Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.1994, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 13-19 13 Tómas Guðbjartsson, Guðmundur V. Einarsson, Jónas Magnússon NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Á ÍSLANDI 1971-1990: Nýgengi og sjúkdómseinkenni - klínísk rannsókn á 408 tilfellum ÁGRIP Nýgenpi nýrnafrumukrabbameins er mjög hátt a Islandi. Einkenni þess eru lúmsk og meinið greinist seint. Lítið er vitað um hvernig sjúklingar með nýrnafrumukrabbamein greinast hérlendis. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna nýgengi nýrnafrumukrabbameins hér á landi, greiningu og hvernig staðið væri að rannsóknum. Afturskyggn klínísk rannsókn var gerð á öllum sjúklingum sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á Islandi árin 1971- 1990, alls 408 sjúklingum. Skráð voru sjúkdómseinkenni og tímalengd einkenna fyrir greiningu. Einnig var athugað hversu margir sjúklingar greindust fyrir tilviljun og hvaða myndrannsóknum var beitt við greiningu. Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á íslandi 197^1-1990 reyndist 10,5/100.000 karlar og 6,8/100.000 konur, þar á meðal 69 sjúklingar greindir við krufningu. Af 408 sjúklingum greindum á lífi höfðu 334 (82%) sjúkdómseinkenni og voru verkir í kviði/síðu. blóð í þvagi, þyngdartap og einkenni blóðskorts algengustu einkennin. Flestir höfðu haft einkenni í langan tíma (>3 mánuði) fyrir greiningu. Alls greindust 74 sjúklingar fyrir tilviljun (18%). Æxlið var langoftast greint með nýrnamynd. Meinvörp fundust hjá 170 sjúklingum (42%), þar af höfðu 74 stök meinvörp. Æxlisdröngull út í stóra grein nýrnabláæðar eða neðri holæð fannst hjá 81 sjúklingi (20%). Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Islandi hefur haldist svipað síðustu tvo áratugi en er engu að síður hvergi hærra í heiminum. Sjúkdómseinkenni og vefjafræði æxlanna eru svipuð og erlendis en sjúkdómurinn Handlæknmga- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, læknadeild Háskóla íslands. 101 Reykjavik. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, handlækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. greinist oft seint og stór hluti sjúklinga hefur meinvörp við greiningu. Til að bæta greiningu og þar með fækka sjúklingum sem greinast með meinvörp verða læknar að þekkja betur fjölbreytileg einkenni nýrnafrumukrabbameins. INNGANGUR Einkenni nýrnafrumukrabbameins*) geta verið mjög fjölbreytileg og lúmsk. Þess vegna dregst greining oft á langin en við greiningu hafa allt að 40% sjúklinga meinvörp (1). Enda þótt nýgengi (2) og dánarhlutfall (3) nýrnakrabbameins hafi löngum verið hátt hér á landi eru rannsóknir á því af skornum skammti (4). Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Islandi á 20 ára tímabili. Einnig að athuga sjúkdómseinkenni og rannsóknir sem notaðar voru við greiningu æxlisins og meinvarpa. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands greindust 550 sjúklingar með nýrnakrabbamein (ICD- 7 180,0, ICD-9 189,0 ) á íslandi frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1990. Nýrnafrumukrabbamein (adenocarcinoma renis) voru flest eða 472, og fimm bleikfrumuæxli (oncocytoma) (fyrst greint 1984 (5)). Nýmaskjóðuæxli (carcinoma pelvis renis) voru 45 talsins og átta börn greindust með Wilmsæxli. Einn sjúklingur hafði sarkmein í nýra, 17 sjúklingar voru eingöngu greindir klínískt (greining ekki staðfest með vefjasýni) og í tveimur tilvikum fundust skýrslur ekki. Rannsóknin nær einungis til sjúklinga, sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein (n=403) eða bleikfrumuæxli (n=5). Stuðst *) Til nýrnakrabbameina (carcinoma renis) teljast nýrnafrumukrabbamein, nýrnaskjóðuæxli og Wilmsæxli. í þessari grein er nýrnafrumukrabbamein eingöngu notað yfir adenocarcinoma renis = renal cell carcinoma, en bleikfrumuæxli (oncocytoma) eru einnig talin með nýrnafrumukrabbameini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.