Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 18
8 LÆKNABLAÐIÐ notkunar magasárslyfja á sjúkrahúsum má ætla að upplýsingar hafi fengist unr allt að 90% lyfjaávísana á magasárslyf í aprílmánuði 1991. Öll apótek á íslandi nema eitt tóku þátt í rannsókninni. Þá náði rannsóknin ekki til nokkurra lítilla heilsugæslustöðva úti á landi þar sem stunduð er lyfjasala án lyfjafræðings. Alls gaf 1131 sjúklingur af 2021 (56%) upplýsingar um lyfjanotkun sína og er ekki vitað um sérstakt val á þessum sjúklingum. Rannsóknin ætti því að gefa raunhæfa mynd af notkun magasárslyfja á Islandi í aprílmánuði 1991. Um 65% lyfjaávísana voru frá heilsugæslulæknum og um 15% frá meltingarsérfræðingum. Nokkur rnunur virðist vera á notkun þessara sérgreina á magasárslyfjum eftir sjúkdómum. Meltingarsérfræðingar gefa lyfin oftar við sársjúkdómum heldur en heilsugæslulæknar, en þeir síðarnefndu hinsvegar oftar við meltingaróþægindum og brjóstsviða. Má ætla að þessi mismunandi notkun stafi af mismunandi sjúklingahópum sem til þeirra leita. Af sömu ástæðu kemur ekki á óvart að meltingarsérfræðingar ávísa ómeprazóli í 42% tilvika en heilsugæslulæknar í 13% tilvika. Af þeim sjúklingum sem rætt var við (1131) höfðu 69% verið rannsakaðir áður en þeir fengu lyfjaávísun, en 31% sjúklinganna fengu ávísun á magalyf án undangenginnar rannsóknar annarrar en viðtals við lækni. í einungis um 30% tilvika var um sársjúkdóm að ræða og af þessum hóp höfðu 82% farið í magaspeglun og 10% í röntgenmyndatöku þannig að 8% sársjúklinga fengu þessa greiningu án rannsókna. Það er því ekki hægt að segja með vissu að meira en 28% sjúklinganna hafi haft sársjúkdóm en þau 2% sjúklinga sem fengu greininguna sársjúkdómur án rannsókna flokkast með meltingarónot. Athyglisvert er að 17% sjúklinganna voru með magasár en einungis 12% skeifugamarsár. Þetta er í samræmi við svokallaða ”heimskautahegðun” sársjúkdóms, sem er vel þekkt á Islandi (19-22), en þá er tíðni magasára jöfn eða hærri en skeifugarnarsára, gagnstætt því sem er í öðrum vestrænum löndum (22). Magabólgur voru ástæða lyfjaávísunar í 21% tilvika og meltingaróþægindi í 9% tilvika. Um 70% sjúklinga með magabólgur höfðu verið rannsakaðir en 40% sjúklinga með meltingaróþægindi. Sjúkdómsgreiningin magabólgur fellur undir meltingarónot (non- ulcer dyspepsia) (23) og það sama á við um meltingaróþægindi. Með brjóstsviða voru 29% sjúklinganna og má ætla samkvæmt klínískri reynslu að um það bil helmingur þessara sjúklinga geti flokkast með meltingarónot. íslensk rannsókn á vel skilgreindum hópi sjúklinga með meltingarónot sýndi að þriðjungur sjúklinganna hafði brjóstsviða sem hluta af sjúkdómsmyndinni (24), þannig að ljóst er að þessir hópar skarast verulega. Því má ætla að að minnsta kosti þriðjungur sjúklinga með brjóstsviða falli undir sjúkdómsgreininguna meltingarónot og afgangurinn hafi vélindabólgu. Meltingarónot eru því ástæða lytjaávísunar í rúmlega 40% tilvika. Litlar upplýsingar eru til um notkun magasárslyfja með tilliti til aldurs og kyns sjúklinga. Dönsk rannsókn, sem að hluta til er sambærileg við þá sem hér er kynnt, athugaði notkun magalyfja 1989-1990 út frá endurgreiðslu lyfjakostnaðar til sjúklinga (25). Þar kom fram að 1,25% Dana nota magalyf á hverjum tíma borið saman við 1,54% íslendinga. Hámarksnotkun er hjá báðum þjóðum í aldursflokknum 70-79 ára. Sjúkdómar, sem magasárslyf eru notuð við, hafa merkjanleg áhrif á kostnað þjóðarinnar vegna heilbrigðismála og lyfin eru ekki ódýr. Það er því mikilvægt að vita hvernig lyfin eru raunverulega notuð. Samanburðarrannsóknir hafa óyggjandi sýnt fram á áhrif magasárslyfja við græðslu sára og til að koma í veg fyrir endurkomu sára. Þessi rannsókn sýnir að lyfin eru notuð í þeim tilgangi í innan við 30% tilvika. Samanburðarrannsóknir hafa einnig sýnt að hægt er að koma í veg fyrir afleiðingar sársjúkdóms (blæðingar, holsár) með langtímameðferð (15). Það hefur hins vegar reynst erfitt að sýna fram á þessi áhrif í faraldsfræðilegum rannsóknum (6-10), hugsanlega vegna rangrar eða of lítillar notkunar lyfjanna. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að dánartíðni vegna sársjúkdóma fari lækkandi í Evrópu (16) og í Tayside í Skotlandi (15) sem er hugsanlega vegna árangurs meðferðar með H;-blokkum. Bráðabirgðauppgjör gagna um fylgikvilla og dánartíðni vegna sársjúkdóma á Islandi (19,20) sýnir ekki, svo óyggjandi sé, að H,-blokkar hafi haft áhrif í þessa átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.