Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 40
30
LÆKNABLAÐIÐ
Mynd 2. Röngenmynd er sýnir innkýlt brotaliðhlaup i
vinstri augnkarli.
röntgenrannsókn kom í ljós samfallsbrot
á sjöunda brjósthryggjarbol. Innkýlt
brotaliðhlaup í vinstri augnkarli (central
acetabulum fracture) og lærleggshálsbrot í
hægri mjöðm. Maðurinn hafði beingisnun.
Hann var tekinn til aðgerðar, settur hálfliður
í hægri mjöðm og strekkur settur á vinstri
sköflung til meðferðar á brotaliðhlaupinu. Ekki
tókst að finna orsök krampanna. Hann lést
þreinur mánuðum seinna úr lungnabólgu.
3. Fimmtíu og tveggja ára flogaveik kona sem
ekki tók krampahemjandi lyf sat við borð er
hún fékk krampakast og rann á gólfið. Við
röntgenmyndatöku kom í ljós að hún hafði
hlotið samfallsbrot á fimmta, sjöunda og
níunda brjósthryggjarbol. Þar sem áverkinn
þótti óvenjulegur ntiðað við sjúkrasögu var
gerð ísótópaskimun (TC 99) sem staðfesti að
unt fersk brot var að ræða. Konan var talin
hafa væga beingisnun.
4. Sextíu og tveggja ára fiogaveikur maður,
sem ekki tók krampahemjandi lyf að staðaldri,
fékk krampakast er hann sat í kyrrstæðum
bíl. Við komu á sjúkrahús var hann sljór
en kvartaði um verk í báðum öxlum. A
yfirlitsmyndum af lungunt kom í ljós að hann
hafði hlotið aftara brotaliðhlaup í báðum
öxlum. Hann var tekinn til aðgerðar og settur
hálfiiður í báðar axlir. Tveimur árum eftir
aðgerð leið sjúklingi vel og hafði góðan
hreyfiferil í öxlum.
5. Sextíu og sjö ára gamall flogaveikur maður,
áfengissjúklingur er tók krampahemjandi
lyf sín sjaldan, sat í bifreið er hann fékk
krampakast. Við komu á sjúkrahús var í fyrstu
álitið að hann hefði fengið heilablæðingu.
Hann kvartaði um verk frá vinstri mjöðm
en ekki þótti ástæða til frekari rannsókna.
Þegar sjúklingur fékk skyndilega lost var
farið að leita orsaka og kom í ljós að hann
hafði innkýlt brotaliðhlaup í vinstri augnkarli
(mynd 2). Hann var meðhöndlaður í strekk
nteð góðum árangri.
6. Fertug kona fékk krampakast er hún stóð
í biðröð. Hjástaddur maður greip hana og
lagði í gólfið. Röntgenmynd leiddi í ljós
sainfallsbrot á sjöunda brjósthryggjarbol. í
ljós kom að konan hafði væga beingisnun.
UMRÆÐA
Beinbrot eftir krampaköst hafa til þessa
ekki verið talin algeng á Islandi. Greining
þriggja sjúklinga tafðist, að hluta til vegna
sljóleika þeirra eftir krantpana og að hluta
til vegna þess að læknum hugkvæmdist ekki
að þeir gætu brotnað við krampana. Þrír
sjúklinganna höfðu beingisnun en enginn,
að talið er, beinmeyrnun. Flogaveikum, þó
sérstaklega þeim sem taka krampahemjandi
lyf að staðaldri, er allt að sex sinnum hættara
við beinbrotum en fólki almennt (1,2). Orsakir
þessa eru raktar til þess að krampahemjandi
lyf minnka aðgengi D-vítamíns í líkamanum
og marktækt minnka steinefnainnihald
beina (kalk og fosfór) (1,4,6,8) og geta því
valdið beinmeyru (osteomalacia). Einnig eru
flogaveikir minna á ferli og því er styrkleiki
beina þeirra minni (5,8).
Hjá 226 flogaveikum, sem tóku
krampahemjandi lyfið phenytoinn fundu
Christiansen og samstarfsmenn (6) að
steinefnainnihald beina þeirra var 13% minna
en samanburðarhóps. Svipuðu hefur verið lýst
við carpazepam krampahemjandi meðferð (7).
Sörnu sjúklingar tóku 2000 alþjóðlegar
einingar D-vítamíns daglega í þrjá mánuði
og juku steinefnainnihald beina sinna um
4% á þeim tíma. Hjá samanburðarhópi er
tók lyfleysu jókst steinefnainnihald beina
ekkert (6). D-vítamín meðferð flogaveikra
getur því bætt steinefnabúskap þeirra (6,8)
en hagkvæmni meðferðarinnar er óviss.
Leitt hefur verið að því rökum að D-
vítamínskortur sé einn af orsakaþáttum
lærleggshálsbrota á Islandi (9). Fjórir
sjúklinganna höfðu samfallsbrot í hrygg, sem
eru algeng brot hjá sextugu fólki og eldra með
beingisnun, en þrír af fjórum sjúklinganna