Læknablaðið - 15.09.1993, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
283
Tafla III. Fjöldi, aldurs- og kynjaskipling bama 14 ára og yngri sem lögð voru inn vegna höfuðáverka (ICD
850-854) á deildir Borgarspítalans árin 1987-1991 í hverjum ICD greiningarjlokki 850-854 (höfuðáverki án
höfuðkúpubrots).
Aldur 0-4 ára 5-9 ára 10-14 ára
Kyn Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur
Sjúkdómsgreining (ICD) Alls (%)
Heilahristingur (850) 46 22 58 51 55 27 259 (87)
Heilamar, tættur heiii (851) 2 2 6 1 5 1 17 (6)
Blæðing í heilahimnum (852) 3 1 2 2 3 2 13 (4)
Önnur blæðing innan kúpu (853) 2 1 1 0 1 0 5 (2)
Annar áverki innan kúpu (854) 1 0 0 0 1 1 3 d)
Alls 54 (18%) 26 (9%) 67 (23%) 54 (18%) 65 (22%) 31 (10%) 297 (100)
Tafla IV. Fjöldi, aldurs- og kynjaskipting barna 14 ára og vngri, sem lögð voru inn á barnadeild Landakots og
barnadeild Landspílalans með lieilaáverka (ICD 850-854) árin 1987-1991.
Landakot Landspítali
Aldur Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Alls (%)
0- 4 ára 8 4 10 14 36 (58)
5- 9 ára 6 4 8 1 19 (31)
10-14 ára 3 1 3 0 7 (11)
Alls 17 9 21 15 62 (100)
gjörgæsludeild. Ef hins vegar miðað er við
fjölda bama með ICD greiningu 851-854
verður árlegt nýgengi alvarlegra heilaáverka
0.18/1000.
A tímabilinu létust sjö börn á öllu landinu af
afleiðingum heilaáverka (ICD 850-854), árlegt
nýgengi um 0.03/1000. I þessum hópi voru
fleiri stúlkur en piltar og flest voru yngri en
10 ára.
Tafla IV sýnir fjölda barna yngri en 15 ára
sem lögð voru inn á bamadeildir Landakots
og Landspítala vegna heilaáverka (ICD 850-
854) á árunum 1987-1991. Að meðaltali
komu um 12 börn með heilaáverka á
þessar deildir árlega. Þessar tölur sýna að
barnadeildirnar sinna hlutfallslega mest
yngstu aldurshópunum. Lengd innlagnar á
Landakoti var í flestum tilvikum einn til tveir
sólarhringar og ekkert bam dvaldi umfram
tvær vikur. A Landakoti hlutu 11% bamanna
ICD greiningu 851-854.
Á barnadeild Landspítalans voru 27 börn
greind með heilahristing (ICD 850). Níu
(25%) voru með ICD greiningu 851-854,
og meirihluti þeirra var undir fimm ára
aldri. Tuttugu og átta (68%) af 41 innlögn á
barndadeild Landspítalans voru einn til tveir
sólarhringar að lengd og 35 innlagnir (85%)
voru skemmri en tvær vikur. Að meðaltali
gisti eitt heilaskaðað barn á ári deildina einn
til þrjá mánuði.
Þegar litið var nánar á yngsta aldurshópinn
á Landspítalanum kom í ljós að 10 af 14
stúlkum og helmingur pilta vora yngri en 20
mánaða.
Ekkert bam yngra en 15 ára var lagt inn á
Grensásdeild Borgarspítalans á tímabilinu
1987-1991 til endurhæfingar vegna heilaskaða.
Undanfarin ár hafa að meðaltali komið um tvö
alvarlega heilasköðuð börn á aldrinum fimm
til 14 ára til endurhæfingar á Reykjalund.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sinnir
að meðaltali um einu alvarlega heilasköðuðu
barni árlega.
Ráða má af lengd innlagna á barnadeild
Landspítalans að þar hafi að meðaltali um eitt
barn á ári hlotið þjálfun eða endurhæfingu.
UMRÆÐA
Slysadeild Borgarspítalans þjónar að meðaltali
um 42.000 nýkomum á ári hverju. Um
32.000 þessara nýkoma eru vegna slysa,
en um 10.000 vegna skyndilegra veikinda.
Undanfarin ár, 1987-1991, hafa nýkomur
slasaðra barna yngri en 15 ára á slysadeild