Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 271-8 271 Uggi Þ. Agnarsson1), Þóröur Harðarson2), Jónas Hallgrímsson3), Ásmundur Brekkan4), Nlkulás Sigfússon1) HJARTAVÖÐVASJÚKDÓMUR MEÐAL KVENNA: Algengi metið með hjartaómun og krufningu ÁGRIP Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta algengi hjartavöðvasjúkdóms (HVS) í hópi 3922 fullorðinna kvenna, þátttakendum í hópþýði Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá árunum 1981-1983. Við rannsóknina reyndust 358 konur (9%) (hópur A) hafa afbrigðilegt hjartarit og 3564 (91%) reyndust hafa eðlilegt hjartarit. Leit að hjartavöðvasjúkdómi var gerð með hjartaómun hjá öllum konum með afbrigðilegt hjartarit (hópur A) og hjá 89 konum með eðlilegt hjartarit (hópur B). Konur í hópi B voru á sambærilegum aldri og konur í hópi A. Einnig var farið yfir dánarvottorð og krufningaskýrslur þeirra 100 kvenna sem látist höfðu frá fyrstu skoðun til ársins 1989, 18 úr hópi kvenna með afbrigðilegt hjartarit og 82 með eðlilegt. HVS greindist meðal fjögurra af 274 konum sem mættu til hjartaómskoðunar úr hópi A en 66 mættu ekki. Af 76 konum úr hópi B reyndist engin hafa sjúkdóminn, en 13 mættu ekki. Við krufningu greindust fimm konur með HVS. Samtals fundust því níu konur með HVS, ein með afbrigðilegt og fjórar með eðlilegt hjartarit. Þrjár af fjórum sem greindust við hjartaómun reyndust hafa hjartaeinkenni en einungis ein af fimm sem greindust við krufningu virtist hafa haft hjartaeinkenni. Tvær þeirra létust skyndidauða. Blóðflæðirannsókn með Doppler aðferð á mítur- og útstreymisblóðrennsli var gerð hjá konunt með HVS og niðurstöður bornar saman við blóðrennsli hjá konum með heilbrigt hjarta. I ljós kom aukið vægi blóðrennslis seint í lagbili við fyllingu á Frá 'JRannsóknarstöð Hjartaverndar, 2)lyflækningadeild Landspítalans, 3)Rannsóknastofu í meinafræði, Háskóla íslands, 4)röntgendeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Uggi Þ. Agnarsson, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lágmúla 9, 108 Reykjavík. vinstri slegli og aukinn rennslishraði á blóði út úr vinstri slegli og meðal kvenna með HVS. Algengi HVS og 90% vikmörk voru reiknuð. Algengi HVS reyndist 1,5% (0,4-3,8%) meðal kvenna með afbrigðilegt hjartarit og reiknað algengi meðal kvenna með eðlilegt hjartarit var 0,14% (0,04-3,9%). Lágmarksalgengi miðað við þær konur sem greindust með HVS í rannsókn okkar var 0,2% (0,1 -0,6%) fyrir aldursbilið 30-73 ár. INNGANGUR Hjartavöðvasjúkdómur (HVS) einkennist af ofþykknun á veggjum slegla, einkum sleglaskipt og útvegg vinstri slegils. I sumum tilvikum getur þykktaraukningin einungis verið sjáanleg í nágrenni hjartabrodds (1). í rannsókn í Framingham fundust ómmerki um sjúkdóminn hjá 1,3% karla og 1,9% kvenna, meðalaldur um 74 ár, en meðal yngra hóps fannst sjúkdómurinn hjá 0,4% karla og 0,2% kvenna, meðalaldur 40 ár (2). í fyrri rannsókn okkar fannst sjúkdómurinn hjá 3,6% karla með afbrigðilegt hjartarit og 0,8% allra miðaldra karla (3). Þessar niðurstöður sýndu hærri tíðni en kom fram í afturvirkri rannsókn gerðri í Minnesota en aðferðir rannsóknanna eru gerólíkar (4). Fyrri upplýsingar hafa gefið til kynna að 73- 98% sjúklinga með hjartavöðvasjúkdóm hafi afbrigðilegt hjartalínurit (5-7). Þess ber þó að geta að þessar niðurstöður grundvallast á einstaklingum sem höfðu greinileg einkenni sjúkdómsins. Hugsanlegt er því að raunveruleg tíðni slíkra afbrigða sé lægri ef teknir eru með sjúklingar með vöðvasjúkdóm en lítil sem engin sjúkdómseinkenni (2). Eðlilegt virðist þó að skimun fyrir HVS beinist sérstaklega að fólki með afbrigðilegt hjartarit. Vel er þekkt að margir sjúklingar með hjartavöðvasjúkdóm hafa einkenni sem eru talin stafa af hindrun á streymi blóðs út úr vinstri slegli, þar sem þykk sleglaskipt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.