Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 16
268 LÆKNABLAÐIÐ hafa einnig tekið þátt í rannsóknum á hægra greinrofi (36). Fyrrnefndir hópar fólks eru ýmist líklegri til að hafa hlotið heilsubrest eða þess krafist að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi og því lítt sambærilegir við almennt þýði. Algengishlutfallið karlar/konur er 2,1. Það er líkt kynjahlutfalli þeirra sem höfðu hægra greinrof í Tecumseh rannsókninni en þar var það 2,0. Lág tíðni hægra greinrofs meðal ungs fólks bendir til að mjög lítill hluti hægra greinrofs sé meðfæddur. Allir með hægra greinrof voru 40 ára og eldri þrátt fyrir að yngstu þátttakendurnir í rannsókninni væru 33 ára. Þetta kemur heim við niðurstöður úr Framingham rannsókninni þar sem tíðni leiðslutrufiana hjá ungbörnum var lítil, einnig að meðalaldur við greiningu hægra greinrofs væri 48 ár (10). í öðrum rannsóknum reyndist meðalaldur við greiningu þess vera við 20-56 ára aldur (5,27,29,34,35). Þessi mismunur á aldursdreifingu við greiningu hægra greinrofs er augljóslega háður því hvernig þýðið í rannsóknirnar var valið. Nýgengi hægra greinrofs jókst með auknum aldri meðal beggja kynja. Þótt í mörgum greinum sé leitt getum að orsök hægra greinrofs (29,34) hafa einungis Lev og félagar (21) og Lenegre (22) athugað meinafræðilegar breytingar í hjarta fólks með hægra greinrof. Lev og félagar fundu að oftast var komin bandvefsmyndun í hluta hjartavöðva þessa fólks. Aðalniðurstaðan var þó einungis sú að tengsl séu á milli leiðslutruflana almennt og marktækra meinafræðilegra breytinga í hægri grein His knippis (21). Lenegre athugaði tvíhliða greinrof (bæði hægra og vinstra) og niðurstaða hans var sú að hægri grein innanslegilsleiðslukerfisins var rofin að hluta til eða öllu leyti í 61 af 62 tilfellum sem rannsökuð voru. Bandvefsaukning fannst í hægri greininni í flestum tilfellanna auk þess sem yfirleitt sáust hrörnunarbreytingar. Algengasti staður skemmda á hægri greininni var á miðhluta hennar sem svarar til þess hluta sem liggur innan hjartavöðvans (22). Athyglisverð er sú niðurstaða okkar að blóðþrýstingur er marktækt hækkaður (p<0,05) í körlum og konum yngri en 60 ára, sem höfðu hægra greinrof, miðað við samsvarandi samanburðarhóp. Auk þess sáust marktæk tengsl við hjartastækkun (p<0,05) í körlunt sem höfðu hægra greinrof og voru yngri en 60 ára og tengsl við hækkaðan blóðsykur eru á mörkum þess að vera marktæk í sama hópi (p=0,05). Þetta getur bent til þess að karlar eldri en 60 ára séú líklegir til að hafa hægra greinrof vegna hrörnunar í leiðslukerfi hjartans, karlar yngri en 60 ára fái hins vegar hægra greinrof oft sem afleiðingu einhvers annars sjúkdóms, einkum háþrýstings eða sykursýkisháðrar skemmdar á hjartanu. Vitað er að sykursjúkir eru í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóm og tíðni háþrýstings er hærri í slíkum sjúklingum en í almennu þýði. Einnig er viðurkennt að fari sykuróþol og háþrýstingur saman auki það hættu viðkomandi á að fá kransæðasjúkdóm sem aftur kann að vera áhættuþáttur hægra greinrofs, því til stuðnings sést að tengsl eru milli hægra greinrofs og kransæðasjúkdóma (p<0,05) meðal karla í okkar rannsókn. Hjartabilun er algeng í sykursjúkum, að því er talið er vegna smáæðasjúkdóms. Tvær af orsökum hjartavöðvasjúkdóms eru taldar vera sykursýki og háþrýstingur (37). Fimmtungur fólks með háþrýsting hefur þykknun á vinstri slegli. Rannsóknir hafa sýnt að aukin hætta er á skyndidauða við þykknun á hjartavöðva. Ein af orsökum hennar er háþrýstingshjartasjúkdómur, sem einn sér eykur einnig hættu á skyndidauða (38). Oft er erfitt að greina í sundur háþrýstingshjartasjúkdóm og hjartavöðvasjúkdóm, en á hjartarafriti í hjartavöðvasjúkdómi sjást oft hjartsláttartruflanir, meðal annarra hægra greinrof. Talið er að þrír þættir segi mest til um horfur sjúklinga með hjartavöðvasjúkdóm, innanslegilsleiðslutruflanir, slegilstakttruflanir og þrýstingur í hægri gátt (37). 1 þessari rannsókn vekur einnig athygli að tíðni annarra hjartsláttartruflana er marktækt aukin (p<0,001) í körlurn með hægra greinrof. Tíðni hægs hjartsláttar er marktækt aukin (p<0,01) og einnig tíðni kransæðasjúkdóma (p<0,05) í sama hópi. Af þessum niðurstöðum má styðja þá ályktun að meðal karla og kvenna yngri en 60 ára sé hægra greinrof ekki einangrað fyrirbæri í hjartanu heldur eigi það sér stundum undirliggjandi orsök sem oft er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.