Community Number of inhabitants(%) Number of patients(%) Hafnarfjöröur..' 15.151 (65) 465 (74) Garðabær 6.954 (30) 123 (23) Bessastaðahreppur .. 1.082 (5) 13 (2) Nine contacts registrated with and seventeen missing. home address in i other communities Table II. The number of symptoms which initiated the contact with the doctors. Symptoms Men Women Total General symptoms 133 104 237 Head, eyes, ears, nose and mouth 72 76 148 Extremities 22 26 48 Thorax 34 31 65 Abdomen 26 24 50 Urologic 2 11 13 Genitalia 0 2 2 Obstetricial 0 1 1 Accidents 14 10 24 Control 1 3 4 Drug prescription 7 9 16 Operation 0 3 3 Other consultations 10 3 13 Missing 1 0 1 Við tölvuskráningu voru einstaklingarnir skráðir eftir búsetu í einn af fjórum flokkum: a) Hafnarfjörður, b) Garðabær, c) Bessastaðahreppur og d) önnur sveitarfélög. Þann 1. desember 1990 voru íbúar Hafnarfjarðar 15.151, Garðabæjar 6.954 og Bessastaðahrepps 1.082, samtals 23.187 íbúar (tafla I). Af þeim sem nýttu sér vaktlæknisþjónustuna bjuggu hlutfallslega flestir í Hafnarfirði og samanborið við Garðbæinga og íbúa Bessastaðahrepps var um tölfræðilega marktækan mun að ræða (p<0,00001). Tilefni: Flest tilefni sem leiddu til þess að sjúklingur hafði samband við vaktlækni voru almenns eðlis. Er þar átt við almenn sjúkdómseinkenni svo sem hita, beinverki og kvefeinkenni. Næst stærsti einkennaflokkurinn voru einkenni frá öndunarfærum; nefi, eyrum, hálsi og augum (tafla II). Sjúkdómsgreiningar-heilsuvandi: A læknavaktinni voru samskipti skráð á samskiptaseðla samkvæmt vandaliðuðu sjúkraskrárkerfi (Egilsstaðakerfi)(2). Þetta gerir það að verkum að öllum samskiptum fylgir ákveðin sjúkdómsgreining og úrlausn. Af sjúkdómsgreiningum voru smitsjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar og háls-, nef- og eyrnasjúkdómar langalgengastir eða um 53% (mynd 5). Slys og stoðkerfissjúkdómar voru samtals unr 15%. Ákveðinn hluti sjúklingahópsins (11%) fékk aðeins sjúkdómseinkenni (symptoms) sem sjúkdómsgreiningu. Þegar skoðuð er kynskipting við hverja sjúkdómsgreiningu kemur í ljós að enginn verulegur munur er á kynjum, þó sækja fleiri karlmenn vegna slysa, eða 39 á móti 31 konu (p=0,362, N.S.), og karlmenn fá mun oftar sjúkdómsgreiningu frá eyrum, nefi og háls, eða 63 á móti 42 konum (p=0,0458, N.S.). Úrlausnir: Við skráningu úrlausna getur sami einstaklingur fengið fleiri en eina úrlausn með hverri sjúkdómsgreiningu-heilsuvanda, til dæmis lyfseðil og gert að sárum (surgical treatment). Ekki var gerður greinarmunur á hvort um ávísun á eitt eða fleiri lyf var að ræða. Rúmlega helmingur af öllum úrlausnum sjúklinganna fólst í almennum ráðleggingum (mynd 6). Úrlausn í formi lyfseðils var algeng, þannig fengu 297 einstaklingar úrlausn senr var að minnsta kosti að hluta til í fornri lyfseðils. Þetta þýðir að tæplega annar hver sjúklingur fékk úrlausn sem fólst í ávrsun á lyf (47% allra samskiptanna). Önnur úrlausnarform voru mun sjaldgæfari. Tæplega 5% samskiptanna leiddu til innlagnar eða tilvísunar á sjúkrahús. Álíka stór hópur fékk gert að sárum eða öðrum meiðslum (surgical treatment) og er þar í langflestum tilvikum um að ræða sjúklinga sem tekið var á móti á Heilsugæslustöðinni Sólvangi frá 17.00-20.00. UMRÆÐA Aðgengi vaktlæknisþjónustunnar hlýtur að teljast mjög gott. Sjúklingar fá alltaf símasamband við Slökkvistöðina og læknir tekur beint við samtalinu ef hann er ekki r vitjun. Sé læknir hins vegar vant við látinn, en um bráðatilfelli að ræða, er unnt að fá samband við vaktlækni í gegnum talstöð. Þetta eykur augljóslega mjög aðgengið jafnframt því að þjónustan við sjúklingana verður öruggari. Allur samanburður við önnur rannsóknarsvæði, erlend sem innlend, er erfiður. Því veldur mismunandi íbúafjöldi,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.