Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 23 14-66%). Ekki reyndist kynjamunur á algengi, 54% karla og 52% kvenna með IgG mótefni. Algengi IgG mótefna var lægst fyrir 10 ára aldur (p<0,01) en fór síðan stigvaxandi til sjötugs (p<0,01). Meðalalgengi IgG í aldurshópunum frá 70- 99 ára var 60%, vikmörk 55-66%. Hjá þessum eldri einstaklingum var algengið marktækt lægst hjá 80-89 ára hópnum (p<0,05). í 34 sýnuin greindust IgM mótefni gegn C. pneumoniae. Tólf þeirra voru jákvæð fyrir IgM gigtarþáttum en eftir meðhöndlun með IgG mótefni úr geitasermi greindust IgM mótefni einungis úr tveimur sýnum og í lágum títer (1/16). IgM gigtarþættir fundust einnig í báðum sýnunum. UMRÆÐA Algengi C. pneumoniae mótefna í þessari rannsókn reyndist hátt eða 53%. Tíðnin var lág hjá börnum (14%) en fór síðan marktækt stighækkandi til sjötugs (66%). Ef litið var sérstaklega til eldri aldurshópanna, 70-99 ára, var algengi IgG mótefna marktækt lægst hjá fólki á aldrinum 80-89 ára, þótt skýring þess sé ekki Ijós. Svipaðar niðurstöður frá nálægum löndum hafa nýlega verið birtar. I Hollandi var algengi 80% (10), og rannsóknir í Danmörku og Seattle í Bandaríkjunum sýna svipað algengi og hérlendis (1,6). Nýleg rannsókn frá Taiwan leiddi hins vegar í ljós mun hærra algengi IgG mótefna þar í landi, eða 67% í táningum og 96% í eldri aldurshópum (19). Þar var þó miðað við 1/16 sem marktæka IgG mótefnasvörun, en ekki 1/32 eins og í þeirri athugun sem hér er kynnt og í flestum öðrum rannsóknum af þessu tagi (13). Einungis reyndist eitt barn yngra en fimm ára með IgG mótefni gegn C. pneumoniae og ber því vel saman við aðrar rannsóknir (1,9,10). Þar sem viðkomandi var einungis þriggja mánaða er líklegt að mótefnin hafi komið frá móður. Mesta aukning á algengi IgG var milli aldurshópanna 0-9 ára, 10-19 ára og 20-29 ára og virðast því flestir sýkjast milli tektar og þrítugs. Sambærilegar niðurstöður hafa fengist úr öðrum rannsóknum (5). Enginn munur var á algengi mótefna milli kynja, en rannsóknir í nálægum löndum hafa sýnt að algengi meðal karla sé um 10 til 25% hærra en kvenna (1,4,5). Samkvæmt þessum niðurstöðum er C. pneumoniae algeng orsök sýkinga hér á landi. Um helmingur þjóðarinnar hefur mótefni gegn bakteríunni. Að öllum líkindum eru nýsýkingar algengastar á aldrinum 10-30 ára en þar sem engin IgM jákvæð sýni greindust er erfitt að draga ályktanir um nýsýkingar. í reynd er athyglivert að marktæk hækkun á IgM skuli ekki hafa greinst í neinu sýnanna miðað við hátt algengi sýkingarinnar hérlendis. Skýring þessa er ekki ljós en hafa verður í huga að sýnum var ekki safnað frá fólki með öndunarfæraeinkenni sérstaklega, sjúkdómurinn getur gengið í faröldrum og nýgengi verið afar lágt þess á milli (1), og að lokum er þekkt að endursýkingar eru algengar einkum hjá öldruðum, en verða oft án IgM mótefnasvörunar (1). Lengi hefur verið þekkt að IgM gigtarþættir geti truílað mótefnamælingar (14,20) og einnig að algengi IgM gigtarþátta fer vaxandi með aldri (21,22). Af þeim 34 einstaklingum sem voru í fyrstu IgM jákvæðir í okkar rannsókn voru 32 yfir fimmtugu og 18 yfir áttrætt. Að öllum líkindum er þessi truilun vegna gigtarþátta. Nýlegar rannsóknir frá Hollandi sýna að IgM gigtarþættir geta haft truflandi áhrif á mælingar á IgM mótefnum gegn C. pneumoniae með flúrskinsaðferð (15). Því ber að gæta sérstakrar varúðar við túlkun jákvæðra niðurstaðna úr IgM mótefnamælingu gegn C. pneumoniae hjá eldra fólki, eða fella út sértæk IgG að öðrum kosti. ÞAKKIR Höfunar þakka Þorbirni Jónsyni lækni og Helga Valdimarssyni prófessor gagnlegar ábendingar og fyrir mælingu á gigtarþáttum. Háskóla Islands er þökkuð aðstoð við ferðakostnað vegna kynningar rannsóknarinnar á 18. alþjóðaþinginu um meðferð sýkinga og illkynja sjúkdóma (18th International Congress of Chemotherapy) í Stokkhólmi 1993. HEIMILDIR 1. Grayston JT. Infections caused by Chlamydia pneumoniae strain TWAR. Clin Infect Dis 1992; 15: 757-63. 2. Kleemola M, Saikku P, Visakorpi R, Wang SP, Grayston JT. Epidemics of pneumonia caused by TWAR, a new Chlamydia organism, in military trainees in Finland. J Infect Dis 1988; 157: 230-6. 3. Saikku P, Ruutu P, Leinonen M, Panelius J, Tupasi TE, Grayston JT. Acute lower respiratory tract infection in Filipino children associated with
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.