Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 24
14 LÆKNABLAÐIÐ var við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands en nánari upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði. Alls greindust 408 sjúklingar, 236 karlar (58%) og 172 konur (42%). Hlutfall karla og kvenna (kk/kvk) var 1,4. Meðalaldur við greiningu var 65,5 ár (staðalfrávik 13,6 ár), en aldursbil 17 til 96 ára (mynd 1). Helmingur æxlanna var staðsettur hægra megin (n=205), 187 vinstra Fjöldi Mynd 1. Aldursdreifmg sjúklinga sem greindust með nýmafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990. megin (46%) en í 12 (3%) tilvikum vantaði upplýsingar. Hjá fjórum sjúklingum (1%) fundust æxli í báðum nýrum og í þeim hópi var miðaldra karlmaður með von Hippel- Landau sjúkdóm. Flestir sjúklinganna voru greindir og meðhöndlaðir á þremur stærstu sjúkrahúsum landsins (n=361, (88%)), hinir á smærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráður var aldur við greiningu, greiningarár og kyn. Einnig var reiknað aldursstaðlað nýgengi nýrnafrumukrabbameins fyrir bæði kyn á rannsóknartímabilinu. I báðum hópunum var skráð blóðrauðamæling, sökk og hvort rauð blóðkorn (>5 rbk/High Power Field) væru til staðar í þvagi við greiningu. Miðað var við fyrstu mælingar í þeirri sjúkrahúslegu sem leiddi til greiningar. Farið var yfir myndgreiningaraðferðir, sem leiddu til greiningar frumæxlis og meinvaipa. 011 vefjasvör voru lesin yfir, en vefjasýni voru ekki skoðuð að nýju. Sarkmeinslík æxli (sarcomatoid) voru talin til illa þroskaðra nýrnakrabbameina. Gráðun æxlanna var sleppt vegna þess hversu oft þær upplýsingar vantaði. Stærð æxlanna var skráð og hvort æxlisdröngull hefði verið til staðar í neðri Nýgengi miðað við 100.000 karla og konur □ Karlar Greiningarár □ Konur Mynd 2. Nýgengi nýrnafrumukrabbameins hjá konum og körlum á Islandi 1971-1990.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.