Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 46
36
LÆKNABLAÐIÐ
sem til þurfti (7). Vera má að hann hafi haft
hin fleygu orð Bertrand Russel »You can’t
whisper in this world, you have to shout«
í huga, en þessi aðferð er ekki beinlínis
eftirsóknarverð fyrir heimilislækna ef þeir eiga
síðan yfir höfði sér málshöfðun með milljóna
króna miskabótum í hvert sinn sem þeir láta í
sér heyra í ijölmiðlum.
KENNSLA
Enda þótt nú séu liðin um 25 ár síðan
Læknisþjónustunefnd Reykjavíkur lagði til
að kennslan yrði efld í heimilislæknisfræðum
innan læknadeildar og tæp 20 ár síðan
læknadeild staðfesti slíkt fyrirkomulag,
er það fyrst núna sem tillögumar eru að
komast til framkvæmda. Fyrsti kennarinn í
heimilislækningum var ráðinn til deildarinnar
árið 1976, sá næsti 1977 og síðan prófessorinn
árið 1991. Síðastnefnda embættið telst til
mestu og merkustu nýjunga innan fagsins
í dag, enda gert ráð fyrir að það verði
lyftistöng fyrir kennslu, þróun og rannsóknir
í heimilislækningum.
Helstu nýjungar á okkar sviði í kennslunni eru
þær að kennarar í heimilislækningum sinna,
ásamt kennurum í öðrum greinum, kennslu í
atferlis- og samskiptafræðum eða humaniora
eins og fræðin eru nefnd á latínu. Þessi fræði
leggja áherslu á það að líta beri á sjúklinginn
samtímis í líffræðilegu, félagslegu, mannlegu
og siðferðilegu tilliti. í háskólunum í Tromsö
í Noregi, Linköping í Svíþjóð og McMaster í
Kanada hafa verið unnin brautryðjendastörf á
þessu sviði.
Stúdentar byrja nú þegar á öðru ári að tala
við sjúklinga og læra um það hvernig það er
að vera ineð sjúkdóm í stað þess að læra
eingöngu um sjúkdóminn sjálfan. Einnig
er stúdentum nú kennt á fyrsta ári að lesa
tímaritsgreinar á gagnrýninn hátt. Þeir fá
þannig betri skilning á því hvernig sú þekking
verður til sem þeir lesa um í textabókum.
Verkleg kennsla í heimilislækningum hefur
einnig aukist, en er þó mun minni en
sambærileg þjálfun á Norðurlöndunum.
HEILSUVERND
1 byrjun 20. aldarinnar var eitt af megin
viðfangsefnum héraðslækna að sinna
heilsuverndarmálum svo sem að bæta skólp-
og sorphreinsun og koma á vatnsveitu.
Númerakerfið fyrrnefnda miðaðist fyrst og
Mynd. Heilsuvernd, sem annars vegar er beint að liópi
með mikla áhœttu á að fá sjúkdóma (high-risk strategy)
og hins vegar þar sem íhlutun er heitt á allan hópinn
(mass strategv).
fremst við það að heimilislæknar sinntu
einstaklingum í samlaginu. Heilsuvernd var
því stunduð á einstaklings- og fjölskyldustigi.
Með endurreisn heilsugæslunnar upp
úr 1974 voru teknar upp nýjar aðferðir
í heilsuverndinni þar sem starfsfólki
heilsugæslustöðva var einnig falið að vinna
að heilsuvernd í tengslum við verkefni
bæjar- og sveitarfélaga. Hér var í raun
verið að endurvekja viðfangsefni gömlu
héraðslæknanna. Athyglinni var nú aftur beint
að hópum í stað einstaklinga (8) eins og sjá
má á mynd og reynt að minnka áhættuþætti
fyrir marga í einu. Nýjustu rannsóknir sýna
að það gefur falskar væntingar, lítinn árangur
og sóun á fjármunum að bjóða aðeins upp
á reglulegar heilsufarsskoðanir ef þeim er
ekki fylgt eftir með íhlutandi aðgerðum
og reglulegu eftirliti og ábendingum (9).
Sem dæmi um árangursríka heilsuvernd
á hóp manna má nefna íhlutun við að
lækka blóðfitur nteðal starfsmanna í
Járnblendiverksmiðjunni á Akranesi (10)
með því að breyta matseldinni hjá kokknum í
mötuneytinu. I annarri starfsmannaheilsuvemd
af þessu tagi hefur starfsfólk heilsugæslunnar
því lagt aukna áhersla á fræðslu og eigin
ábyrgð starfsfólksins á heilsu sinni í stað
ómarkvissra líkamsskoðana.
BÓLUSETNINGAR
Kerfisbundnar ónæmisaðgerðir ná nú til
80% allra barna í heiminum og talið er