Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 37 að þessi ávinningur sé einn mesti sigur heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við sýkingar (11). Engu að síður er talið að í vanþróuðum ríkjum deyi um fimm þúsund börn á dag vegna sjúkdóma sem hægt er að bólusetja fyrir eins og mislingum. barnaveiki og stífkrampa. Þegar ég var krakki veiktust nokkur börn á svipuðum aldri og ég af lömunarveiki og önnur fæddust með fæðingargalla vegna rauðra hunda. Þessir sjúkdómar sjást nú varla lengur. Þegar ég var að ljúka héraðsskyldunni í Bolungarvík árið 1977 geisaði þar mislingafaraldur. Skömmu síðar hófust kerfisbundnar bólusetningar við mislingum. Þessi sjúkdómur er nú orðinn afar sjaldgæfur hér á landi. Árið 1988 var tekin upp kerfisbundin bólusetning við rauðum hundum, mislingum og hettusótt (MMR) og ári síðar bólusetning við heilahimnubólgu af völdum bakteríunnar Haemophilus influenzae b. (Hib). Árangurinn lét ekki á sér standa (8). Allt þetta hefur gjörbreytt vinnu heimilislækna á síðustu árum. Þá má einnig minna á umfangsmiklar bólusetningar á hverju hausti við inflúensu og nýjustu ónæmisaðgerðir við lungnabólgu með pneumókokkabóluefnum hjá eldra fólki. íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem fyrstir tóku upp þessar bólusetningar í ríku mæli og árangur þeirra hefur vakið athygli víða erlendis. Ný bóluefni eru einnig væntanleg, en verið er að prófa ný bóluefni fyrir meningókokkum af flokki B og flokki A/C (11). Einnig er verið að gera tilraunir á bóluefni við mislingum sem hægt er að gefa börnum strax upp úr þriggja mánaða aldri í stað 18 inánaða eða tveggja ára eins og nú er. VÍSINDARANNSÓKNIR Aukin þátttaka heimilislækna í vísindarannsóknum á síðustu árum telst einnig til ánægjulegra nýjunga innan fagsins. Með tilkomu prófessorsembættisins í heimilislækningum hefur aðstaða til rannsóknarstarfa batnað verulega. Haldin hafa verið samtals fimm námskeið um vísindarannsóknir fyrir heimilislækna og hlúð hefur verið að tugum rannsóknarverkefna. Árangurinn er þegar að koma í ljós (12) og mun hann væntanlega koma læknum að gagni í klínísku starfi. Á síðustu árum hefur orðið algjör bylting í fjármögnun til rannsóknarstarfs í heimilislækningum bæði hér á landi og erlendis. í Fréttabréfi lækna (9/93) mátti sjá tilkynningu frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna þar sem Vísindasjóður félagsins úthlutaði samtals tveimur milljónum árið 1993 til rannsóknarstarfa í heimilislækningum. Þennan rannsóknarsjóð hefur félagið fjármagnað á eigin spýtur. Litlu fé hefur hins vegar enn sem komið er verið ráðstafað til rannsókna í heimilislækningum frá Vísindaráðssjóði Islands eða Háskóla Islands. í Noregi hefur Norska læknafélagið veitt fé í rannsóknarstöður í heimilislækningum svonefnd almen praktiker stipendiat sem nægt hefur til fastra launa í einn til þrjá mánuði í senn og í sumum tilvikum lengur. Þessi nýjung hefur leitt til gróskumikils rannsóknarstarfs í heimilislækningum í Noregi og fjölda doktorsritgerða. Er það von mín að hægt verði að koma á svipuðu fyrirkomulagi hérlendis á næstu árum. í þessu samhengi er vert að minnast á nýja möguleika til að kynna rannsóknir, hugmyndafræði og nýjungar í heimilislækningum. Norræn þing heimilislækna, sem haldin eru annað hvert ár hafa verið frjór jarðvegur í þessu samhengi, allt frá fyrsta þinginu í Kaupmannahöfn 1979. í framhaldi af þessum rannsóknarþingum, stofnuðu heimilislæknafélög Norðurlanda nýtt læknisfræðitímarit, Scandinavian Journal of Primary Health Care, sem nú er viðurkennt í Index Medicus og er einn helsti vettvangur til kynningar á vísindagreinum innan fágsins. Mikil áhersla er lögð á það að kynna marktækar niðurstöður í fræðunum. Stofnað hefur verið í Bretlandi svonefnt Cochrane collaboration (13), en það eru samtök lækna víða um heim, sem hafa það að markmiði að safna saman marktækum upplýsingum rannsókna í heilsugæslu og koma þeim á framfæri. Hér er átt við niðurstöður úr tilviljanakenndum úrtaks- viðmiðunarrannsóknum (randomized controlled trials) í heilsugæslunni. Svipaða miðstöð er nú verið að setja á laggirnar í Kaupmannahöfn fyrir Norðurlöndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.