Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80; 3-11 3 Hildur Thors1), Helgi Sigurðsson2), Einar Oddsson1), Bjarni Þjóðleifsson1) KÖNNUN Á NOTKUN MAGASÁRSLYFJA MEÐAL ÍSLENDINGA ÁGRIP Notkun lyfja við sársjúkdómi í meltingarfærum er nú um 20 DDD/1000 íbúa/dag, sem er tvisvar til þrisvar sinnunt ineira en á hinum Norðurlöndunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig íslenskir læknar ávísa magalyfjum og hugsanlega að finna ástæður fyrir þessari miklu notkun. Lyfseðlar á magasárslyf (ATC llokkur A02B) í aprílmánuði 1991 voru kannaðir. Öll apótek á Islandi, nema eitt, tóku þátt í rannsókninni og upplýsingar fengust um allt að 90% lyfjaávísana á magalyf. Lyfjafræðingar skráðu, af lyfseðlunum, upplýsingar um aldur og kyn sjúklings, sérgrein læknis, sérlyfjaheiti, magn og skammt lyfsins. Skráðar voru upplýsingar af 2021 lyfseðli og samkvæmt þeim var notkun magasárslyfja 15,4 DDD/1000 íbúa/dag í apríl 1991. Samkvæmt þessum upplýsingum nota 1,54% Islendinga magalyf á hverjum tíma. Hámarksnotkunin er hjá aldurshópnum 70-79 ára, 2,91%. H,-blokkar voru notaðir í 79% tilvika, ómeprazól í 17% tilvika og önnur lyf í 4% tilvika. Ritun lyfseðla skiptist þannig að 65% voru frá heimilis- og heilsugæslulæknum, 15% frá meltingarsérfræðingum, 14% frá öðrum læknum og 6% voru merktir sjúkrahúsum. Sjúklingar sem sóttu lyfið sjálfir í apótekið voru beðnir um að svara spurningum um ástæður lyfjanotkunarinnar, fyrri lyfjatökur og rannsóknir. Sjúklingar sem svöruðu spurningunum voru 1131 (56%). Einungis 1% sjúklinganna vissu ekki hvers vegna þeir fengu magalyfið, 30% sögðu ástæðu lyfjanotkunarinnar vera sársjúkdóm, 29% brjóstsviða, 21% magabólgur, 9% meltingaróþægindi og 7% vegna aukaverkana annarra lyfja. Af sjúklingum höfðu 67% verið rannsakaðir en 33% fengu lyfið eftir viðtal við lækni eingöngu. Notkun magalyfja við Frá 'llyflækningadeild Landspítalans, 2)Pharmaco. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjarni Þjóðleifsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. sársjúkdómum virðist vera vel undirbyggð en ætla má að rúmlega 40% af notkuninni sé við meltingarónotum eða illa skilgreindum sjúkdómum (non-ulcer dyspepsia). INNGANGUR Fyrsti H,-blokkinn, címetidín, kom á markað árið 1976 og varð á næstu árum mikið notaður við sársjúkdómi og öðrum sýrutengdum sjúkdómum í meltingarfærum. Fleiri H,-blokkar, prótónupumpu blokkar, slímhimnuverndandi lyf og prostaglandín lyf hafa síðan bæst í flokk lyfja við sársjúkdómi (ATC A02B). Á árunum 1980-1990 urðu töluverðar breytingar á fylgikvillum og dánartíðni af völdum sársjúkdóma. Notkun H,-blokka varð aðalmeðferðin. Árangur þessarar meðferðar varð greinileg fækkun á valaðgerðum vegna sársjúkdóma (1-5). Áhrif H,-blokka á bráðatilvik sársjúkdóms eru hins vegar óljós. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt minni tíðni holsára og blæðandi sára (6-10) en aukin notkun BEYGL (bólgueyðandi gigtarlyf) hjá eldra fólki getur haft áhrif á heildartíðnina (5,11-13). Rannsóknir í Skotlandi hafa sýnt svæðisbundna fækkun fylgikvilla sársjúkdóms sem hugsanlega má skýra með mismunandi notkun H,-blokka (14,15). Dánartíðni vegna sársjúkdóma lækkaði í Evrópu á árununt 1980-1990, mun meira í V-Evrópu en í A- Evrópu. Að minnsta kosti hluta mismunarins má skýra með mismunandi notkun H,-blokka (16). Magasárslyf eru notuð við ýmsurn öðrum sjúkdómum svo sem meltingarónotum (non-ulcer dyspepsia), brjóstsviða og til að vega á móti aukaverkunum annarra lyfja. Upplýsingar um það hvernig þessi lyf eru raunverulega notuð í mismunandi löndum eru af mjög skornum skammti. Upplýsingar um heildarnotkun magasárslyfja eru fáanlegar í sumum löndum (17) en ekki öðrum. Magasárslyf eru mikið notuð á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.