Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 32
284 LÆKNABLAÐIÐ Tafla V. Upplýsingar frá sjö löndum og frá þessari rannsókn um slys og höfuðáverka barna. Nýgengi og dánartölur miðast við 1000 börn. Árlegt nýgengi Heila- og Innlagðir heila- Alvarlegir Dánartölur Slys á slysa- mænuáverkar áverkar heila- vegna deildum á slysadeildum á sjúkrahús áverkar heilaáverka ísland 1973-1980.............. 299” 2,0021 0,40:» 0,0321 ísland 1987-1991 ............. 264* 2 3) 11,04) 1,40J| 0,084' 0,03JI Bandaríkin.................... 1,855) 0,275 ) 0,105) ísrael........................ 1,7161 0,266) O.OS61 Noregur....................... 1257) 2,348) Svíþjóð ...................... 143'" 9,89) 2,62l0) Frakkland..................... 11,7’1 > Danmörk ...................... 0,30,2) Tilvitnun í heimild innan sviga: !) (6) Borgarspítalinn, slysadeild 1974-1991. 7) (7) Noregur 1992. 2) (3) Borgarspítalinn, heila- og taugaskurðlækningadeild 1973-1980. 8) (10) Noregur 1989. 3) (6) Borgarspítalinn, slysadeild 1991. 9) (8) Gautaborg 1975-1 4) Niðurstöður þeirrar rannsóknar sem greinin fjallar um. I0) (11) Svíþjóð 1988. 5) (1) San Diego hérað 1981. n> (9) Frakkland 1981. 6) (12) ísrael 1970-1976. I2) (13) Danmörk 1990. Borgarspítalans verið að meðaltali 10.621 á ári (5). Nýleg athugun á komum á slysadeild Borgarspítalans (6) bendir til þess að á árunum 1974-1991 hafi nýgengi slysa barna yngri en 15 ára búsettra í Reykjavík verið 299/1000; 345/1000 meðal pilta og 250/1000 meðal stúlkna. Þrátt fyrir það að nýgengi slysa meðal bama í Reykjavík hafi farið lækkandi og verið 264/1000 árið 1991 (6), þá er það hátt miðað við nágrannalöndin Noreg (7) og Svíþjóð (8) eins og fram kemur í töflu V. I töflu V kemur hins vegar einnig fram að nýgengi heila- og mænuáverka barna á slysadeild Borgarspítalans hefur ekki verið áberandi hátt í samanburði við tölur frá Svíþjóð (8) og Frakklandi (9). Þegar litið er til áranna 1987-1991 voru að meðaltali 412 börn 14 ára og yngri greind með heila- eða mænuáverka á slysadeild Borgarspítalans á ári hverju (5). Ef gert er ráð fyrir að flest þessara barna hafi komið af Stór- Reykjavíkursvæðinu var árlegt nýgengi um 11 miðað við hver 1000 börn. Langfjölmennasti aldursflokkurinn var undir fimm ára aldri. I þeim aldurshópi var að meðaltali 201 (49%) barn árlega, nýgengi urn 17/1000. Að meðaltali eru nú færri börn yngri en 15 ára lögð inn á Borgarspítalann vegna heilaáverka á ári hverju en var á árunum 1973-1980. Ársmeðaltal hefur lækkað úr 84 niður í 59, og nýgengi úr um 2.0/1000 niður í um 1.4/1000. Fækkun hefur orðið mest í aldurshópi finnn til níu ára barna, en minnst fækkun hefur hins vegar orðið í yngsta aldurshópnum. Fjölmennasti aldursflokkurinn er þó enn fimm til níu ára böm og þar heldur ísland sérstöðu sinni. Hlutfall barna miðað við heildarfjölda einstaklinga með höfuðáverka hefur lækkað úr 47% á árunum 1973-1980 (3) niður í 36%. Þetta hlutfall er þó enn hátt miðað við tölur frá öðrum löndum (1,10,11). í töflu V er nýgengi slysa og höfuðáverka meðal íslenskra barna á árunum 1973-1980 og á árunum 1987-1991 borið saman við tölur um nýgengi erlendis. Þar kemur meðal annars í ljós að nýgengi innlagna vegna höfuðáverka og nýgengi dauðsfalla vegna heilaskaða á íslandi hefur verið áþekkt því sem lýst hefur verið í öðrum löndum (1,10-12). Ávallt er erfitt að bera saman rannsóknir á tíðni höfuðáverka, til dæmis vegna mismundandi skilgreininga og mismunandi skipulags heilbrigðisþjónustu. Svo virðist þó sem íslenskum börnum sé ekki hættara við að vera lögð inn á sjúkrahús með höfuðáverka en börnum í Bandaríkjunum (1) og Israel (12), og tíðni innlagna barna vegna höfuðáverka virðist nú mun hærri í Skandinavíu (10,11). Hópur barna með höfuðáverka var lagður inn á barnadeildir Landakots og Landspítalans á árunum 1987-1991, en ekki er ástæða til að ætla annað en svo hafi einnig verið á áttunda áratugnum. Gera má ráð fyrir að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.