Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 16
6
LÆKNABLAÐIÐ
fengu lyfið við brjóstsviða en 77 fengu lyfið
gegn aukaverkunum annarra lyfja. Ekki
fengust upplýsingar í öllum tilvikum um
hvaða annað lyf væri að ræða, en að minnsta
kosti 10 sjúklingar fengu BEYGL og tveir
voru á prednisóloni.
Þegar litið er á hverjir ávísa lyfjunum og
af hvaða ástæðum kemur í ljós að þegar
sjúklingur hefur sársjúkdóm eða magabólgur
ávísa meltingarsérfræðingar hlutfallslega oftar
lyfjunum en þegar um aðrar ástæður er að
ræða (tafla IV), og þeir ávísa hlutfallslega
sjaldnar lyfjum gegn aukaverkunum annarra
lyfja.
Rannsóknir: Af þeim 1131 (100%) sem
svöruðu spurningunum höfðu 756 (67%) farið
í magaspeglun eða röntgenrannsókn, þar af
541 (48%) á síðustu fimm árum. Skipting
milli þessara rannsókna var þannig að 685
(91%) fóru í speglun og 71 (9%) í röntgen.
Þegar litið er á rannsóknir síðustu 12 mánaða
verður hlutfallið þannig að 284 (94%) voru
speglaðir og 19 (6%) rannsakaðir með röntgen
(tafla V). Lyfjum var ávísað til 375 sjúklinga
(33%) eftir viðtal við lækni eingöngu.
Þegar litið er til þess í hvaða rannsóknir
sjúklingarnir höfðu farið eftir mismunandi
sjúkdómum, kemur í ljós að af þeim 333
sem voru með sársjúkdóm höfðu 272 (82%)
einhvern tímann verið speglaðir og 32 (10%)
farið í röntgenrannsókn (tafla VI).
Sjúklingar sem komu frá heilsugæslulæknum
og svöruðu spurningum um lyfjanotkun
sína voru 772. Af þeim höfðu 63% verið
rannsakaðir, 429 speglaðir og 54 verið
rannsakaðir með röntgen. Þar af höfðu
137 verið rannsakaðir á liðnu ári (18%).
Meltingarsérfræðingar ávísuðu lyfjum til
159 sjúklinga en af þeim höfðu 92% verið
rannsakaðir, 144 speglaðir og tveir farið
í röntgenrannsókn. Rannsóknir yngri en
ársgamlar voru 105, þannig að tveir af
hverjum þremur voru nýrannsakaðir. Ef
einungis er litið á sársjúkdóma komu 62
sjúklingar frá meltingarsérfræðingum, en 60
þeirra voru speglaðir, þar af 39 innan árs, einn
var greindur með nýrri röntgenrannsókn og
einn sjúklingur kom eingöngu í viðtal. Hjá
heilsugæslulæknum greindust 223 sjúklingar
með sársjúkdóma, þar af voru 173 speglaðir,
49 innan árs, 27 greindir með röntgenrannsókn
og 20 með viðtali eingöngu.
Tafla IV. Hverjir ávísa lyjjunum og af hvaða ástœöum.
Ástæða Melt- Heilsu- ingar- gæslu- sérfræð- Sjúkra- læknar ingar hús Aðrir %i (%> (%> (%>
Sársjúkdómur 67 19 10 4
Magabólgur 70 17 3 10
Brjóstsviöi 71 11 3 15
Meltingaróþægindi. 74 11 4 11
Aukaverkanir lyfja . 52 4 19 25
Tafla V. Sjúklingar i ' magaspeglun eða röntgenrannsókn.
Fjöldi Fjöldi
Aldur rannsóknar í speglun í röntgen
< 1 árs .. 284 19
1-5 ára .. 215 23
> 5 ára 84 22
Óvíst .. 102 7
Alls 685 71
Tafla VI. Rannsóknir með tilliti til sjákdóma.
Speglun Röntgen Viðtal
Ástæða Fjöldi (%) <%) (%)
Sársjúkdómur .... 333 82 10 8
Magabólgur .... 239 64 5 31
Brjóstsviöi .... 322 55 6 39
Meltingaróþægindi. .... 104 37 2 61
Aukaverkanir .... 77 29 4 67
Aðrar ástæður .... .... 43 47 7 46
Sjúklingur veit ekki ... 13 23 0 77
Tafla VII. Lyfjaval lœkna.
Óme-
Læknar Hi-blokkar prazól Annað Samtals
Heilsugæslulæknar . 1113 167 26 1306
Meltingarsérfræðingar 149 129 29 307
Aðrir læknar 228 37 10 275
Frá sjúkrahúsum . 100 13 6 119
Upplýsingar vantar 13 0 1 14
Alls 1603 346 72 2021
Lyfjaflokkar: H,- blokkar voru mest
notaðir. Alls fengu 1603 sjúklingar af
2021 slík lyf eða 79%. Ómeprazól fengu
346 sjúklingar eða 17%. Einungis 4%
sjúklinga fengu lyf af öðrum lyfjaflokkum.
Heilsugæslulæknar ávísuðu H,-blokkum
í 1113 tilvikum, en ómeprazóli í 167
tilvikum. Meltingarsérfræðingar ávísuðu
H,-blokkum í 149 tilvikum en ómeprazóli
í í29 tilvikum (tafla VII). Hlutfallslega