Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 20
272 LÆKNABLAÐIÐ skagar inn í útstreymisrás (1,8,9). Á síðustu árum hafa rannsóknir á blóðflæði með Doppler tækni staðfest blóðþrýstingsfall yfir staðbundna vöðvaþykknun í HVS og verið notuð til að sýna fram á skerta lagbilsslökun og seinkun fyllingar vinstri slegils (10- 12). Samdráttarhlutverk vinstri gáttar er því oft þýðingarmeira hjá sjúklingum með hjartavöðvasjúkdóm en hjá heilbrigðum einstaklingum (11-13). Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að meta algengi hjartavöðvasjúkdóms meðal fullorðinna kvenna úr hópþýði Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, með sérstakri áherslu á fólk með afbrigðilegt hjartarit, og í öðru lagi að kanna hvort blóðflæðistruflanir eins og lýst hefur verið kæmu einnig fram meðal þeirra kvenna sem greindust með hjartavöðvasjúkdóm við skimun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur um margra ára skeið fylgt eftir úrtaki karla og kvenna. Áfangaskoðun (fjórði áfangi) fór fram á árunum 1981-1983 á þýði 3922 kvenna fæddra á árunum 1916-1935 og 1940-1954 (3,14). Við þá rannsókn kom í ljós að 358 konur (9,1%) reyndust hafa afbrigðilegt hjartalínurit samkvæmt Minnesota skilmerkjum (hópur A). Þessi hópur var valinn til þátttöku í rannsókn okkar ásamt 89 konum með eðlilegt hjartarit (hópur B) völdum með tilliti til sambærilegs fæðingardags úr sama þýði, ein fyrir hverjar fjórar konur úr hópi A. Við litum svo á að meðal eðlilegra al'brigða hjartarits lesið með Minnesota lykli væru eftirtaldir lyklar: nr. 100, 630, 730, 750, 810, 880, það er að segja eðlilegt rit, 1. gráðu AV rof, ófullkomið hægra greinrof, einstök aukaslög frá gáttum og sleglum og sínus hægataktur. Notaðar vom upplýsingar frá Hagstofu Islands um látna þátttakendur úr fjórða áfanga og dánarmein skráð samkvæmt dánarvottorðum og krufninganiðurstöðum þar sem þær lágu fyrir. Samþykki þátttakenda fyrir þátttöku í rannsókninni lá fyrir í upphafi. Þátttakendur svöruðu stöðluðum spurningum um fjölskyldusögu og einkenni hjartasjúkdóms eins og gert er í spurningakveri Hjartaverndar (3,14). Eftir það fór fram læknisskoðun þar á meðal hjartahlustun, skráð var hæð og þyngd. blóðþrýstingur var mældur á hægri handlegg í liggjandi stöðu. Notaður var kvikasilfursmælir og mælingagildi lesin af við fyrsta og fimmta Korotkoff- tón. I þessari rannsókn var miðað við að blóðþrýstingsgildi >160 mm kvikasilfurs í slagbili og/eða blóðþrýstingur >95 mm Hg í lagbili teldist háþrýstingur. Tekið var 12- leiðslu-hjartalínurit. Hjartavöðvinn var talinn þykknaður samkvæmt hjartariti ef fyrir hendi voru skilmerki Romhilts (15,16). Omrannsókn var gerð með Hewlett Packard 500 tæki og notaður 2,5 og 3,5 mHz sneiðmyndahljóðgjafi og skráð bæði tvívíddar- og einvíddarmynd (M-mode). Hjarta var sneitt eftir langöxli og skammöxli og tekin var fjögurra hólfa mynd frá hjartabroddi. Einnig voru teknar neðanrifjamyndir eftir því sem þurfti. Með venjulegri einvíddarskoðun var þykkt sleglaskiptar og bakveggs mæld, auk þvermáls vinstri slegils í lok slag- og lagbils. Þá var þvervídd vinstri gáttar og ósæðar mæld. Að jafnaði var tekið meðaltal þriggja til fjögurra slaga og skráningarhraði var 50- 100 cm/sek. Mæling var gerð beint á skjáinn með innbyggðu tölvuforriti. Massi vinstri slegils var reiknaður að hætti Penns (17). Við töldum óhætt að greina HVS ef þykkt sleglaskiptar eða bakveggur vinstri slegils var 15 mm eða meiri við lok lagbils og slegill var ekki víkkaður umfram eðlileg mörk (1). Leitað var sérstaklega eftir staðbundinni þykknun svo sem við hjartabrodd (1). HVS var ekki greindur ef líklegt þótti að eðlilegar orsakir lægju til ofþykknunar vinstri slegils, svo sem háþrýstingur, hjartalokusjúkdómar eða óvenju miklar íþróttaiðkanir (1). Blóðrennslismælingar með Doppler tækni voru gerðar hjá þeim sem greindust með HVS og niðurstöður bornar saman við mælingar meðal 40 kvenna úr hópi B þar sem ekki var saga eða merki við skoðun um háþrýsting eða annan hjartasjúkdóm. Doppler ómskoðanir voru að jafnaði gerðar frá broddi vinstri slegils. Notaðir voru bæði samfelldir og skammtaðir ómgjafar. Blóðrennsli um míturloku var mælt með skömmtuðum púlsum og ómpunkti í opi lokunnar séð með tvívíddarmynd með áherslu á lagbilsflæði og aðgreiningu þess í fyrri hluta (E-topp) og seinni hluta (A-topp), en blóðflæði úr vinstri slegli var mælt frá broddi þar sem unnt reyndist að ná beinni línu yfir í ósæð með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.