Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 Tafla VIII. Notkun H2-blokka og ómeprazóls. Ástæða Hn-blokkar (%> Ómeprazól (%) Sársjúkdómur 26 47 Magabólgur 21 19 Brjóstsviöi 31 23 Meltingaróþægindi 10 6 Aukaverkanir lyfja 7 1 Annað 5 4 Alls 100 100 Tafla IX. Lyfjaval með tilliti til sjúkdómsgreininga. Ástæða H->-blokkar <%) Óme- prazól (%> Önnur lyf (%> Sársjúkdómur ... 72 25 3 Magabólgur ... 79 14 7 Brjóstsviði ... 87 12 1 Meltingaróþægindi .... 89 10 1 Aukaverkanir lyfja ... 88 3 9 Annað ... 77 19 4 Sjúklingur veit ekki .... . . . 85 8 7 ávísa því heilsugæslulæknar ómeprazóli í 13% tilvika en meltingarsérfræðingar í 42% tilvika. Algengasta notkun á ómeprazóli er við sársjúkdómi eða nær helmingur ávísana lyfsins. Notkun H;-blokka er fjölbreyttari (sjá töflu VIII). Þegar litið er á lyfjaval eftir mismunandi sjúkdómsgreiningum kemur í ljós að H;-blokkar eru alltaf mest notaðir. Hlutdeild ómeprazóls er mest í sársjúkdómum þar sem það nær 25% notkunar (tafla IX). Af sjúklingum sem fengu H;-blokka höfðu 64% farið í speglun eða röntgenrannsókn og af þeim þriðjungur á liðnu ári. Sjúklingar sem fengu ómeprazól höfðu í 83% tilvika farið í sömu rannsóknir og þar af 59% á liðnu ári. Lyfjaskammtar og magn ávísaðs lyfs: I töflu X er sýnt hvaða skammta af lyfinu læknir ráðleggur sjúklingi að taka. í langflestum tilvikum ráðleggur læknir skilgreindan dagskammt (DDD) eða minni skammt. Sjúklingar fengu að meðaltali ávísun á 67 skilgreinda dagskammta af H;-blokkum en 37 af ómeprazóli. UMRÆÐA Magasárslyf eru skráð með tilliti til sérstakra ábendinga en bæði læknar og sjúklingar geta notað lyfin við öðrum sjúkdómum. Aðferðarfræðileg vandamál við öflun upplýsinga um hvemig lyf eru notuð eru veruleg. Spumingalistar sendir til lækna varðandi ávísanavenjur skila sér yfirleitt illa og gefa sennilega ekki raunhæfa mynd. Hætt er við að læknar svari slíkum spurningum með upplýsingum um hvernig eigi að nota lyfin, en ekki hvernig þeir raunverulega nota þau. I þessari rannsókn voru upplýsingar skráðar af lyfseðlum og einnig rætt við sjúklingana með aðstoð lyfjafræðinga í apótekum. Þessi aðferð hefur einnig sína veikleika, meðal annars vaknar sú spurning hversu áreiðanlegar upplýsingar frá sjúklingum eru. Það var vitað að íslenskir sjúklingar væru vel upplýstir um sjúkdóma sína og lyf og þessi rannsókn staðfestir það, því einungis 1% sjúklinganna vissu ekki hvers vegna þeir fengu magasárslyfið. Engin ástæða er til að ætla að sjúklingar gefi vísvitandi rangar upplýsingar um sjúkdóma í meltingarfærum og hér um bil allir vildu svara spurningunum. Fjöldi spurninga á spurningaeyðublaðinu var hins vegar takmarkaður þar sem lyfjafræðingarnir höfðu knappan tíma til að ræða við sjúklingana. Skráðar Voru upplýsingar um 118.185 skilgreinda dagskammta (DDD) af magasárslyfjum sem samsvarar 15,4 DDD/1000 íbúa/dag. Meðalnotkun magasárslyfja árið 1991 var 20,4 DDD/1000 íbúa/dag. Þegar tekið hefur verið tillit til Taíla X. Ráðlagðir skammtar samkvœmt lyfseðli. < DDD <DDD DDD >DDD DDD ? Lyf (%) (%) (%) (%) (%) (%) Ranitidín 150 mg............................... 23 13 60 0 2 2 Ranitidín 300 mg............................... 0 0 76 3 20 1 Ómeprazól 20 mg.................................. 0 0 79 5 14 2 Címetidín 200 mg................................ 92 0 4 0 0 4 Címetidín 400 mg................................ 23 16 56 0 4 1 Címetidín 800 mg................................. 0 0 90 0 10 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.