Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1994, Side 27

Læknablaðið - 15.01.1994, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 17 □ Karlar □ Konur Mynd 4. Aldursstaðlað nýgengi fyrir illkynja œxli í nýrum (að nýrnaskjóðuœxlum undanskildum) á Norðurlöndum, bœði kyn. nýrnafrumukrabbameins því hingað til hafa öll nýrnakrabbamein verið skráð undir sama greiningarnúmeri, þar á meðal Wilmsæxli og nýrnaskjóðuæxli. Rannsókn okkar leiðir í ljós að nýrnaskjóðuæxli eru í meðallagi algeng hér á landi eða í kringum 8% nýrnakrabbameina (8) og Wilmsæxli eru fátíðari en víðast hvar í nágrannalöndum okkar (1,5%) (15). Hátt nýgengi nýrnakrabbameins**) hér á landi skýrist því eingöngu af nýgengi nýrnafrumukrabbameins. Breytingar á aldursstöðluðu nýgengi nýrnafrumukrabbameins hafa ekki orðið á rannsóknartímabilinu. Sums staðar erlendis (Bandaríkin/Kanada (2,12,16), Danmörk (17)) hefur hins vegar verið aukning í nýgengi á sama tíma og dánarhlutfall hefur staðið í stað. Upplýsingar um dánarhlutfall nýrnafrumukrabbameins liggja ekki fyrir hér á landi en óverulegar breytingar hafa orðið á dánarhlutfalli sjúklinga með nýmakrabbamein samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands (3). Ekki er vitað af hverju nýgengi nýrnafrumukrabbameins er hærra hér en í nágrannalöndum. Mjög lítið er vitað um orsakir sjúkdómsins (12) og vonlítið að skýra hátt nýgengi hér á landi út frá þekktum orsakaþáttum. Hugsanleg skýring á háu dánarhlutfalli hérlendis kann að vera að fieiri Islendingar eru með langt genginn sjúkdóm **) Á árunum 1987-1991 voru nýrnakrabbamein í sjötta sæti hjá körlum og níunda sæti hjá konum yfir nýgreind krabbamein á íslandi (18). við greiningu. Hérlendis eru 38% sjúklinga með meinvörp, en erlendis 25-30% (11,13,19). Þó má finna hliðstæður í einni rannsókn þar sem 45% sjúklinganna höfðu meinvörp við greiningu (20). Ekki er Ijóst af hverju svo margir greinast með meinvörp hér á landi. Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hvort sjúkdómurinn sé illvígari í eðli sínu hér en í nágrannalöndum. Við teljum þá skýringu ekki sennilega. í þessu sambandi hefði gráðun æxlanna gefið vísbendingu en þær upplýsingar var ekki hægt að skrá vegna þess hversu oft þær vantaði. Hugsanlegt er að hér á landi greinist sjúklingarnir síðar. Okkar niðurstöður virðast ekki gefa til kynna að tímalengd einkenna fyrir greiningu sé frábrugðin því sem þekkist erlendis enda þótt beinn samanburður sé erfiður (21). Samt sem áður er ljóst að langflestir hafa einkenni í langan tíma áður en greining er gerð. Eins og áður kom fram reyndist ekki unnt að meta hvort töf á greiningu væri vegna þess að sjúklingurinn leitaði seint til læknis eða læknirinn hefði greint sjúklinginn ranglega. Slíkar upplýsingar eru ófullnægjandi í afturskyggnum rannsókum. Við yfirlestur sjúkraskýrslna er þó ljóst að oft hafa sjúklingarnir leitað til lækna vegna einkenna eins og óljósra kviðverkja, almenns slappleika og þreytu en rétt greining ekki verið gerð og sjúklingurinn síðar verið greindur með nýrnafrumukrabbamein sem talið hefur verið skýra einkennin. Af sjúkraskýrslum sést ennfremur að þeir sem fá skyndilega mikla blóðmigu leita yfirleitt fljótt til læknis og eru lagðir inn á sjúkrahús í kjölfarið. Sama verður sagt um sjúklinga sem fá skyndileg kviðverkjaköst. Ekki kemur á óvart að flestir sjúklinganna skuli hafa lækkaðan blóðrauða og smásæja blóðmigu við greiningu, enda er það vel þekkt í öðrum rannsóknum (7,11). Sömuleiðis er vel þekkt að hátt sökk fylgir oft nýmakrabbameini og stundum sést svokallað »þriggja stafa sökk« (það er >100 mm/klst). Athyglisvert er að rúmur meirihluti sjúklinganna hefur eðlilegt sökk (<20 mm/klst.). Nýrnamynd leiddi langoftast til greiningar nýrnaæxlis (81%). Omun kom næst (14%) en aðrar rannsóknir leiddu miklu sjaldnar til greiningar, þar á meðal tölvusneiðmyndir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.